Sumarið er tími tossanna Mikael Torfason skrifar 27. júní 2013 06:00 Í vor höfum við fengið að skyggnast inn í veröld íslenskra tossa undir leiðsögn Lóu Pind Aldísardóttur á Stöð 2. Frábærir þættir sem sýna okkur að skólakerfið er langt frá því að vera allra. Mjög langt frá því. Lóa lagði af stað í þetta ferðalag sitt vegna reynslu sinnar og sonar hennar af skólakerfinu. Hann er tossi. Droppát. Fallisti. Brottfall eins og Jón Gnarr borgarstjóri og svo margt ágætt fólk. Í Fréttablaðinu í gær slógum við því upp á forsíðu að Íslendingar útskrifuðust elstir allra í OECD-ríkjunum úr háskóla. Hvað veldur? Jú, við föllum og dettum úr framhaldsskólum af miklu meiri ákefð en þær þjóðir sem við viljum helst miða okkur við. Þrír krakkar af hverjum tíu sem fara í framhaldsnám ljúka ekki námi. Það er því ekki að undra að við séum komin yfir þrítugt þegar við útskrifumst loksins úr grunnámi á háskólastigi, en það er fjórum árum síðar en aðrar þjóðir innan OECD. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kynnt var í fyrradag. Þar segir einnig að við séum eina þjóðin sem eyði meiru í grunnskóla en háskóla. Hlutfallslega eyðum við miklu í menntun á Íslandi. Aðeins Danir eyða meiru en við sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Við erum bara ekki að eyða þeim peningum nógu viturlega. Brottfall úr framhaldsskólum verður að minnka og það krefst þjóðarátaks. Við getum ekki skilið um fimmtán hundruð ungmenni eftir í lausu lofti á ári hverju. Allir foreldrar krakka á framhaldsskólaaldri geta rétt ímyndað sér hvernig það er að vera með stálpað ungmenni ráðalaust á heimilinu. Við stöndum okkur ekki nógu vel í breyttu umhverfi. Hér á árum áður skipti brottfallið litlu máli. Það var eftirspurn eftir ungmennum sem voru til í vinnu og uppgrip. Krakkar sem duttu úr skóla voru hreinlega sóttir í unglingaherbergið og komið fyrir um borð í bát eða í frystihúsi svo dæmi sé nefnt. Íslenskt samfélag var allt öðruvísi upp byggt og þessir krakkar höfðu oft unnið frá unga aldri. Nú hins vegar er samfélagið allt annað og lítil sem engin eftirspurn eftir of ungu fólki til vinnu. Unga fólksins bíða atvinnuleysisbætur og vonleysi. Atvinnurekendur kalla ekki eftir týndum tossum í unglingaherbergjum. Eitt af hverjum tíu ungmennum er á atvinnuleysisbótum. Það eitt og sér er skelfilegt og hefur slæm áhrif á sjálfsmynd þessa unga fólks. Þættir Lóu Pind hafa sýnt okkur að það er margt bogið við menntakerfið okkar. Við kunnum ekki að mæta þörfum tossanna. Tossarnir blómstra miklu frekar á sumrin þegar þeir losna úr þrúgandi andrúmslofti skólastofanna og koma út í sumarið. Um öll þessi atriði erum við sammála. Við vitum þetta allt og höfum vitað lengi. Við þekkjum góðar hugmyndir að hinum ýmsu lausnum, eins og til dæmis að stytta grunn- og framhaldsskóla. Það er bara spurning um að fara að framkvæma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Í vor höfum við fengið að skyggnast inn í veröld íslenskra tossa undir leiðsögn Lóu Pind Aldísardóttur á Stöð 2. Frábærir þættir sem sýna okkur að skólakerfið er langt frá því að vera allra. Mjög langt frá því. Lóa lagði af stað í þetta ferðalag sitt vegna reynslu sinnar og sonar hennar af skólakerfinu. Hann er tossi. Droppát. Fallisti. Brottfall eins og Jón Gnarr borgarstjóri og svo margt ágætt fólk. Í Fréttablaðinu í gær slógum við því upp á forsíðu að Íslendingar útskrifuðust elstir allra í OECD-ríkjunum úr háskóla. Hvað veldur? Jú, við föllum og dettum úr framhaldsskólum af miklu meiri ákefð en þær þjóðir sem við viljum helst miða okkur við. Þrír krakkar af hverjum tíu sem fara í framhaldsnám ljúka ekki námi. Það er því ekki að undra að við séum komin yfir þrítugt þegar við útskrifumst loksins úr grunnámi á háskólastigi, en það er fjórum árum síðar en aðrar þjóðir innan OECD. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kynnt var í fyrradag. Þar segir einnig að við séum eina þjóðin sem eyði meiru í grunnskóla en háskóla. Hlutfallslega eyðum við miklu í menntun á Íslandi. Aðeins Danir eyða meiru en við sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Við erum bara ekki að eyða þeim peningum nógu viturlega. Brottfall úr framhaldsskólum verður að minnka og það krefst þjóðarátaks. Við getum ekki skilið um fimmtán hundruð ungmenni eftir í lausu lofti á ári hverju. Allir foreldrar krakka á framhaldsskólaaldri geta rétt ímyndað sér hvernig það er að vera með stálpað ungmenni ráðalaust á heimilinu. Við stöndum okkur ekki nógu vel í breyttu umhverfi. Hér á árum áður skipti brottfallið litlu máli. Það var eftirspurn eftir ungmennum sem voru til í vinnu og uppgrip. Krakkar sem duttu úr skóla voru hreinlega sóttir í unglingaherbergið og komið fyrir um borð í bát eða í frystihúsi svo dæmi sé nefnt. Íslenskt samfélag var allt öðruvísi upp byggt og þessir krakkar höfðu oft unnið frá unga aldri. Nú hins vegar er samfélagið allt annað og lítil sem engin eftirspurn eftir of ungu fólki til vinnu. Unga fólksins bíða atvinnuleysisbætur og vonleysi. Atvinnurekendur kalla ekki eftir týndum tossum í unglingaherbergjum. Eitt af hverjum tíu ungmennum er á atvinnuleysisbótum. Það eitt og sér er skelfilegt og hefur slæm áhrif á sjálfsmynd þessa unga fólks. Þættir Lóu Pind hafa sýnt okkur að það er margt bogið við menntakerfið okkar. Við kunnum ekki að mæta þörfum tossanna. Tossarnir blómstra miklu frekar á sumrin þegar þeir losna úr þrúgandi andrúmslofti skólastofanna og koma út í sumarið. Um öll þessi atriði erum við sammála. Við vitum þetta allt og höfum vitað lengi. Við þekkjum góðar hugmyndir að hinum ýmsu lausnum, eins og til dæmis að stytta grunn- og framhaldsskóla. Það er bara spurning um að fara að framkvæma.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun