Sannleikurinn fer fljótt út um þúfur í skáldskap Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. júlí 2013 11:00 Sverrir hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur og eina plötu og situr nú við að skrifa aðra skáldsögu sína. Fréttablaðið/Arnþór Tunglið forlag fagnar útkomu Tunglbóka númer 3 og 4 með sérstöku Tunglkvöldi á Loftinu í kvöld. Bækurnar eru veraldarsaga (mín) – aldarfarsbók eftir Pétur Gunnarsson og Kvíðasnillingurinn – skáldsaga í hæfilegri lengd eftir Sverri Norland. "Bókin ber undirtitilinn skáldsaga í hæfilegri lengd og fjallar um ungan mann í tilvistarkreppu. Fjallar ekki allt sem ungir menn skrifa um unga menn í tilvistarkreppu,“ svarar Sverrir Norland beðinn um að lýsa þessari fyrstu skáldsögu sinni í örfáum orðum. „Þetta eru ævintýri skáldgarms á tækniöld,“ bætir hann síðan við til frekari útskýringar. Hann gerir sér grein fyrir því að auðvelt er að draga þá ályktun af þessari lýsingu að sagan sé sjálfsævisöguleg. Er hún það? „Ja, sumt, ekki allt. Það breytist alltaf allt þegar maður byrjar að skrifa um það. Þá fer sannleikurinn fljótt út um þúfur.“ Þetta er annar útgáfudagur Tunglbókanna en eins og áður hefur komið fram er meiningin að gefa út tvær bækur á hverju fullu tungli næstu mánuðina. Bækurnar eru gefnar út í 69 eintökum og aðeins fáanlegar þetta eina kvöld. Þeim eintökum sem verða óseld eftir kvöldið verður fargað - eða sú er allavega stefnan. Sverrir er ekki í slorlegum félagsskap því Pétur Gunnarsson á hina bókina sem kemur út í kvöld. Hvernig tilfinning er það að vera á sama báti og einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar? „Það er mjög fyndið. Ég hef einmitt verið að lesa Þórbergsbækurnar hans undanfarið svo þetta er mjög gaman og flott.“ Það er dálítið merkilegt að gefa bækur út í 69 eintökum, viljið þið ekki lesendur? „Ég held þetta séu viðbrögð við yfirgangi metsölubókanna. Með þessu móti er mjög líklegt að upplag bókanna seljist upp, sem er draumur hvers höfundar. Ef eftirspurnin er meiri er það frábært, en ef hún er minni þá þarf maður kannski að hugsa sinn gang. Bækurnar eru allar mjög fallegar, hannaðar af Ragnari Helga og mjög eigulegir gripir, burtséð frá innihaldinu.“ Sverrir hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur auk þess sem hann er tónlistarmaður og sendi frá sér plötuna Sverrir Norland árið 2008. Platan fékk fína dóma en hann segir tónlistarsköpunina þó sitja á hakanum eins og er þar sem hann hafi ákveðið að einbeita sér að skriftunum. „Gítarinn er þó alltaf innan seilingar og ég á einhver hundrað lög á lager, en ég varð að velja á milli tónlistarinnar og skriftanna og fór í ritlistarnám til London. Síðan hef ég búið í París en er heima í sumar og hamast við að skrifa skáldsögu, sem vonandi kemur út innan of langs tíma.“ Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tunglið forlag fagnar útkomu Tunglbóka númer 3 og 4 með sérstöku Tunglkvöldi á Loftinu í kvöld. Bækurnar eru veraldarsaga (mín) – aldarfarsbók eftir Pétur Gunnarsson og Kvíðasnillingurinn – skáldsaga í hæfilegri lengd eftir Sverri Norland. "Bókin ber undirtitilinn skáldsaga í hæfilegri lengd og fjallar um ungan mann í tilvistarkreppu. Fjallar ekki allt sem ungir menn skrifa um unga menn í tilvistarkreppu,“ svarar Sverrir Norland beðinn um að lýsa þessari fyrstu skáldsögu sinni í örfáum orðum. „Þetta eru ævintýri skáldgarms á tækniöld,“ bætir hann síðan við til frekari útskýringar. Hann gerir sér grein fyrir því að auðvelt er að draga þá ályktun af þessari lýsingu að sagan sé sjálfsævisöguleg. Er hún það? „Ja, sumt, ekki allt. Það breytist alltaf allt þegar maður byrjar að skrifa um það. Þá fer sannleikurinn fljótt út um þúfur.“ Þetta er annar útgáfudagur Tunglbókanna en eins og áður hefur komið fram er meiningin að gefa út tvær bækur á hverju fullu tungli næstu mánuðina. Bækurnar eru gefnar út í 69 eintökum og aðeins fáanlegar þetta eina kvöld. Þeim eintökum sem verða óseld eftir kvöldið verður fargað - eða sú er allavega stefnan. Sverrir er ekki í slorlegum félagsskap því Pétur Gunnarsson á hina bókina sem kemur út í kvöld. Hvernig tilfinning er það að vera á sama báti og einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar? „Það er mjög fyndið. Ég hef einmitt verið að lesa Þórbergsbækurnar hans undanfarið svo þetta er mjög gaman og flott.“ Það er dálítið merkilegt að gefa bækur út í 69 eintökum, viljið þið ekki lesendur? „Ég held þetta séu viðbrögð við yfirgangi metsölubókanna. Með þessu móti er mjög líklegt að upplag bókanna seljist upp, sem er draumur hvers höfundar. Ef eftirspurnin er meiri er það frábært, en ef hún er minni þá þarf maður kannski að hugsa sinn gang. Bækurnar eru allar mjög fallegar, hannaðar af Ragnari Helga og mjög eigulegir gripir, burtséð frá innihaldinu.“ Sverrir hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur auk þess sem hann er tónlistarmaður og sendi frá sér plötuna Sverrir Norland árið 2008. Platan fékk fína dóma en hann segir tónlistarsköpunina þó sitja á hakanum eins og er þar sem hann hafi ákveðið að einbeita sér að skriftunum. „Gítarinn er þó alltaf innan seilingar og ég á einhver hundrað lög á lager, en ég varð að velja á milli tónlistarinnar og skriftanna og fór í ritlistarnám til London. Síðan hef ég búið í París en er heima í sumar og hamast við að skrifa skáldsögu, sem vonandi kemur út innan of langs tíma.“
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira