Topparnir saman í ráshóp á US Open Þorgils Jónsson skrifar 13. júní 2013 07:00 Tiger og Rory verða í ráshóp með Adam Scott fyrstu tvo hringina á US Open sem hefst í dag. Nordicphotos/AFP Þrír efstu menn heimslistans, þeir Tiger Woods, Rory McIlroy og Adam Scott, verða saman í ráshóp á fyrstu tveimur hringjunum á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í dag. Mótið er haldið á hinum fornfræga Merion-velli í Pennsylvaníu. Fyrir fram beinast flestra augu að sjálfsögðu að Tiger Woods, sem hefur ekki unnið risamót í rétt fimm ár, eftir magnaðan sigur á US Open á Torrey Pines. Hann hafði þá verið nær alráður í tæpan áratug þar sem hann sigraði á þrettán af 27 risamótum, frá PGA-meistaramótinu 1999. Þar áður hafði hann sigrað á Masters árið 1997. Tiger er því enn að elta met Jacks Nicklaus yfir flesta sigra á risamótum, með fjórtán á móti átján sigrum Nicklaus. McIlroy og Scott eru líka með risatitla á sínum ferilsskrám. Scott varð hlutskarpastur á Masters nú í vor og Rory sigraði á US Open árið 2011 og PGA-meistaramótinu í fyrra. Þó er hætt við því að veðrið verði senuþjófurinn því að miklar rigningar hafa verið á vellinum og við hann síðustu daga. Í dag er svo spáð gríðarlegu úrhelli sem gæti sett allt úr skorðum. Völlurinn ætti þó almennt séð að henta best þeim kylfingum sem eru nákvæmastir í aðgerðum sínum. Völlurinn er stuttur en karginn er varasamur og flatirnar illviðráðanlegar. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þrír efstu menn heimslistans, þeir Tiger Woods, Rory McIlroy og Adam Scott, verða saman í ráshóp á fyrstu tveimur hringjunum á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í dag. Mótið er haldið á hinum fornfræga Merion-velli í Pennsylvaníu. Fyrir fram beinast flestra augu að sjálfsögðu að Tiger Woods, sem hefur ekki unnið risamót í rétt fimm ár, eftir magnaðan sigur á US Open á Torrey Pines. Hann hafði þá verið nær alráður í tæpan áratug þar sem hann sigraði á þrettán af 27 risamótum, frá PGA-meistaramótinu 1999. Þar áður hafði hann sigrað á Masters árið 1997. Tiger er því enn að elta met Jacks Nicklaus yfir flesta sigra á risamótum, með fjórtán á móti átján sigrum Nicklaus. McIlroy og Scott eru líka með risatitla á sínum ferilsskrám. Scott varð hlutskarpastur á Masters nú í vor og Rory sigraði á US Open árið 2011 og PGA-meistaramótinu í fyrra. Þó er hætt við því að veðrið verði senuþjófurinn því að miklar rigningar hafa verið á vellinum og við hann síðustu daga. Í dag er svo spáð gríðarlegu úrhelli sem gæti sett allt úr skorðum. Völlurinn ætti þó almennt séð að henta best þeim kylfingum sem eru nákvæmastir í aðgerðum sínum. Völlurinn er stuttur en karginn er varasamur og flatirnar illviðráðanlegar.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira