Jarfinn tekst á við ódauðleikann Sara McMahon skrifar 25. júlí 2013 11:00 Hugh Jackman bregður sér í hlutverk Wolverine í sjötta sinn í kvikmyndinni The Wolvarine. Hasar- og ævintýramyndin The Wolverine er sjötta kvikmyndin í X-men myndaröðinni. Leikarinn Hugh Jackman bregður sér enn og aftur í hlutverk hins stökkbreytta og ódauðlega Logans sem, þegar hér er komið við sögu, er þjakaður af sorg og hefur falið sig frá umheiminum í rúmt ár. Dag einn kemur til hans ung stúlka og biður hann að ferðast með sér til Japans til að hitta yfirmann sinn, en sá er gamall kunningi Logans og á honum líf sitt að launa. Kunninginn er dauðvona en gerir Logan tilboð: að gera hann dauðlegan með aðstoð nútíma vísindum. The Wolverine gerist skömmu eftir atburðina í X-Men: The Last Stand frá árinu 2006 en í þeirri mynd lést Jean Gray, eða Phoenix eins og hún var einnig nefnd.Fékk aðstoð frá Dwayne Johnson Jackman segir persónu sína eiga í erfiðleikum með að sætta sig við ódauðleika sinn og takast á við dauða ástvina sinna. „Hann áttar sig á því að ástvinir hans munu deyja en ekki hann, líf hans er fullt af sársauka,“ sagði Jackman. Þess má geta að hann naut liðsinnis leikarans og glímumannsins Dwayne Johnson við það að koma sér í form fyrir hlutverkið.Walk the Line leikstjóri leikstýrir Handrit myndarinnar er skrifað af Christopher McQuarrie, Scott Frank og Mark Bomback og byggt á teiknimyndasögunni Wolverine sem kom út í takmörkuðu upplagi árið 1982. James Mangold leikstýrir myndinni, en hann er best þekktur fyrir kvikmyndirnar Girl, Interrupted og Walk the Line. Hann hafði úr um 12 milljarða króna að moða til að vinna myndina. Tökur hófust þann 30. júlí í fyrra og fóru meðal annars fram í Bonna Point friðlandinu í Kurnell, Syndney, Japan og Kanada. Kvikmyndin fær 67 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes og 44 af hundrað á Metacritic.com. Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hasar- og ævintýramyndin The Wolverine er sjötta kvikmyndin í X-men myndaröðinni. Leikarinn Hugh Jackman bregður sér enn og aftur í hlutverk hins stökkbreytta og ódauðlega Logans sem, þegar hér er komið við sögu, er þjakaður af sorg og hefur falið sig frá umheiminum í rúmt ár. Dag einn kemur til hans ung stúlka og biður hann að ferðast með sér til Japans til að hitta yfirmann sinn, en sá er gamall kunningi Logans og á honum líf sitt að launa. Kunninginn er dauðvona en gerir Logan tilboð: að gera hann dauðlegan með aðstoð nútíma vísindum. The Wolverine gerist skömmu eftir atburðina í X-Men: The Last Stand frá árinu 2006 en í þeirri mynd lést Jean Gray, eða Phoenix eins og hún var einnig nefnd.Fékk aðstoð frá Dwayne Johnson Jackman segir persónu sína eiga í erfiðleikum með að sætta sig við ódauðleika sinn og takast á við dauða ástvina sinna. „Hann áttar sig á því að ástvinir hans munu deyja en ekki hann, líf hans er fullt af sársauka,“ sagði Jackman. Þess má geta að hann naut liðsinnis leikarans og glímumannsins Dwayne Johnson við það að koma sér í form fyrir hlutverkið.Walk the Line leikstjóri leikstýrir Handrit myndarinnar er skrifað af Christopher McQuarrie, Scott Frank og Mark Bomback og byggt á teiknimyndasögunni Wolverine sem kom út í takmörkuðu upplagi árið 1982. James Mangold leikstýrir myndinni, en hann er best þekktur fyrir kvikmyndirnar Girl, Interrupted og Walk the Line. Hann hafði úr um 12 milljarða króna að moða til að vinna myndina. Tökur hófust þann 30. júlí í fyrra og fóru meðal annars fram í Bonna Point friðlandinu í Kurnell, Syndney, Japan og Kanada. Kvikmyndin fær 67 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes og 44 af hundrað á Metacritic.com.
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira