Girðingarlykkjurnar Svavar Hávarðsson skrifar 15. maí 2013 09:00 Fyrir fáeinum dögum hlustaði ég á sögu sem gerði mig bæði reiðan og dapran í senn. Hér á ég við umfjöllun Kastljóssins um hugmyndir forsvarsmanna Heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði um lokun hjúkrunarheimilisins Tjarnar á Þingeyri vegna fjárskorts. Í stuttu máli þá stóð til að loka heimilinu í sumar til að spara fáeinar milljónir – og heimili er hérna lykilorðið. „Aðgerðin“ fólst einfaldlega í því að rífa gamalt fólk út af heimili sínu og setja það í geymslu á sjúkrahúsi til þess að spara kerfinu vasapeninga. Ég ætla ekki að rekja þessa sögu nákvæmlega – það hefur þegar verið gert afburða vel og með þeirri niðurstöðu að það „fundust peningar“ sem komu í veg fyrir fyrrnefnda lokun. Því skal þó haldið til haga að hér var ekki um einsdæmi að ræða. Hitt langar mig að nefna og það er spurningin um hvernig þessi hugmynd náði upphaflega flugi. Hvernig þróast samtal ráðamanna um það hvernig eigi að brjóta á þeim grundvallarmannréttindum fólks að fá að vera í friði á eigin heimili? Að ræna fólk því mikilvægasta á þessu æviskeiði – nefnilega friðnum í sálinni. Mátuðu þessir góðu menn hugmyndina við sjálfan sig? Lögðu þeir í það að meta hvaða þýðingu eitt stutt sumar getur raunverulega haft í þessu samhengi? Það er mér til efs. En getur verið að þessi saga hafi mun djúpstæðari merkingu en sést við fyrstu sýn? Er hún ekki aðeins ein birtingarmynd mun víðtækara skeytingarleysis okkar yngri í garð þeirra kynslóða sem eru komnar að marklínunni? Þessa dagana er okkur tíðrætt um forsendubrest og nauðsynlegar leiðréttingar á skuldbindingum. Í einhverjum tilfellum á það rétt á sér – þó að þau séu sennilega miklu færri en sumir vilja vera láta. En mitt í þeim skylmingum öllum, gætum við þá sammælst um eitt. Að sýna þeim sem ganga um eins og girðingarlykkjur eftir erfiði síðustu áratuga tilhlýðilega virðingu. Mér segir svo hugur um að þau eigi það skilið – þótt ekki sé nú tekið dýpra í árinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Fyrir fáeinum dögum hlustaði ég á sögu sem gerði mig bæði reiðan og dapran í senn. Hér á ég við umfjöllun Kastljóssins um hugmyndir forsvarsmanna Heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði um lokun hjúkrunarheimilisins Tjarnar á Þingeyri vegna fjárskorts. Í stuttu máli þá stóð til að loka heimilinu í sumar til að spara fáeinar milljónir – og heimili er hérna lykilorðið. „Aðgerðin“ fólst einfaldlega í því að rífa gamalt fólk út af heimili sínu og setja það í geymslu á sjúkrahúsi til þess að spara kerfinu vasapeninga. Ég ætla ekki að rekja þessa sögu nákvæmlega – það hefur þegar verið gert afburða vel og með þeirri niðurstöðu að það „fundust peningar“ sem komu í veg fyrir fyrrnefnda lokun. Því skal þó haldið til haga að hér var ekki um einsdæmi að ræða. Hitt langar mig að nefna og það er spurningin um hvernig þessi hugmynd náði upphaflega flugi. Hvernig þróast samtal ráðamanna um það hvernig eigi að brjóta á þeim grundvallarmannréttindum fólks að fá að vera í friði á eigin heimili? Að ræna fólk því mikilvægasta á þessu æviskeiði – nefnilega friðnum í sálinni. Mátuðu þessir góðu menn hugmyndina við sjálfan sig? Lögðu þeir í það að meta hvaða þýðingu eitt stutt sumar getur raunverulega haft í þessu samhengi? Það er mér til efs. En getur verið að þessi saga hafi mun djúpstæðari merkingu en sést við fyrstu sýn? Er hún ekki aðeins ein birtingarmynd mun víðtækara skeytingarleysis okkar yngri í garð þeirra kynslóða sem eru komnar að marklínunni? Þessa dagana er okkur tíðrætt um forsendubrest og nauðsynlegar leiðréttingar á skuldbindingum. Í einhverjum tilfellum á það rétt á sér – þó að þau séu sennilega miklu færri en sumir vilja vera láta. En mitt í þeim skylmingum öllum, gætum við þá sammælst um eitt. Að sýna þeim sem ganga um eins og girðingarlykkjur eftir erfiði síðustu áratuga tilhlýðilega virðingu. Mér segir svo hugur um að þau eigi það skilið – þótt ekki sé nú tekið dýpra í árinni.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun