Tígurinn snýr aftur Sara McMahon skrifar 30. maí 2013 12:00 Carol Lim og Humberto Leon hafa endurvakið vinsældir Kenzo með litríkri og fallegri hönnun sinni. Tískuhúsið Kenzo hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að Carol Lim og Humberto Leon, eigendur Opening Ceremony, tóku við sem yfirhönnuðir þess. Parið endurvakti meðal annars Kenzo-tígurinn, peysur er skörtuðu kattardýrinu og urðu ein vinsælasta tískuflík ársins 2012. Kenzo var stofnað af japanska hönnuðinum Kenzo Takada á áttunda áratug síðustu aldar. Hönnun Takada þótti djörf og litrík og vakti strax mikla athygli. Árið 1976 opnaði hann glæsilega verslun við Place des Victoires í París. Árið 1983 frumsýndi Takada fyrstu herralínu sína og áratug síðar tók stórveldið LVMH við rekstri hússins. Takada hætti störfum árið 1999 og nokkru síðar tóku vinsældir tískuhússins að dvína. Lim og Leon eru hvorug menntuð sem fatahönnuðir en deila áhuga á ferðalögum og innkaupum. Þau tóku snemma þá ákvörðun að finna sér starf sem sameinaði þessi tvö áhugamál og ákváðu að stofna tískuverslunina Opening Ceremony. Skömmu eftir opnun verslunarinnar hófu þau að hanna samnefnt fatamerki sem sló fljótlega í gegn. Og ævintýri tvíeykisins heldur áfram með Kenzo. Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískuhúsið Kenzo hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að Carol Lim og Humberto Leon, eigendur Opening Ceremony, tóku við sem yfirhönnuðir þess. Parið endurvakti meðal annars Kenzo-tígurinn, peysur er skörtuðu kattardýrinu og urðu ein vinsælasta tískuflík ársins 2012. Kenzo var stofnað af japanska hönnuðinum Kenzo Takada á áttunda áratug síðustu aldar. Hönnun Takada þótti djörf og litrík og vakti strax mikla athygli. Árið 1976 opnaði hann glæsilega verslun við Place des Victoires í París. Árið 1983 frumsýndi Takada fyrstu herralínu sína og áratug síðar tók stórveldið LVMH við rekstri hússins. Takada hætti störfum árið 1999 og nokkru síðar tóku vinsældir tískuhússins að dvína. Lim og Leon eru hvorug menntuð sem fatahönnuðir en deila áhuga á ferðalögum og innkaupum. Þau tóku snemma þá ákvörðun að finna sér starf sem sameinaði þessi tvö áhugamál og ákváðu að stofna tískuverslunina Opening Ceremony. Skömmu eftir opnun verslunarinnar hófu þau að hanna samnefnt fatamerki sem sló fljótlega í gegn. Og ævintýri tvíeykisins heldur áfram með Kenzo.
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira