Alexaner Skarsgård leikur sjarmerandi anarkista 4. júlí 2013 14:00 Leikkonan Brit Marling og Íslandsvinurinn Alexander Skarsgård leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni The East, sem er nýjasta afurð leikstjórans og handritshöfundarins Zals Batmanglij og leikkonunnar og handritshöfundarins Brit Marling. Einnig fer leikkonan Ellen Page með hlutverk í myndinni. Myndin fjallar um hvað gerist þegar sérsveitarfulltrúi laumar sér í raðir herskárra anarkista sem skipuleggja hermdarverk á stórfyrirtæki sem hafa gerst sek um glæpsamlegt athæfi. Brit Marling leikur Söru Moss, fyrrverandi FBI-fulltrúa, sem starfar hjá fyrirtæki sem starfrækir leynilega öryggissveit. Hún fer undir fölsku flaggi í félagsskap herskárra anarkista sem kalla sig The East og nær að sannfæra meðlimi um heilindi sín gagnvart málstaðnum. Hún tekur þátt í næsta verkefni hópsins en fellur fyrir leiðtoga hópsins, hinum sjarmerandi Benji, sem leikinn er af Alexander Skarsgård. Smám saman sannfærist hún um málstað anarkistanna og fer að sjá lífið í öðru ljósi. Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikkonan Brit Marling og Íslandsvinurinn Alexander Skarsgård leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni The East, sem er nýjasta afurð leikstjórans og handritshöfundarins Zals Batmanglij og leikkonunnar og handritshöfundarins Brit Marling. Einnig fer leikkonan Ellen Page með hlutverk í myndinni. Myndin fjallar um hvað gerist þegar sérsveitarfulltrúi laumar sér í raðir herskárra anarkista sem skipuleggja hermdarverk á stórfyrirtæki sem hafa gerst sek um glæpsamlegt athæfi. Brit Marling leikur Söru Moss, fyrrverandi FBI-fulltrúa, sem starfar hjá fyrirtæki sem starfrækir leynilega öryggissveit. Hún fer undir fölsku flaggi í félagsskap herskárra anarkista sem kalla sig The East og nær að sannfæra meðlimi um heilindi sín gagnvart málstaðnum. Hún tekur þátt í næsta verkefni hópsins en fellur fyrir leiðtoga hópsins, hinum sjarmerandi Benji, sem leikinn er af Alexander Skarsgård. Smám saman sannfærist hún um málstað anarkistanna og fer að sjá lífið í öðru ljósi.
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira