Hundaæði herjar á mannkynið 11. júlí 2013 10:00 Tvær kvikmyndir voru frumsýndar í íslenskum bíóhúsum í gær, myndirnar World War Z og The Heat. Stórleikarinn Brad Pitt er í aðalhlutverki í myndinni World War Z, en þar leikur Pitt blaðamanninn Gerry Lane, fyrrverandi rannsóknarfulltrúa hjá Sameinuðu Þjóðunum, sem þarf að taka á honum stóra sínum til að stöðva her uppvakninga sem herja á mannkynið. Í ljós kemur að hundaæði hefur brotist út sem veldur því að allir sem verða bitnir af uppvakningunum breytast í uppvakninga 12 sekúndum síðar. Af stað fer mikið kapphlaup við tímann þar sem Gerry reynir hvað hann getur til að stöðva útbreiðsluna. Auk Brads Pitt fara þau Mireille Enos, James Badge Dale og Matthew Fox með stór hlutverk. Marc Forster leikstýrir myndinni en Forster á fleiri stórmyndir að baki. Hann leikstýrði meðal annars stórmyndunum Monster‘s Ball, Finding Neverland, The Kite Runner og Bond-myndinni Quantum of Solace. World War Z er byggð á samnefndri skáldsögu Max Brooks, en Brooks hefur einnig skrifað fjölmörg handrit fyrir Saturday Night Live. World War Z er bæði sýnd í 2D og 3D. Gamanmyndin The Heat var einnig frumsýnd í gær. Það eru leikkonurnar Sandra Bullock og Melissa McCarthy sem fara með aðahlutverkin en þær leika lögreglukonurnar Sarah og Shannon sem eiga gjörsamlega ekkert sameiginlegt.Kristjana Arnardóttir Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tvær kvikmyndir voru frumsýndar í íslenskum bíóhúsum í gær, myndirnar World War Z og The Heat. Stórleikarinn Brad Pitt er í aðalhlutverki í myndinni World War Z, en þar leikur Pitt blaðamanninn Gerry Lane, fyrrverandi rannsóknarfulltrúa hjá Sameinuðu Þjóðunum, sem þarf að taka á honum stóra sínum til að stöðva her uppvakninga sem herja á mannkynið. Í ljós kemur að hundaæði hefur brotist út sem veldur því að allir sem verða bitnir af uppvakningunum breytast í uppvakninga 12 sekúndum síðar. Af stað fer mikið kapphlaup við tímann þar sem Gerry reynir hvað hann getur til að stöðva útbreiðsluna. Auk Brads Pitt fara þau Mireille Enos, James Badge Dale og Matthew Fox með stór hlutverk. Marc Forster leikstýrir myndinni en Forster á fleiri stórmyndir að baki. Hann leikstýrði meðal annars stórmyndunum Monster‘s Ball, Finding Neverland, The Kite Runner og Bond-myndinni Quantum of Solace. World War Z er byggð á samnefndri skáldsögu Max Brooks, en Brooks hefur einnig skrifað fjölmörg handrit fyrir Saturday Night Live. World War Z er bæði sýnd í 2D og 3D. Gamanmyndin The Heat var einnig frumsýnd í gær. Það eru leikkonurnar Sandra Bullock og Melissa McCarthy sem fara með aðahlutverkin en þær leika lögreglukonurnar Sarah og Shannon sem eiga gjörsamlega ekkert sameiginlegt.Kristjana Arnardóttir
Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira