Innflytjendur óskast Halldór Halldórsson skrifar 1. ágúst 2013 06:00 Allir réttir sem teljast sérstaklega íslenskir eru bragðvondir og ólystugir. Fyrir utan auðvitað pönnuköku- og rúgbrauðsbakstur eigum við okkur enga sérstaka sögu eða hefð í matargerð – í það minnsta ekkert sem við getum verið stolt af. Þó var hér ræktaður aspas fyrir meira en 100 árum og parmesan fluttur inn á sama tíma, en eitthvað brást í millitíðinni. Þorrablótsófögnuðurinn er 70 ára gamalt útspil hótel- og veitingahúsaeigenda – ekki aldagömul hefð. Nóg eigum við af frábæru hráefni, en þegar kemur að því að klambra því saman þá er þú veist, framlag Íslands til „nordic-cuisine,“ flatkaka með hangikjöti. Þess vegna eigum við ekki neins konar skyndibita heldur. Á stjörnutorgi er ekki hægt að fá lambakjötsflís. Á hringveginum fást misþurrir og óaðlaðandi hamborgarar með misdjúpsteiktum frönskum. 80% allra nýrra veitingastaða í Reykjavík eru einhvers konar „diner“-grín og uppfullir af bandarískum íþróttaminjagripum – helst úr íþróttum sem varla hafa verið stundaðar á Íslandi. „Kominn tími á alvöru ameríska „diner burger“-stemningu,“ hugsar annar hver tækifærissinni og meinar auðvitað „virkilega falska og óhugnanlega“ þegar hann segir „alvöru“. Við þurftum útlenska tækifærissinna til að sjá að íslenska lambakjötið væri kjörið hráefni í kebab. Það er ekki einn helvítis veitingastaður sem býður upp á einhvers konar sjávarfangsskyndibita á viðráðanlegu verði – fisk-taco til dæmis – samt erum við fiskveiðiþjóð. Hér er ekki hægt að fá japanskt udon neins staðar, maður þarf að fara alla leið á Flúðir til að fá afrískan mat og 90% prósent af öllum mat sem þykist vera mexíkóskur er í raun frá Texas. Við þurfum að hætta að vísa innflytjendum úr landi og grátbiðja þá um að vera hérna í staðinn. Bara gegn því að þeir geti hrært eina sósu eða eldað eitthvað annað en steingrátt lambalæri, sýnt okkur eitthvað annað en gamlan tennisspaða eða hafnaboltakylfu – og auðvitað það óíslenskasta – haldið verðinu í lægri kantinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun
Allir réttir sem teljast sérstaklega íslenskir eru bragðvondir og ólystugir. Fyrir utan auðvitað pönnuköku- og rúgbrauðsbakstur eigum við okkur enga sérstaka sögu eða hefð í matargerð – í það minnsta ekkert sem við getum verið stolt af. Þó var hér ræktaður aspas fyrir meira en 100 árum og parmesan fluttur inn á sama tíma, en eitthvað brást í millitíðinni. Þorrablótsófögnuðurinn er 70 ára gamalt útspil hótel- og veitingahúsaeigenda – ekki aldagömul hefð. Nóg eigum við af frábæru hráefni, en þegar kemur að því að klambra því saman þá er þú veist, framlag Íslands til „nordic-cuisine,“ flatkaka með hangikjöti. Þess vegna eigum við ekki neins konar skyndibita heldur. Á stjörnutorgi er ekki hægt að fá lambakjötsflís. Á hringveginum fást misþurrir og óaðlaðandi hamborgarar með misdjúpsteiktum frönskum. 80% allra nýrra veitingastaða í Reykjavík eru einhvers konar „diner“-grín og uppfullir af bandarískum íþróttaminjagripum – helst úr íþróttum sem varla hafa verið stundaðar á Íslandi. „Kominn tími á alvöru ameríska „diner burger“-stemningu,“ hugsar annar hver tækifærissinni og meinar auðvitað „virkilega falska og óhugnanlega“ þegar hann segir „alvöru“. Við þurftum útlenska tækifærissinna til að sjá að íslenska lambakjötið væri kjörið hráefni í kebab. Það er ekki einn helvítis veitingastaður sem býður upp á einhvers konar sjávarfangsskyndibita á viðráðanlegu verði – fisk-taco til dæmis – samt erum við fiskveiðiþjóð. Hér er ekki hægt að fá japanskt udon neins staðar, maður þarf að fara alla leið á Flúðir til að fá afrískan mat og 90% prósent af öllum mat sem þykist vera mexíkóskur er í raun frá Texas. Við þurfum að hætta að vísa innflytjendum úr landi og grátbiðja þá um að vera hérna í staðinn. Bara gegn því að þeir geti hrært eina sósu eða eldað eitthvað annað en steingrátt lambalæri, sýnt okkur eitthvað annað en gamlan tennisspaða eða hafnaboltakylfu – og auðvitað það óíslenskasta – haldið verðinu í lægri kantinum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun