Golfvertíðin hefst um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. maí 2013 06:30 Mynd/Gunnar V. Andrésson Í vikunni var undirritað samkomulag á milli Golfsambands Íslands og Íslandsbanka um barna- og unglingastarf sambandsins í sumar. Barna- og unglingamótaraðir sumarsins munu því bera nafn Íslandsbanka en fyrstu mótin fara fram um helgina, bæði í aðalmótaröðinni og áskorendamótaröðinni. Mikill uppgangur hefur verið í golfíþróttinni á meðal barna og unglinga hér á landi og komast aðeins 144 bestu kylfingar landsins í aðalmótaröðina. Þar er skipt í karla- og kvennaflokk, sem og þrjá aldursflokka. Meðal þeirra fjölmörgu ungu og efnilegu kylfinga sem Ísland á er Saga Traustadóttir (á mynd), 15 ára kylfingur úr GR. Hún var viðstödd undirritun samstarfsins ásamt Herði Þorsteinssyni frá GSÍ og Hólmfríði Einarsdóttur frá Íslandsbanka. Fyrsta mótið í aðalmótaröðinni fer fram í Þorlákshöfn um helgina en alls fara fram sjö mót í sumar, það síðasta í byrjun septembermánaðar. Keppt verður í áskorendamótaröðinni á Húsatóftarvelli í Grindavík á morgun. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Í vikunni var undirritað samkomulag á milli Golfsambands Íslands og Íslandsbanka um barna- og unglingastarf sambandsins í sumar. Barna- og unglingamótaraðir sumarsins munu því bera nafn Íslandsbanka en fyrstu mótin fara fram um helgina, bæði í aðalmótaröðinni og áskorendamótaröðinni. Mikill uppgangur hefur verið í golfíþróttinni á meðal barna og unglinga hér á landi og komast aðeins 144 bestu kylfingar landsins í aðalmótaröðina. Þar er skipt í karla- og kvennaflokk, sem og þrjá aldursflokka. Meðal þeirra fjölmörgu ungu og efnilegu kylfinga sem Ísland á er Saga Traustadóttir (á mynd), 15 ára kylfingur úr GR. Hún var viðstödd undirritun samstarfsins ásamt Herði Þorsteinssyni frá GSÍ og Hólmfríði Einarsdóttur frá Íslandsbanka. Fyrsta mótið í aðalmótaröðinni fer fram í Þorlákshöfn um helgina en alls fara fram sjö mót í sumar, það síðasta í byrjun septembermánaðar. Keppt verður í áskorendamótaröðinni á Húsatóftarvelli í Grindavík á morgun.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira