Viðskipti erlent

Góður gangur hjá Iceland Foods

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Macolm Walker í einni verslana Iceland Food. Þar var 400 nýjum frosnum vörum bætt í vörulínuna á nýliðnu rekstrarári.
Macolm Walker í einni verslana Iceland Food. Þar var 400 nýjum frosnum vörum bætt í vörulínuna á nýliðnu rekstrarári.
Sala Iceland Foods jókst um eitt prósent, eða sem nemur 2,64 milljörðum punda á rekstrarárinu sem lauk í marslok. Upphæðin nemur um 498 milljörðum króna.



Í umfjöllun European Supermarket Magazine (ESM) kemur fram að leiðréttur hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) hafi aukist um 0,6 prósent í 226,3 milljónir punda, eða tæpa 42,7 milljarða króna.



Iceland Food samstæðan opnaði 36 nýjar Iceland verslanir á tímabilinu og lokaði þremur. Í árslok voru því reknar 790 verslanir undir merkjum Iceland Foods. „Á því sem eftir lifir árinu 2013 er áætlað að 40 nýjar Iceland verslanir verði opnaðar til viðbótar, auk þess sem úrval í netverslun verði aukið,“ segir í umfjöllun esmmagazine.com.

„Við ætlum að gefa viðskiptavinum okkar kost á að kaupa inn á netinu og byggjum þar á góðum árangri í tilraunum með þjónustuna í völdum verslunum sem hófust í síðasta mánuði,“ er haft eftir Malcolm Walker, eiganda og forstjóra fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×