Eftirminnilegustu tónleikarnir með Múm Sara McMahon skrifar 24. maí 2013 12:00 Warren Ellis kemur til Íslands í júní ásamt Nick Cave og The Bad Seeds. Sveitin kemur fram á hátíðinni All Tomorrow's Parties. Nordicphotos/getty „Ég spilaði á einum eftirminnilegustu tónleikum ferils míns með Múm á Ítalíu. Þau eru alveg yndisleg. Nú er ég orðinn virkilega spenntur fyrir hátíðinni,“ segir tónlistarmaðurinn Warren Ellis þegar blaðamaður Fréttablaðsins hefur lokið við að telja upp nöfn þeirra íslensku hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni All Tomorrow‘s Parties í júní. Sjálfur stígur Ellis á svið á laugardagskvöldinu ásamt Nick Cave og The Bad Seeds. Ellis er mikill aðdáandi All Tomorrow‘s Parties og segir hátíðina einstaka fyrir þær sakir að þar gefst gestum og tónlistarfólki færi á að eiga í nánum samskiptum. „Ég kom að skipulagningu hátíðarinnar ásamt The Dirty Three árið 2006, minnir mig, og hef spilað á henni í Bretlandi, Japan og Ástralíu. Þetta er einstök hátíð og maður finnur að áhugi hátíðargesta á tónlistinni er einlægur. Mér finnst oft sem tónlistarhátíðir hafi það eitt að markmiði að græða, ATP er ekki hátíð markaðsaflanna heldur ímyndunaraflsins,“ segir hann ákafur. Warren Ellis er menntaður fiðluleikari og hefur sinnt tónlistinni mestalla ævina. Hann er meðlimur í hljómsveitunum The Dirty Three og The Bad Seeds og einn helsti samstarfsmaður tónlistarmannsins Nicks Cave. Saman hafa þeir samið tónlist fyrir uppsetningar Vesturports og kvikmyndir á borð við The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford og Lawless. Samstarfinu við Cave lýsir Ellis sem góðu og gefandi. „Okkur finnst báðum mjög gaman að vinna. Við krefjumst mikils hvor af öðrum og slíkt vinnuumhverfi verður fljótt ávanabindandi. Ég gæti ekki hugsað mér betra starf þó að tónleikaferðalögin geti vissulega verið lýjandi. Þetta er sannarlega gjöf.“ Ellis er búsettur í París ásamt franskri eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra. Hann segist kunna vel við sig í höfuðborg Frakklands en kvartar sáran undan rigningarveðrinu sem hefur herjað á Parísarbúa undanfarið. „Veðrið hefur verið hræðilegt frá því í nóvember. Ég er búinn að vera í þriggja mánaða ferðalagi með The Bad Seeds og veðrið er jafn slæmt núna og það var þegar ég lagði af stað í vetur.“ Ellis er samlandi Nicks Cave og kveðst heimsækja Ástralíu minnst einu sinni á ári ásamt fjölskyldu sinni. „Ég heimsæki Ástralíu í fríum og kynni börnin mín fyrir uppruna mínum og þeirra. Ég er þó ekki sérlega góður í fríum og yfirleitt er tónlistin ekki fjarri.“ ATP í Keflavík Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
„Ég spilaði á einum eftirminnilegustu tónleikum ferils míns með Múm á Ítalíu. Þau eru alveg yndisleg. Nú er ég orðinn virkilega spenntur fyrir hátíðinni,“ segir tónlistarmaðurinn Warren Ellis þegar blaðamaður Fréttablaðsins hefur lokið við að telja upp nöfn þeirra íslensku hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni All Tomorrow‘s Parties í júní. Sjálfur stígur Ellis á svið á laugardagskvöldinu ásamt Nick Cave og The Bad Seeds. Ellis er mikill aðdáandi All Tomorrow‘s Parties og segir hátíðina einstaka fyrir þær sakir að þar gefst gestum og tónlistarfólki færi á að eiga í nánum samskiptum. „Ég kom að skipulagningu hátíðarinnar ásamt The Dirty Three árið 2006, minnir mig, og hef spilað á henni í Bretlandi, Japan og Ástralíu. Þetta er einstök hátíð og maður finnur að áhugi hátíðargesta á tónlistinni er einlægur. Mér finnst oft sem tónlistarhátíðir hafi það eitt að markmiði að græða, ATP er ekki hátíð markaðsaflanna heldur ímyndunaraflsins,“ segir hann ákafur. Warren Ellis er menntaður fiðluleikari og hefur sinnt tónlistinni mestalla ævina. Hann er meðlimur í hljómsveitunum The Dirty Three og The Bad Seeds og einn helsti samstarfsmaður tónlistarmannsins Nicks Cave. Saman hafa þeir samið tónlist fyrir uppsetningar Vesturports og kvikmyndir á borð við The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford og Lawless. Samstarfinu við Cave lýsir Ellis sem góðu og gefandi. „Okkur finnst báðum mjög gaman að vinna. Við krefjumst mikils hvor af öðrum og slíkt vinnuumhverfi verður fljótt ávanabindandi. Ég gæti ekki hugsað mér betra starf þó að tónleikaferðalögin geti vissulega verið lýjandi. Þetta er sannarlega gjöf.“ Ellis er búsettur í París ásamt franskri eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra. Hann segist kunna vel við sig í höfuðborg Frakklands en kvartar sáran undan rigningarveðrinu sem hefur herjað á Parísarbúa undanfarið. „Veðrið hefur verið hræðilegt frá því í nóvember. Ég er búinn að vera í þriggja mánaða ferðalagi með The Bad Seeds og veðrið er jafn slæmt núna og það var þegar ég lagði af stað í vetur.“ Ellis er samlandi Nicks Cave og kveðst heimsækja Ástralíu minnst einu sinni á ári ásamt fjölskyldu sinni. „Ég heimsæki Ástralíu í fríum og kynni börnin mín fyrir uppruna mínum og þeirra. Ég er þó ekki sérlega góður í fríum og yfirleitt er tónlistin ekki fjarri.“
ATP í Keflavík Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira