Innri maður í iðrum jarðar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 22. maí 2013 06:00 Það upplifa allir einhvern tímann eitthvað sem sýnir hvað í þeim býr. Stundir þar sem kringumstæður verða þess konar að það reynir verulega á og innri maður sýnir sig. Svoleiðis kringumstæður geta verið misjafnar og auðvitað misalvarlegar eins og gengur. Við erum ekki öll gerð úr sama grautnum. Það sem einum þykir smámál getur slegið annan út af laginu. Ég horfði stundum á sjónvarpsþætti þar sem svona aðstæður voru búnar til og venjulegt fólk leysti verkefni, miserfið og misgeðsleg. Oftar en ekki snerust áskoranirnar um það hversu háan þröskuld fólk hafði gagnvart ógeðslegheitum. Ég mátaði mig gjarnan við aðstæðurnar að gamni. Ímyndaði mér hvernig ég brygðist við. Gæti ég etið soðið svínseyra eða yfirstigið óstjórnlega lofthræðslu, ég sem fór einu sinni að skæla í stólalyftunni í Bláfjöllum? Ekki það að þol fólks fyrir því hversu margar kóngulær mega skríða á höfði þess segi til um styrkleika hið innra, eða hversu mikið magn soðinna grísainnyfla fólk getur innbyrt án þess að kasta upp. Eða hvað? Hverjum myndum við treysta betur fyrir lífi okkar, þeim sem með stóískri ró umber ógeðfelldar aðstæður eða þeim sem missir stjórn á sér með óhljóðum? Ég var stödd í Hvalfjarðargöngunum í fyrrakvöld. Fjölskyldan átti langt ferðalag að baki en var samt nokkuð vel stemmd. Allir saddir eftir pylsustopp og Eurovision-söngvar hljómuðu úr aftursætinu. Kannski var það myrkrið í göngunum, loftleysið í bílnum eða kannski hafði afgreiðslumaðurinn í sjoppunni ekki skipt um vatn í pylsupottinum lengi. Það er ekki gott að segja. Vel undir sjávarmáli fóru að heyrast óhugguleg hljóð úr aftursætinu. Einhverjum var illt. Ég teygði höndina aftur í til að strjúka vanga, gat lítið annað gert. Þá fann ég skyndilega í lófa mínum það sem áður hafði verið í brauði, með tómatsósu og steiktum. Djúpt í iðrum jarðar, lokuð inni í bíl og engrar undankomu auðið. Nú reyndi á. Halda þar til við kæmumst út? Eða sleppa. Ég barðist við minn innri mann sem vildi sleppa, kippa að sér hendinni, veina, stökkva út. Ég hélt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun
Það upplifa allir einhvern tímann eitthvað sem sýnir hvað í þeim býr. Stundir þar sem kringumstæður verða þess konar að það reynir verulega á og innri maður sýnir sig. Svoleiðis kringumstæður geta verið misjafnar og auðvitað misalvarlegar eins og gengur. Við erum ekki öll gerð úr sama grautnum. Það sem einum þykir smámál getur slegið annan út af laginu. Ég horfði stundum á sjónvarpsþætti þar sem svona aðstæður voru búnar til og venjulegt fólk leysti verkefni, miserfið og misgeðsleg. Oftar en ekki snerust áskoranirnar um það hversu háan þröskuld fólk hafði gagnvart ógeðslegheitum. Ég mátaði mig gjarnan við aðstæðurnar að gamni. Ímyndaði mér hvernig ég brygðist við. Gæti ég etið soðið svínseyra eða yfirstigið óstjórnlega lofthræðslu, ég sem fór einu sinni að skæla í stólalyftunni í Bláfjöllum? Ekki það að þol fólks fyrir því hversu margar kóngulær mega skríða á höfði þess segi til um styrkleika hið innra, eða hversu mikið magn soðinna grísainnyfla fólk getur innbyrt án þess að kasta upp. Eða hvað? Hverjum myndum við treysta betur fyrir lífi okkar, þeim sem með stóískri ró umber ógeðfelldar aðstæður eða þeim sem missir stjórn á sér með óhljóðum? Ég var stödd í Hvalfjarðargöngunum í fyrrakvöld. Fjölskyldan átti langt ferðalag að baki en var samt nokkuð vel stemmd. Allir saddir eftir pylsustopp og Eurovision-söngvar hljómuðu úr aftursætinu. Kannski var það myrkrið í göngunum, loftleysið í bílnum eða kannski hafði afgreiðslumaðurinn í sjoppunni ekki skipt um vatn í pylsupottinum lengi. Það er ekki gott að segja. Vel undir sjávarmáli fóru að heyrast óhugguleg hljóð úr aftursætinu. Einhverjum var illt. Ég teygði höndina aftur í til að strjúka vanga, gat lítið annað gert. Þá fann ég skyndilega í lófa mínum það sem áður hafði verið í brauði, með tómatsósu og steiktum. Djúpt í iðrum jarðar, lokuð inni í bíl og engrar undankomu auðið. Nú reyndi á. Halda þar til við kæmumst út? Eða sleppa. Ég barðist við minn innri mann sem vildi sleppa, kippa að sér hendinni, veina, stökkva út. Ég hélt.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun