Íslenski boltinn

Einbeitum okkur að fótbolta, ekki peningum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Evrópuævintýri FH leikur fyrri leikinn við Austria Vín í kvöld.
Evrópuævintýri FH leikur fyrri leikinn við Austria Vín í kvöld. Mynd/Stefán
Íslandsmeistarar FH mæta Austria Vín í kvöld í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í Vín.

„Það er búið að ræða mikið um fjárhagslegu hliðar þessara leikja og afgreiða það mál innan hópsins,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið í gær.

„Menn einbeita sér bara að fótboltanum og engu öðru en svona hlutir geta auðvitað truflað einbeitingu leikmanna og við urðum að bregðast við.“

FH tryggir sér rúmlega 500 milljónir íslenskra króna ef liðið slær út Austria Vín.

„Hér eru allar aðstæður til fyrirmyndar. Völlurinn frábær sem og hótelið sem við erum á en hitinn er reyndar töluvert mikill og verður vonandi lægri þegar leikurinn fer fram. Við ætlum að liggja til baka og beita skyndisóknum. Þetta er gríðarlega sterkt lið og við þurfum að eiga tvo óaðfinnanlega leiki til að eiga möguleika.“

Austria Vín tapaði 5-1 fyrir Salzburg í austurísku deildinni um helgina.

„Þeir hafa eflaust hvílt nokkra leikmenn um helgina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×