Dóttirin var í lífshættu Marín Manda skrifar 2. ágúst 2013 11:00 Helga Ólafsdóttir lifir og hrærist í heimi barna en hún er þriggja barna móðir og yfirhönnuður barnafata hjá fyrirtækinu Ígló&Indí. Lífið ræddi við Helgu um fyrirtækjareksturinn, reynsluna í bransanum og veikindi dótturinnar sem breytti öllu.Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst yngri? „Mér fannst svo margt spennandi sem barn og átti mér drauma um að verða búðarkona, flugfreyja, hjúkrunarkona, smiður eða sjónvarpskona.“Hvenær kviknaði áhuginn á hönnun?„Ég hafði mikinn áhuga á því að sauma og prjóna. Ömmur mínar og mamma voru duglegar að kenna mér og langamma Sigga vann á Gefjun við að sauma, Ég fékk stundum að fara að heimsækja hana þangað. Þegar ég flutti til Danmerkur fór ég að skoða hönnunarnámið þar og það varð fyrir valinu.“Hvar menntaðir þú þig? „Ég útskrifaðist með BA-gráðu frá Hellerup Textil College árið 2000. Skólinn hefur breyst mikið síðan en ég lærði hönnun, sniðagerð og annað sem viðkemur framleiðslu. Ég fór síðan í skiptinám til London og bjó síðar þar í tvö ár. Ég bjó í alls sjö ár í Danmörku og eitt ár í Bandaríkjunum. Þá var ég í fæðingarorlofi með soninn. Það var þá sem ég fór alvarlega að spá í barnafötum en mér fannst vera til svo lítið töff á stráka, allt ljósblátt.“Þú hefur góða starfsreynslu innan bransans en þú hefur meðal annars unnið fyrir All Saints, Nikita og Ilse Jacobsen, segðu örlítið frá því? „Ég er búin að vinna sem hönnuður og í vöruþróun í 13 ár í þremur löndum. Mér fannst mikilvægt að fá sem mesta reynslu erlendis frá ólíkum merkjum. Ég byrjaði að starfa sem aðstoðarhönnuður hjá All Saints, eftir það vann ég við vöruþróun við hlið Heiðu, yfirhönnuðar Nikita. Þá var fyrirtækið að vaxa mjög hratt og ég lærði óendanlega mikið. Ég fékk einnig frábært tækifæri þegar ég var ráðin yfirhönnuður Ilse Jacobsen og hannaði hennar fyrstu fatalínur sem voru sýndar á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.“Baldvin sonur Helgu á strætóskýlum að auglýsa Ígló&Indó.Árið 2008 stofnaðir þú hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Ígló&Indí. Hvað varð til þess? „Ég ákvað snemma á lífsleiðinni að mig langaði til að hanna mín eigin föt og eftir að hafa lært fatahönnun lagði ég mikla áherslu á að fá sem besta starfsreynslu áður en ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki. Þegar ég taldi mig vera komna með mjög góðan grunn þá stofnaði ég Ígló&Indí. Það hefur skipt miklu máli að ég lagði áherslu á að fá til liðs við mig frábært fólk.“ Varstu ekkert hrædd við að taka þetta skref á þessum tíma? „Nei, alls ekki, ég var auðvitað varkár og tók lítil skref. Það sem hjálpaði mér fjárhagslega var að á þessum tíma var ég „freelance“ í Danmörku og gengið var ótrúlega hagstætt svo ég náði að vinna að stofnun Ígló&Indí ásamt því að fara á milli landa. Ég var allan tímann með sterka sýn og mér fannst vanta á markaðinn flott barnaföt sem væru praktísk og hönnuð út frá þörfum barna. Mér finnst mjög merkilegt í dag að fyrirtækið hafi verið stofnað daginn fyrir „Guð blessi Ísland“.“ Er barnafatamarkaðurinn mjög ólíkur kvenfatamarkaðnum?„Það er allt annað tempó innan barnafatamarkaðsins – ekki mikið um háa hæla og kampavín. Það er algengt innan bransans að konur færi sig yfir í barnafatnað þegar þær sjálfar eignast börn. Ég held að það fari betur saman. Annars er vinnan sú sama. Það eru sömu hönnunarferli, sölusýningar og tískuvikur.“Þið Tinna Ólafsdóttir rekið fyrirtækið saman, hvað varð til þess að þið fóruð að vinna saman? „Við vorum leiddar saman af þriðja aðila en Tinna kom fyrst til að vinna að ákveðnu verkefni og síðan þá höfum við unnið saman. Í dag eigum við fyrirtækið saman og Tinna er framkvæmdastjóri. Ég var mjög meðvituð um að ég þyrfti að vinna með fjármála- og rekstrarmanneskju til að taka fyrirtækið á næsta stig. Tinna hefur gífurlega reynslu, hún er með meistaragráðu í fjármálum og stjórnun frá HÍ. Hún starfaði hjá Baugi Group, lengst af við stjórnun á smásölufyrirtækjum Baugs á Norðurlöndum. Má þar nefna Haga, Magasin du Nord, Illum, Day Birger et Mikkelsen og Topshop. Hún hefur innleitt innra skipulag, ferla og heildarsýn og stefna fyrirtækisins er mjög skýr og markviss. Ígló&Indí er nú rekið eins og hvert annað erlent „retail“-fyrirtæki.“Nú hefur reksturinn stækkað ört undanfarin ár. Hversu margir vinna hjá Ígló&Indí í dag? „Við erum með fjóra starfsmenn á skrifstofu. Ótrúlega flotta starfsmenn með mikla alþjóðlega reynslu sem er nauðsynlegt þar sem við erum bæði að sinna innlendum og erlendum mörkuðum. Það eru allir með mikinn drifkraft og tilbúnir að leggja sitt af mörkum í að byggja fyrirtækið upp. Við höfum einnig ekki hikað við að starfa með ráðgjöfum og fagfólki fyrir minni verkefni. Við rekum okkar eigin Ígló&Indí verslun í Kringlunni og vefverslun og þar erum við með verslunarstjóra og fullt af yndislegum stelpum.“Hvenær ertu mest skapandi og hvaðan færð þú hugmyndir fyrir næstu línu? „Hugmyndirnar koma frá mínum eigin börnum ásamt börnum sem ég sé og hitti. Svo bý ég við sjóinn og ég get endalaust horft út á hafið og himininn og fengið hugmyndir. Ég tek tarnir þegar ég er að hanna nýja línu og vinn dag og nótt, en áður en sú vinna hefst er ég búin að safna í góðan hugmyndabanka. Indíana Svala og Helga í myndatöku.Fyrirtækið skipti um nafn á dögunum og heitir núna Ígló&Indí. Hvað varð til þess og hvaðan koma nöfnin? „Dóttir mín Indíana Svala er kölluð Indí og þaðan kemur Indí nafnið. Ungbarnalínan okkar er mjög vinsæl en sú lína er að stækka mikið og þegar ég varð ólétt á síðasta ári var ég mikið að spá í ungbarnaföt. Okkur fannst tilvalið að Ígló karakterinn myndi eignast litla systur sem heitir Indí, hún er viðbót við Ígló karlinn sem skipar stóran sess í merkinu sem og samspil hans við öll dýrin sem eru á flíkunum. Einnig töldum við nauðsynlegt að breyta um nafn vegna einkaleyfa á nokkrum mörkuðum sem við höfum verið að skoða.“Nú er Ígló&Indí ekki einungis hönnunarfyrirtæki heldur einnig framleiðslufyrirtæki. Hvernig verður hugmynd að veruleika?„Við erum alltaf að vinna með þrjú „season“ í einu, eitt í verslunum, eitt í framleiðslu og eitt í hönnunarferli. Tíminn frá hugmynd að vöru er um ellefu mánuðir. Það er aldrei nein pása í ferlinu, Á bak við hverja flík er langt vinnuferli sem byrjar á hönnun þar sem ég hanna, vinn svo með Karítas, grafíska hönnuðinum, í að hanna grafík á flíkunum. Síðan fæ ég ótal prufur til að þróa snið og stærðir. Flíkurnar fara svo á sýningar erlendis og þar eru þær seldar hálfu ári fram í tímann í verslanir erlendis. Eftir það ferli hefst framleiðslan sem tekur oftast 4-6 mánuði. Einnig þarf að gera allt markaðsefnið. Ég vil alltaf gera betur með hverri línu, bæði út frá hönnun og gæðum. Við erum mjög gagnrýnar í fyrirtækinu á það sem við erum að gera og þiggjum allar athugasemdir hvort sem þær eru góðar eða slæmar. Við viljum gera betur og það gerist í samvinnu við börnin og foreldrana sem nota Ígló&Indí flíkurnar dags daglega. Ígló hefur náð fimm ára aldri við erum samt bara rétt að byrja því við erum í samkeppni við fyrirtæki sem hafa verið 30-50 ár í bransanum.“Jón Haukur maður Helgu og Baldvin sonur þeirra eru miklir fótboltastrákar.Hvar er Ígló&Indí fáanlegt erlendis í dag? „Í Bretlandi, Finnlandi, Írlandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Noregi og Taívan.“ Eru Íslendingar duglegir að nýta sér vefverslunina ykkar? „Já, mjög. Okkur hefur gengið vel að selja í gengum vefverslunina okkar. Fyrir tíu dögum vorum við að opna nýja síðu sem er mun betri og notendavænni. Þar ætlum við að búa til Ígló&Indí heim bæði fyrir börn og foreldra. Hún mun von bráðar opna fyrir erlendan markað.“Þarftu að skipuleggja vikuna vel þegar þú ert með þrjú börn og blómstrandi rekstur á sama tíma? „Já, það er mikið skipulag að koma öllu frá sem þarf að gera á 24 tímum. Ég á endalaust af góðum vinum og fjölskyldu sem hjálpar til þegar skipulagið er ekki að ganga upp. Einnig er ég vel gift og Jón Haukur hefur stutt við bakið á mér í súru og sætu og hann hefur alltaf haft mikla trú á mér og því sem ég er að gera. Börnin mín hafa tekið þátt í Ígló&Indí frá fyrsta degi og ég er þeim óendanlega þakklát. Þegar ég er ekki að vinna vil ég helst skipuleggja sem minnst, ég þarf svigrúm til að gera það sem mér dettur í hug þegar ég vakna þann daginn.“Viktoría dóttir Helgu með Ígló&Indí handprjónaða húfu úr íslenskum lopa.Getur verið erfitt að slökkva á símanum og vera í fríi? „Já, það getur verið erfitt að slökkva á símanum. Forgangsröðunin þarf samt sem áður að vera rétt og fjölskyldan er í fyrsta sæti. Þegar dóttir mín fæddist í október á síðasta ári var hún mjög veik og í lífshættu. Hún var tekin af mér strax eftir fæðingu, ég mátti ekki snerta hana fyrstu dagana. Að fara heim af sjúkrahúsinu með ekkert barn var ótrúlega sorglegt og ég hef aldrei grátið jafn mikið og það kvöld. Ég keyrði algerlega á vegg og vissi ekki hvernig ég átti að höndla þessar aðstæður. Ég reyndi að vera alger töffari suma daga og tala við stelpurnar í vinnunni. Ég hélt að það myndi gera mér gott að tala um eitthvað annað en veikindin en ég fékk það í bakið síðar og er að reyna að vinna úr þeim flækjum í dag. Eftir á að hyggja vildi ég óska þess að ég hefði lagt símanum algerlega á þessu tímabili. Svona lífsreynsla breytir manni mjög mikið og maður lærir að taka engu sem sjálfsögðum hlut. Í dag er Indíana Svala hraust og mjög kröftugt barn og ég er óendanlega þakklát og er full aðdáunar á því starfi sem starfsfólk vökudeildarinnar vinnur allan sólarhringinn.Hverjir eru svo framtíðardraumarnir? „Draumarnir mínir eru að halda áfram að vinna við það sem ég elska, ala upp börnin mín og njóta með fjölskyldunni. Framtíðardraumar Ígló&Indí eru að skapa skemmtilegan heim fullan af upplifunum. Mig dreymir um að hanna margar vörur sem tengjast Ígló&Indí heiminum. Annars upplifi ég drauminn minn á hverjum degi þar sem ég sé krakka út um allt land að leika sér í Ígló&Indí-fötum." Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Helga Ólafsdóttir lifir og hrærist í heimi barna en hún er þriggja barna móðir og yfirhönnuður barnafata hjá fyrirtækinu Ígló&Indí. Lífið ræddi við Helgu um fyrirtækjareksturinn, reynsluna í bransanum og veikindi dótturinnar sem breytti öllu.Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst yngri? „Mér fannst svo margt spennandi sem barn og átti mér drauma um að verða búðarkona, flugfreyja, hjúkrunarkona, smiður eða sjónvarpskona.“Hvenær kviknaði áhuginn á hönnun?„Ég hafði mikinn áhuga á því að sauma og prjóna. Ömmur mínar og mamma voru duglegar að kenna mér og langamma Sigga vann á Gefjun við að sauma, Ég fékk stundum að fara að heimsækja hana þangað. Þegar ég flutti til Danmerkur fór ég að skoða hönnunarnámið þar og það varð fyrir valinu.“Hvar menntaðir þú þig? „Ég útskrifaðist með BA-gráðu frá Hellerup Textil College árið 2000. Skólinn hefur breyst mikið síðan en ég lærði hönnun, sniðagerð og annað sem viðkemur framleiðslu. Ég fór síðan í skiptinám til London og bjó síðar þar í tvö ár. Ég bjó í alls sjö ár í Danmörku og eitt ár í Bandaríkjunum. Þá var ég í fæðingarorlofi með soninn. Það var þá sem ég fór alvarlega að spá í barnafötum en mér fannst vera til svo lítið töff á stráka, allt ljósblátt.“Þú hefur góða starfsreynslu innan bransans en þú hefur meðal annars unnið fyrir All Saints, Nikita og Ilse Jacobsen, segðu örlítið frá því? „Ég er búin að vinna sem hönnuður og í vöruþróun í 13 ár í þremur löndum. Mér fannst mikilvægt að fá sem mesta reynslu erlendis frá ólíkum merkjum. Ég byrjaði að starfa sem aðstoðarhönnuður hjá All Saints, eftir það vann ég við vöruþróun við hlið Heiðu, yfirhönnuðar Nikita. Þá var fyrirtækið að vaxa mjög hratt og ég lærði óendanlega mikið. Ég fékk einnig frábært tækifæri þegar ég var ráðin yfirhönnuður Ilse Jacobsen og hannaði hennar fyrstu fatalínur sem voru sýndar á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.“Baldvin sonur Helgu á strætóskýlum að auglýsa Ígló&Indó.Árið 2008 stofnaðir þú hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Ígló&Indí. Hvað varð til þess? „Ég ákvað snemma á lífsleiðinni að mig langaði til að hanna mín eigin föt og eftir að hafa lært fatahönnun lagði ég mikla áherslu á að fá sem besta starfsreynslu áður en ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki. Þegar ég taldi mig vera komna með mjög góðan grunn þá stofnaði ég Ígló&Indí. Það hefur skipt miklu máli að ég lagði áherslu á að fá til liðs við mig frábært fólk.“ Varstu ekkert hrædd við að taka þetta skref á þessum tíma? „Nei, alls ekki, ég var auðvitað varkár og tók lítil skref. Það sem hjálpaði mér fjárhagslega var að á þessum tíma var ég „freelance“ í Danmörku og gengið var ótrúlega hagstætt svo ég náði að vinna að stofnun Ígló&Indí ásamt því að fara á milli landa. Ég var allan tímann með sterka sýn og mér fannst vanta á markaðinn flott barnaföt sem væru praktísk og hönnuð út frá þörfum barna. Mér finnst mjög merkilegt í dag að fyrirtækið hafi verið stofnað daginn fyrir „Guð blessi Ísland“.“ Er barnafatamarkaðurinn mjög ólíkur kvenfatamarkaðnum?„Það er allt annað tempó innan barnafatamarkaðsins – ekki mikið um háa hæla og kampavín. Það er algengt innan bransans að konur færi sig yfir í barnafatnað þegar þær sjálfar eignast börn. Ég held að það fari betur saman. Annars er vinnan sú sama. Það eru sömu hönnunarferli, sölusýningar og tískuvikur.“Þið Tinna Ólafsdóttir rekið fyrirtækið saman, hvað varð til þess að þið fóruð að vinna saman? „Við vorum leiddar saman af þriðja aðila en Tinna kom fyrst til að vinna að ákveðnu verkefni og síðan þá höfum við unnið saman. Í dag eigum við fyrirtækið saman og Tinna er framkvæmdastjóri. Ég var mjög meðvituð um að ég þyrfti að vinna með fjármála- og rekstrarmanneskju til að taka fyrirtækið á næsta stig. Tinna hefur gífurlega reynslu, hún er með meistaragráðu í fjármálum og stjórnun frá HÍ. Hún starfaði hjá Baugi Group, lengst af við stjórnun á smásölufyrirtækjum Baugs á Norðurlöndum. Má þar nefna Haga, Magasin du Nord, Illum, Day Birger et Mikkelsen og Topshop. Hún hefur innleitt innra skipulag, ferla og heildarsýn og stefna fyrirtækisins er mjög skýr og markviss. Ígló&Indí er nú rekið eins og hvert annað erlent „retail“-fyrirtæki.“Nú hefur reksturinn stækkað ört undanfarin ár. Hversu margir vinna hjá Ígló&Indí í dag? „Við erum með fjóra starfsmenn á skrifstofu. Ótrúlega flotta starfsmenn með mikla alþjóðlega reynslu sem er nauðsynlegt þar sem við erum bæði að sinna innlendum og erlendum mörkuðum. Það eru allir með mikinn drifkraft og tilbúnir að leggja sitt af mörkum í að byggja fyrirtækið upp. Við höfum einnig ekki hikað við að starfa með ráðgjöfum og fagfólki fyrir minni verkefni. Við rekum okkar eigin Ígló&Indí verslun í Kringlunni og vefverslun og þar erum við með verslunarstjóra og fullt af yndislegum stelpum.“Hvenær ertu mest skapandi og hvaðan færð þú hugmyndir fyrir næstu línu? „Hugmyndirnar koma frá mínum eigin börnum ásamt börnum sem ég sé og hitti. Svo bý ég við sjóinn og ég get endalaust horft út á hafið og himininn og fengið hugmyndir. Ég tek tarnir þegar ég er að hanna nýja línu og vinn dag og nótt, en áður en sú vinna hefst er ég búin að safna í góðan hugmyndabanka. Indíana Svala og Helga í myndatöku.Fyrirtækið skipti um nafn á dögunum og heitir núna Ígló&Indí. Hvað varð til þess og hvaðan koma nöfnin? „Dóttir mín Indíana Svala er kölluð Indí og þaðan kemur Indí nafnið. Ungbarnalínan okkar er mjög vinsæl en sú lína er að stækka mikið og þegar ég varð ólétt á síðasta ári var ég mikið að spá í ungbarnaföt. Okkur fannst tilvalið að Ígló karakterinn myndi eignast litla systur sem heitir Indí, hún er viðbót við Ígló karlinn sem skipar stóran sess í merkinu sem og samspil hans við öll dýrin sem eru á flíkunum. Einnig töldum við nauðsynlegt að breyta um nafn vegna einkaleyfa á nokkrum mörkuðum sem við höfum verið að skoða.“Nú er Ígló&Indí ekki einungis hönnunarfyrirtæki heldur einnig framleiðslufyrirtæki. Hvernig verður hugmynd að veruleika?„Við erum alltaf að vinna með þrjú „season“ í einu, eitt í verslunum, eitt í framleiðslu og eitt í hönnunarferli. Tíminn frá hugmynd að vöru er um ellefu mánuðir. Það er aldrei nein pása í ferlinu, Á bak við hverja flík er langt vinnuferli sem byrjar á hönnun þar sem ég hanna, vinn svo með Karítas, grafíska hönnuðinum, í að hanna grafík á flíkunum. Síðan fæ ég ótal prufur til að þróa snið og stærðir. Flíkurnar fara svo á sýningar erlendis og þar eru þær seldar hálfu ári fram í tímann í verslanir erlendis. Eftir það ferli hefst framleiðslan sem tekur oftast 4-6 mánuði. Einnig þarf að gera allt markaðsefnið. Ég vil alltaf gera betur með hverri línu, bæði út frá hönnun og gæðum. Við erum mjög gagnrýnar í fyrirtækinu á það sem við erum að gera og þiggjum allar athugasemdir hvort sem þær eru góðar eða slæmar. Við viljum gera betur og það gerist í samvinnu við börnin og foreldrana sem nota Ígló&Indí flíkurnar dags daglega. Ígló hefur náð fimm ára aldri við erum samt bara rétt að byrja því við erum í samkeppni við fyrirtæki sem hafa verið 30-50 ár í bransanum.“Jón Haukur maður Helgu og Baldvin sonur þeirra eru miklir fótboltastrákar.Hvar er Ígló&Indí fáanlegt erlendis í dag? „Í Bretlandi, Finnlandi, Írlandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Noregi og Taívan.“ Eru Íslendingar duglegir að nýta sér vefverslunina ykkar? „Já, mjög. Okkur hefur gengið vel að selja í gengum vefverslunina okkar. Fyrir tíu dögum vorum við að opna nýja síðu sem er mun betri og notendavænni. Þar ætlum við að búa til Ígló&Indí heim bæði fyrir börn og foreldra. Hún mun von bráðar opna fyrir erlendan markað.“Þarftu að skipuleggja vikuna vel þegar þú ert með þrjú börn og blómstrandi rekstur á sama tíma? „Já, það er mikið skipulag að koma öllu frá sem þarf að gera á 24 tímum. Ég á endalaust af góðum vinum og fjölskyldu sem hjálpar til þegar skipulagið er ekki að ganga upp. Einnig er ég vel gift og Jón Haukur hefur stutt við bakið á mér í súru og sætu og hann hefur alltaf haft mikla trú á mér og því sem ég er að gera. Börnin mín hafa tekið þátt í Ígló&Indí frá fyrsta degi og ég er þeim óendanlega þakklát. Þegar ég er ekki að vinna vil ég helst skipuleggja sem minnst, ég þarf svigrúm til að gera það sem mér dettur í hug þegar ég vakna þann daginn.“Viktoría dóttir Helgu með Ígló&Indí handprjónaða húfu úr íslenskum lopa.Getur verið erfitt að slökkva á símanum og vera í fríi? „Já, það getur verið erfitt að slökkva á símanum. Forgangsröðunin þarf samt sem áður að vera rétt og fjölskyldan er í fyrsta sæti. Þegar dóttir mín fæddist í október á síðasta ári var hún mjög veik og í lífshættu. Hún var tekin af mér strax eftir fæðingu, ég mátti ekki snerta hana fyrstu dagana. Að fara heim af sjúkrahúsinu með ekkert barn var ótrúlega sorglegt og ég hef aldrei grátið jafn mikið og það kvöld. Ég keyrði algerlega á vegg og vissi ekki hvernig ég átti að höndla þessar aðstæður. Ég reyndi að vera alger töffari suma daga og tala við stelpurnar í vinnunni. Ég hélt að það myndi gera mér gott að tala um eitthvað annað en veikindin en ég fékk það í bakið síðar og er að reyna að vinna úr þeim flækjum í dag. Eftir á að hyggja vildi ég óska þess að ég hefði lagt símanum algerlega á þessu tímabili. Svona lífsreynsla breytir manni mjög mikið og maður lærir að taka engu sem sjálfsögðum hlut. Í dag er Indíana Svala hraust og mjög kröftugt barn og ég er óendanlega þakklát og er full aðdáunar á því starfi sem starfsfólk vökudeildarinnar vinnur allan sólarhringinn.Hverjir eru svo framtíðardraumarnir? „Draumarnir mínir eru að halda áfram að vinna við það sem ég elska, ala upp börnin mín og njóta með fjölskyldunni. Framtíðardraumar Ígló&Indí eru að skapa skemmtilegan heim fullan af upplifunum. Mig dreymir um að hanna margar vörur sem tengjast Ígló&Indí heiminum. Annars upplifi ég drauminn minn á hverjum degi þar sem ég sé krakka út um allt land að leika sér í Ígló&Indí-fötum."
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira