Maðurinn sem skapaði myndina af Íslandi Kjartan Guðmundsson skrifar 5. júní 2013 14:00 Frumkvöðullinn Sigfús Eymundsson, fljótlega eftir að hann hóf störf. „Þeir sem einhvern menningarsögulegan áhuga hafa ættu að geta horft á þessa sýningu út frá ansi mörgum sjónarhornum,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands. Inga Lára er höfundur yfirlitssýningar á ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar, sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu á laugardag, og nýrrar bókar um þennan fjölhæfa athafnamann sem kemur út sama dag. Á sýningunni, sem er liður í 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins, verða verkum þessa frumkvöðuls í ljósmyndun á Íslandi gerð skil og gefur meðal annars að líta upprunalegar myndir eftir Sigfús sem aldrei hafa áður komið fyrir sjónir almennings. Inga Lára segir þetta í raun fyrstu yfirlitssýninguna á ljósmyndum Sigfúsar. „Árið 1976 var gefin út bók eftir Þór Magnússon með úrvali mynda af ljósmyndastofu Sigfúsar, sem var mjög vinsæl. Á þessum tíma var að hefjast vakning á því að gamlar ljósmyndir hefðu menningarsögulegt gildi og síðan hafa myndir Sigfúsar gengið aftur og aftur í bókum um sögu Reykjavíkur og húsasögu borgarinnar, því hann var lykilmaður í ljósmyndun á 19. öld.“ Í bókinni er meðal annars farið yfir ævi Sigfúsar og hans stóra þátt í því að skapa myndina af Íslandi, eins og Inga Lára orðar það, enda var hann í raun fyrsti ljósmyndari landsins til að gera sig gildandi og gera ljósmyndun að alvöru atvinnuvegi. „Sigfús hafði alltaf mörg járn í eldinum, enda fjölhæfur maður og duglegur. Hann byrjaði að taka myndir árið 1866 og rak ljósmyndastofu í Reykjavík til 1909 og lést tveimur árum síðar. Bókabúðina hóf hann að reka 1872 og seldi hana sama ár og hann lést. Þá stóð hann líka í prentsmiðjurekstri og bókaútgáfu, auk þess sem hann var umboðsmaður fyrir Allan-skipafélagið sem flutti Íslendinga vestur um haf. Það eru ákveðin forréttindi að fá að vinna að svona sýningu og skemmtilegt að fá tækifæri til að sinna rannsóknarstarfi sem þessu,“ segir Inga Lára. Menning Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Þeir sem einhvern menningarsögulegan áhuga hafa ættu að geta horft á þessa sýningu út frá ansi mörgum sjónarhornum,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands. Inga Lára er höfundur yfirlitssýningar á ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar, sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu á laugardag, og nýrrar bókar um þennan fjölhæfa athafnamann sem kemur út sama dag. Á sýningunni, sem er liður í 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins, verða verkum þessa frumkvöðuls í ljósmyndun á Íslandi gerð skil og gefur meðal annars að líta upprunalegar myndir eftir Sigfús sem aldrei hafa áður komið fyrir sjónir almennings. Inga Lára segir þetta í raun fyrstu yfirlitssýninguna á ljósmyndum Sigfúsar. „Árið 1976 var gefin út bók eftir Þór Magnússon með úrvali mynda af ljósmyndastofu Sigfúsar, sem var mjög vinsæl. Á þessum tíma var að hefjast vakning á því að gamlar ljósmyndir hefðu menningarsögulegt gildi og síðan hafa myndir Sigfúsar gengið aftur og aftur í bókum um sögu Reykjavíkur og húsasögu borgarinnar, því hann var lykilmaður í ljósmyndun á 19. öld.“ Í bókinni er meðal annars farið yfir ævi Sigfúsar og hans stóra þátt í því að skapa myndina af Íslandi, eins og Inga Lára orðar það, enda var hann í raun fyrsti ljósmyndari landsins til að gera sig gildandi og gera ljósmyndun að alvöru atvinnuvegi. „Sigfús hafði alltaf mörg járn í eldinum, enda fjölhæfur maður og duglegur. Hann byrjaði að taka myndir árið 1866 og rak ljósmyndastofu í Reykjavík til 1909 og lést tveimur árum síðar. Bókabúðina hóf hann að reka 1872 og seldi hana sama ár og hann lést. Þá stóð hann líka í prentsmiðjurekstri og bókaútgáfu, auk þess sem hann var umboðsmaður fyrir Allan-skipafélagið sem flutti Íslendinga vestur um haf. Það eru ákveðin forréttindi að fá að vinna að svona sýningu og skemmtilegt að fá tækifæri til að sinna rannsóknarstarfi sem þessu,“ segir Inga Lára.
Menning Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira