Bjó til ímyndaðan heim utan um sögu bókstafanna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. júlí 2013 12:00 Sigríður rún Kristinsdóttir sýnir í Sparki. Líffærafræði leturs nefnist sýning á verkum Sigríðar Rúnar Kristinsdóttur sem opnuð verður í Sparki klukkan 16 í dag. Kveikja verkanna var útskriftarverkefni Sigríðar Rúnar í grafískri hönnun frá LHÍ árið 2012. Þá tók hún fyrir sjö handskrifaða bókstafi og gaf þeim innri líffæri ásamt hegðunarmynstri og sögu. „Þetta byrjaði í skólanum þegar ég fór á námskeið hjá ungverskum hönnuði sem sýndi mér nýja hlið á týpógrafíu, sem ég hafði átt erfitt með að fá áhuga á,“ segir Sigríður Rún um upphaf ferlisins sem leiddi til verkanna. „Upp úr því fór ég að stúdera bókstafi sem einstaklinga frekar en heild. Það leiddi svo til þess að ég fór út í þetta sem lokaverkefni.“ Sigríður Rún skrifaði tvær greinar um athuganir sínar í Mænuna, blað nema í grafískri hönnun, og við undirbúninginn lagði hún leið sína á Árnastofnun þar sem handritafræðingurinn Guðvarður Már Gunnlaugsson smitaði hana af áhuga sínum á leturgerð. Þar með varð ekki aftur snúið og lokaverkefnið hafið. „Það kom reyndar aldrei neinn tímapunktur þar sem ég ákvað að gera þetta, þetta bara þróaðist svona,“ segir Sigríður Rún.Hvernig vinnurðu svo verkin? Eru þetta teikningar eða þrívíð verk? „Bæði. Ég stúderaði gamlar teikningar af risaeðlum og öðrum dýrum þar sem menn vissu auðvitað ekkert hvernig dýrin höfðu litið út. Risaeðlur líta til dæmis mjög skringilega út á gömlum teikningum. Ég gekk út frá því að stafirnir væru dýr sem enginn hefði séð og bjó til ímyndaðan heim utan um sögu þeirra. Beinagrindur þeirra gerði ég úr fuglabeinum og bæði þær og teikningarnar eru á sýningunni í Sparki.“Svona lítur bókstafurinn e út í útfærslu Sigríðar Rúnar.Útskriftarverkefnið var bókin Líffærafræði leturs sem síðan hefur gert garðinn frægan, hlaut til dæmis hin virtu nemendaverðlaun frá Art Directors Club of Europe nú í júní. „Bókin verður líka á sýningunni og þrívíðu verkin sem eru þar eru unnin upp úr henni. Ég bjó mér til reglur sem ég síðan fylgdi í þessu verkefni og notaði bókina sem nokkurs konar uppskriftabók. Þetta er fjörutíu og einn stafur, allt íslenska stafrófið og fimm aukastafir sem eru fornir stafir sem ég gerði fyrir útskriftarsýninguna.“Hefur þessi vinna ekki haft áhrif á samband þitt við tungumálið? „Jú, eiginlega. Mér finnst meira gaman að skoða tungumálið, hef reyndar alltaf haft áhuga á íslensku, en er samt gagnrýnin á hana og þessi vinna hefur skerpt á því. Ég á líka miklu auðveldara með að lesa gamla texta eftir að ég fór að skoða þetta og það er mjög skemmtilegt.“ Menning Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
Líffærafræði leturs nefnist sýning á verkum Sigríðar Rúnar Kristinsdóttur sem opnuð verður í Sparki klukkan 16 í dag. Kveikja verkanna var útskriftarverkefni Sigríðar Rúnar í grafískri hönnun frá LHÍ árið 2012. Þá tók hún fyrir sjö handskrifaða bókstafi og gaf þeim innri líffæri ásamt hegðunarmynstri og sögu. „Þetta byrjaði í skólanum þegar ég fór á námskeið hjá ungverskum hönnuði sem sýndi mér nýja hlið á týpógrafíu, sem ég hafði átt erfitt með að fá áhuga á,“ segir Sigríður Rún um upphaf ferlisins sem leiddi til verkanna. „Upp úr því fór ég að stúdera bókstafi sem einstaklinga frekar en heild. Það leiddi svo til þess að ég fór út í þetta sem lokaverkefni.“ Sigríður Rún skrifaði tvær greinar um athuganir sínar í Mænuna, blað nema í grafískri hönnun, og við undirbúninginn lagði hún leið sína á Árnastofnun þar sem handritafræðingurinn Guðvarður Már Gunnlaugsson smitaði hana af áhuga sínum á leturgerð. Þar með varð ekki aftur snúið og lokaverkefnið hafið. „Það kom reyndar aldrei neinn tímapunktur þar sem ég ákvað að gera þetta, þetta bara þróaðist svona,“ segir Sigríður Rún.Hvernig vinnurðu svo verkin? Eru þetta teikningar eða þrívíð verk? „Bæði. Ég stúderaði gamlar teikningar af risaeðlum og öðrum dýrum þar sem menn vissu auðvitað ekkert hvernig dýrin höfðu litið út. Risaeðlur líta til dæmis mjög skringilega út á gömlum teikningum. Ég gekk út frá því að stafirnir væru dýr sem enginn hefði séð og bjó til ímyndaðan heim utan um sögu þeirra. Beinagrindur þeirra gerði ég úr fuglabeinum og bæði þær og teikningarnar eru á sýningunni í Sparki.“Svona lítur bókstafurinn e út í útfærslu Sigríðar Rúnar.Útskriftarverkefnið var bókin Líffærafræði leturs sem síðan hefur gert garðinn frægan, hlaut til dæmis hin virtu nemendaverðlaun frá Art Directors Club of Europe nú í júní. „Bókin verður líka á sýningunni og þrívíðu verkin sem eru þar eru unnin upp úr henni. Ég bjó mér til reglur sem ég síðan fylgdi í þessu verkefni og notaði bókina sem nokkurs konar uppskriftabók. Þetta er fjörutíu og einn stafur, allt íslenska stafrófið og fimm aukastafir sem eru fornir stafir sem ég gerði fyrir útskriftarsýninguna.“Hefur þessi vinna ekki haft áhrif á samband þitt við tungumálið? „Jú, eiginlega. Mér finnst meira gaman að skoða tungumálið, hef reyndar alltaf haft áhuga á íslensku, en er samt gagnrýnin á hana og þessi vinna hefur skerpt á því. Ég á líka miklu auðveldara með að lesa gamla texta eftir að ég fór að skoða þetta og það er mjög skemmtilegt.“
Menning Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira