Litli Hamlet fer líka á svið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. júlí 2013 09:59 Bergur Þór Ingólfsson mun endurskrifa texta Shakespeares og færa hann yfir á nútímamál. Þetta verður barnasýning um dauðann, hugsuð fyrir fólk frá tíu til hundrað ára aldurs,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem mun gera leikgerð og leikstýra barnauppfærslunni. „Það eiga allir að geta komið og fengið söguna vöflulaust og án hins bundna máls sem þvælist fyrir mörgum.“ Það verður sem sagt saminn nýr texti? „Já, textinn verður uppfærður eða millifærður eða hvað við eigum að kalla það, verður sem sagt á nútímamáli og sögutíminn er nútíminn.“ Söguþræðinum er fylgt nokkuð nákvæmlega; drengurinn Hamlet missir föður sinn sviplega í upphafi leiks, mamma hans giftist föðurbróður hans stuttu seinna og í þokkabót kemst hann að því að bestu vinir hans hafa verið fengnir til að njósna um hann. Hlutverk Hamlets verður í höndum Sigurðar Þórs Óskarssonar en Ófelíu leikur Kristín Þóra Haraldsdóttir. Aðrir leikarar hafa ekki verið ákveðnir að sögn Bergs. „Kannski munu þau bara líka leika móður Hamlets og stjúpföður, eða kannski verður mamma hans stóll og stjúpinn borð. Það er allt hægt í leikhúsinu og það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í æfingaferlinu hvaða leið við förum.“ Er þessi saga ekkert of skuggaleg fyrir svona unga áhorfendur? „Nei, nei, þetta er skemmtilegur harmleikur sem byrjar á því að pabbinn deyr og síðan allar hinar persónurnar,“ segir Bergur. „Þessi börn, Hamlet og Ófelía, þurfa að takast á við dauðann, konungdæmið, vináttuna og allan pakkann. Treystum við ekki börnum fyrir öllu þessu? Ég er fjögurra dætra faðir og ég þykist vita nokkuð vel hvað má bjóða börnum og hvað þau eru að hugsa.“ Bergur segir fyrirhugaðan frumsýningartíma vera í mars eða apríl á næsta ári þannig að Hamletsýningarnar tvær munu væntanlega ekki verða í gangi samtímis. Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Þetta verður barnasýning um dauðann, hugsuð fyrir fólk frá tíu til hundrað ára aldurs,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem mun gera leikgerð og leikstýra barnauppfærslunni. „Það eiga allir að geta komið og fengið söguna vöflulaust og án hins bundna máls sem þvælist fyrir mörgum.“ Það verður sem sagt saminn nýr texti? „Já, textinn verður uppfærður eða millifærður eða hvað við eigum að kalla það, verður sem sagt á nútímamáli og sögutíminn er nútíminn.“ Söguþræðinum er fylgt nokkuð nákvæmlega; drengurinn Hamlet missir föður sinn sviplega í upphafi leiks, mamma hans giftist föðurbróður hans stuttu seinna og í þokkabót kemst hann að því að bestu vinir hans hafa verið fengnir til að njósna um hann. Hlutverk Hamlets verður í höndum Sigurðar Þórs Óskarssonar en Ófelíu leikur Kristín Þóra Haraldsdóttir. Aðrir leikarar hafa ekki verið ákveðnir að sögn Bergs. „Kannski munu þau bara líka leika móður Hamlets og stjúpföður, eða kannski verður mamma hans stóll og stjúpinn borð. Það er allt hægt í leikhúsinu og það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í æfingaferlinu hvaða leið við förum.“ Er þessi saga ekkert of skuggaleg fyrir svona unga áhorfendur? „Nei, nei, þetta er skemmtilegur harmleikur sem byrjar á því að pabbinn deyr og síðan allar hinar persónurnar,“ segir Bergur. „Þessi börn, Hamlet og Ófelía, þurfa að takast á við dauðann, konungdæmið, vináttuna og allan pakkann. Treystum við ekki börnum fyrir öllu þessu? Ég er fjögurra dætra faðir og ég þykist vita nokkuð vel hvað má bjóða börnum og hvað þau eru að hugsa.“ Bergur segir fyrirhugaðan frumsýningartíma vera í mars eða apríl á næsta ári þannig að Hamletsýningarnar tvær munu væntanlega ekki verða í gangi samtímis.
Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira