Ekkert gefins á Korpunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2013 06:30 Guðmundur Ágúst þekkir vel til á Korpunni og hlakkar til að takast á við nýju holurnar sem teknar verða í notkun í næsta mánuði.fréttablaðið/anton Á morgun hefst keppni á Eimskipsmótaröðinni í golfi og þar með verður íslensku golfvertíðinni formlega ýtt úr vör. Fyrsta mótið fer fram á Akranesi en mótin verða alls sex í sumar. „Það er mikil spenna í mönnum eftir langar æfingar í vetur. Nú vilja menn spreyta sig á völlunum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Úlfar Jónsson við Fréttablaðið í gær. „Mér líst mjög vel á þann hóp afrekskylfinga sem við eigum í dag. Breiddin er alltaf að aukast og sífellt fleiri kylfingar að fara í háskóla erlendis, þar sem þeir æfa við bestu aðstæður og keppa allan ársins hring. Það er nauðsynlegt til að komast á næsta stig.“ Evrópumeistari í liðinu Meðal þeirra kylfinga sem eru nú nýkomnir aftur heim eftir háskóladvöl ytra er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, sem hefur sett markið hátt þetta sumarið. „Það er alltaf gaman að koma heim og spila,“ sagði Guðmundur, sem hefur verið í námi í Bandaríkjunum síðan í haust. Hann segist hafa farið vel af stað í haust en gefið síðan eftir á seinni hluta tímabilsins. „En þetta var dýrmæt reynsla og auðvitað ótrúlega gaman að geta spilað við frábærar aðstæður allan veturinn. Við erum með fámennt en góðmennt lið í háskólanum en Evrópumeistari einstaklinga er í liðinu. Þá gæti æfingaaðstaðan ekki getað verið betri,“ segir hann. Hann segir að dvölin ytra hafi nú þegar komið sér að góðum notum. „Það er í raun ekki hægt að gera mikið yfir vetrartímann hér á Íslandi og því var alltaf planið hjá mér að komast út strax eftir menntaskóla. Ég hef náð að bæta stutta spilið sérstaklega enda þarf maður allt öðruvísi og hærri högg þarna úti en hér heima, þar sem maður kemst yfirleitt upp með að halda höggunum lágum.“ Hann segir að markmiðið fyrir golfsumarið hér heima sé einfalt. „Ég ætla að vinna Íslandsmótið. Það er kannski erfitt að vera með markmið fyrir stigalistann þar sem ég næ ekki að keppa nema á þremur til fjórum mótum en langstærsta staka mótið í sumar er Íslandsmótið en þar verða allir þeir sterkustu saman komnir,“ segir Guðmundur en mótið í ár fer fram á Korpúlfsstaðavelli, sem hann telur sem sinn heimavöll. Íslandsmótið á mínum heimavelli „Hérna hef ég alist upp,“ segir hann en í næsta mánuði verða níu nýjar holur teknar í notkun á vellinum. Það verður spilað á þeim á Íslandsmótinu í sumar.„Þær líta mjög vel út. Það er ekki spurning um að þetta er alvöru golfvöllur þar sem maður fær ekkert gefins.“ Annar GR-ingur, Haraldur Franklín Magnús, er núverandi Íslandsmeistari en hann og Guðmundur eru góðir félagar. Haraldur vann einnig Íslandsmótið í holukeppni og tók því tvo stærstu titlana síðasta sumar. „Við erum báðir búnir að vera úti í vetur og hann var mjög góður í fyrra. Það er samt ætlunin að velta honum úr sessi,“ segir Guðmundur Ágúst sposkur á svip.Hörð samkeppni um landsliðssætiÚlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segir að það verði hörð samkeppni um sæti í landsliðum karla og kvenna fyrir verkefni sumarsins. Stærsta verkefni sumarsins verður Evrópumót kvenna í Englandi og undankeppni fyrir Evrópumót karla í Tékklandi. „Það verður hörð samkeppni um landsliðssæti,“ segir Úlfar en tveir efstu íslensku kylfingarnir á heimslista áhugamanna eiga öruggt sæti í landsliðinu, sem og tveir stigahæstu á mótaröðinni. Þjálfarinn velur svo síðustu tvo kylfingana í hvorum flokki. „Það sem gildir fyrir kylfingana er að standa sig vel í sínum verkefnum og því meiri samkeppni sem ríkir um sætin, því betra. Auðvitað er ákvörðun þjálfarans svo umdeild en þannig á það að vera,“ segir Úlfar. Golf Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira
Á morgun hefst keppni á Eimskipsmótaröðinni í golfi og þar með verður íslensku golfvertíðinni formlega ýtt úr vör. Fyrsta mótið fer fram á Akranesi en mótin verða alls sex í sumar. „Það er mikil spenna í mönnum eftir langar æfingar í vetur. Nú vilja menn spreyta sig á völlunum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Úlfar Jónsson við Fréttablaðið í gær. „Mér líst mjög vel á þann hóp afrekskylfinga sem við eigum í dag. Breiddin er alltaf að aukast og sífellt fleiri kylfingar að fara í háskóla erlendis, þar sem þeir æfa við bestu aðstæður og keppa allan ársins hring. Það er nauðsynlegt til að komast á næsta stig.“ Evrópumeistari í liðinu Meðal þeirra kylfinga sem eru nú nýkomnir aftur heim eftir háskóladvöl ytra er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, sem hefur sett markið hátt þetta sumarið. „Það er alltaf gaman að koma heim og spila,“ sagði Guðmundur, sem hefur verið í námi í Bandaríkjunum síðan í haust. Hann segist hafa farið vel af stað í haust en gefið síðan eftir á seinni hluta tímabilsins. „En þetta var dýrmæt reynsla og auðvitað ótrúlega gaman að geta spilað við frábærar aðstæður allan veturinn. Við erum með fámennt en góðmennt lið í háskólanum en Evrópumeistari einstaklinga er í liðinu. Þá gæti æfingaaðstaðan ekki getað verið betri,“ segir hann. Hann segir að dvölin ytra hafi nú þegar komið sér að góðum notum. „Það er í raun ekki hægt að gera mikið yfir vetrartímann hér á Íslandi og því var alltaf planið hjá mér að komast út strax eftir menntaskóla. Ég hef náð að bæta stutta spilið sérstaklega enda þarf maður allt öðruvísi og hærri högg þarna úti en hér heima, þar sem maður kemst yfirleitt upp með að halda höggunum lágum.“ Hann segir að markmiðið fyrir golfsumarið hér heima sé einfalt. „Ég ætla að vinna Íslandsmótið. Það er kannski erfitt að vera með markmið fyrir stigalistann þar sem ég næ ekki að keppa nema á þremur til fjórum mótum en langstærsta staka mótið í sumar er Íslandsmótið en þar verða allir þeir sterkustu saman komnir,“ segir Guðmundur en mótið í ár fer fram á Korpúlfsstaðavelli, sem hann telur sem sinn heimavöll. Íslandsmótið á mínum heimavelli „Hérna hef ég alist upp,“ segir hann en í næsta mánuði verða níu nýjar holur teknar í notkun á vellinum. Það verður spilað á þeim á Íslandsmótinu í sumar.„Þær líta mjög vel út. Það er ekki spurning um að þetta er alvöru golfvöllur þar sem maður fær ekkert gefins.“ Annar GR-ingur, Haraldur Franklín Magnús, er núverandi Íslandsmeistari en hann og Guðmundur eru góðir félagar. Haraldur vann einnig Íslandsmótið í holukeppni og tók því tvo stærstu titlana síðasta sumar. „Við erum báðir búnir að vera úti í vetur og hann var mjög góður í fyrra. Það er samt ætlunin að velta honum úr sessi,“ segir Guðmundur Ágúst sposkur á svip.Hörð samkeppni um landsliðssætiÚlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segir að það verði hörð samkeppni um sæti í landsliðum karla og kvenna fyrir verkefni sumarsins. Stærsta verkefni sumarsins verður Evrópumót kvenna í Englandi og undankeppni fyrir Evrópumót karla í Tékklandi. „Það verður hörð samkeppni um landsliðssæti,“ segir Úlfar en tveir efstu íslensku kylfingarnir á heimslista áhugamanna eiga öruggt sæti í landsliðinu, sem og tveir stigahæstu á mótaröðinni. Þjálfarinn velur svo síðustu tvo kylfingana í hvorum flokki. „Það sem gildir fyrir kylfingana er að standa sig vel í sínum verkefnum og því meiri samkeppni sem ríkir um sætin, því betra. Auðvitað er ákvörðun þjálfarans svo umdeild en þannig á það að vera,“ segir Úlfar.
Golf Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira