Stefán Blóð-Máni Bergsteinn Sigurðsson skrifar 21. júní 2013 10:00 Eiríkur Brynjólfsson afhendir Stefáni Mána Blóðdropann. Á milli þeirra er Rósa Björk Gunnarsdóttir formaður dómnefndar. Fréttablaðið/Anton „Það er alltaf gaman að fá þessi verðlaun; að fá klapp á bakið og viðurkenningu á að það sem maður er að gera sé metið,“ segir Stefán Máni rithöfundur, sem tók í gær við Blóðdropanum, glæpasagnaverðlaunum Hins íslenska glæpafélags. Verðlaunin voru veitt við athöfn í Borgarbókasafninu. Bókin sem hlýtur Blóðdropann verður jafnframt framlag Íslands til Glerlykilsins. Þetta er í annað sinn sem Stefán Máni hlýtur Blóðdropann en hann fékk hann einnig fyrir Skipið árið 2007. Þessi velgengni Stefáns Mána er athyglisverð í ljósi þess að bækur Stefáns Mána eru ekki hefðbundnar glæpasögur. „Ég er óhefðbundinn höfundur og skrifa ekki þessar dæmigerðu morðgátur. Fyrir vikið er það eiginlega þeim mun skemmtilegra að fá svona viðurkenningu; að finna að maður er metinn að verðleikum þótt maður skrifi ekki einhverja formúlu.“ Stefán Máni segir verðlaunin líka hafa markaðslegt gildi. „Upp að vissu marki að minnsta kosti. Þetta er rós í hnappagatið og það getur skipt máli að státa af slíku gagnvart erlendum útgefendum.“ Dómnefnd skipuðu þær Auður Aðalsteinsdóttir, Inga Magnea Skúladóttir og Rósa Björk Gunnarsdóttir sem var formaður nefndarinnar. Hér að neðan má lesa umsögn þeirra um bókina. Umsögn dómnefndar "Húsið er vel fléttuð, hröð, spennandi og óhugguleg glæpasaga þar sem hið illa er viðfangsefnið. Verkið er blanda af hrollvekju-, glæpa- og spennusögu og í því má finna draugagang, miðla og skyggnigáfu, í bland við mennska illsku og reynt er að varpa ljósi á rætur hennar. Í verkinu segir á einum stað: „Hið illa getur tekið sér bólfestu í hjarta mannsins… En hið illa er ekki maður.“ Barátta á milli góðs og ills er algengt umfjöllunarefni í bókmenntum og er einmitt það fóður sem knýr söguna áfram í þessari bók. Fulltrúi hins góða er lögreglumaðurinn Hörður Grímsson og hins vegar er það hinn illi og siðblindi Theódór sem á sér þann draum heitastan að komast í lögregluna. Á yfirborðinu er þessu mótífi á vissan hátt snúið við í aðalpersónunum, illmennið er „venjulegur“, vel klæddur fjölskyldufaðir, á meðan sá góði er breyskur, sóðalegur og drykkfelldur. Yfirbragð verksins er mjög myndrænt, allt að því teiknimyndasögulegt á köflum, og langt frá því að vera naumhyggjulegt og lágstemmt, rókokkóstíll væri nær lagi. Þetta kemur fram í útliti Harðar, skyggna lögreglumannsins með grænglóandi augun, breiðar herðar, tveir metrar á hæð og íklæddur skósíðum leðurfrakka. Illmennið, Theódór, er ein sú skuggalegasta persóna sem birst hefur í íslenskum glæpasögum. Hann er siðblindur kúgari og hrotti en þó alls ekki einföld persóna, ekki hið dæmigerða illmenni. Að skandinavískum glæpasið er ýmsum meinum samfélagsins velt upp, hér eru það heimilisofbeldi, alkóhólismi, spilafíkn og hégómleiki sem eru skoðuð. Stefán Máni er hér í essinu sínu og sá sem opnar Húsið læsist inni þar til sögunni lýkur." Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Það er alltaf gaman að fá þessi verðlaun; að fá klapp á bakið og viðurkenningu á að það sem maður er að gera sé metið,“ segir Stefán Máni rithöfundur, sem tók í gær við Blóðdropanum, glæpasagnaverðlaunum Hins íslenska glæpafélags. Verðlaunin voru veitt við athöfn í Borgarbókasafninu. Bókin sem hlýtur Blóðdropann verður jafnframt framlag Íslands til Glerlykilsins. Þetta er í annað sinn sem Stefán Máni hlýtur Blóðdropann en hann fékk hann einnig fyrir Skipið árið 2007. Þessi velgengni Stefáns Mána er athyglisverð í ljósi þess að bækur Stefáns Mána eru ekki hefðbundnar glæpasögur. „Ég er óhefðbundinn höfundur og skrifa ekki þessar dæmigerðu morðgátur. Fyrir vikið er það eiginlega þeim mun skemmtilegra að fá svona viðurkenningu; að finna að maður er metinn að verðleikum þótt maður skrifi ekki einhverja formúlu.“ Stefán Máni segir verðlaunin líka hafa markaðslegt gildi. „Upp að vissu marki að minnsta kosti. Þetta er rós í hnappagatið og það getur skipt máli að státa af slíku gagnvart erlendum útgefendum.“ Dómnefnd skipuðu þær Auður Aðalsteinsdóttir, Inga Magnea Skúladóttir og Rósa Björk Gunnarsdóttir sem var formaður nefndarinnar. Hér að neðan má lesa umsögn þeirra um bókina. Umsögn dómnefndar "Húsið er vel fléttuð, hröð, spennandi og óhugguleg glæpasaga þar sem hið illa er viðfangsefnið. Verkið er blanda af hrollvekju-, glæpa- og spennusögu og í því má finna draugagang, miðla og skyggnigáfu, í bland við mennska illsku og reynt er að varpa ljósi á rætur hennar. Í verkinu segir á einum stað: „Hið illa getur tekið sér bólfestu í hjarta mannsins… En hið illa er ekki maður.“ Barátta á milli góðs og ills er algengt umfjöllunarefni í bókmenntum og er einmitt það fóður sem knýr söguna áfram í þessari bók. Fulltrúi hins góða er lögreglumaðurinn Hörður Grímsson og hins vegar er það hinn illi og siðblindi Theódór sem á sér þann draum heitastan að komast í lögregluna. Á yfirborðinu er þessu mótífi á vissan hátt snúið við í aðalpersónunum, illmennið er „venjulegur“, vel klæddur fjölskyldufaðir, á meðan sá góði er breyskur, sóðalegur og drykkfelldur. Yfirbragð verksins er mjög myndrænt, allt að því teiknimyndasögulegt á köflum, og langt frá því að vera naumhyggjulegt og lágstemmt, rókokkóstíll væri nær lagi. Þetta kemur fram í útliti Harðar, skyggna lögreglumannsins með grænglóandi augun, breiðar herðar, tveir metrar á hæð og íklæddur skósíðum leðurfrakka. Illmennið, Theódór, er ein sú skuggalegasta persóna sem birst hefur í íslenskum glæpasögum. Hann er siðblindur kúgari og hrotti en þó alls ekki einföld persóna, ekki hið dæmigerða illmenni. Að skandinavískum glæpasið er ýmsum meinum samfélagsins velt upp, hér eru það heimilisofbeldi, alkóhólismi, spilafíkn og hégómleiki sem eru skoðuð. Stefán Máni er hér í essinu sínu og sá sem opnar Húsið læsist inni þar til sögunni lýkur."
Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira