Gefur út hárgreiðslubók fyrir ungar stúlkur Kristjana Arnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2013 09:15 Bók Theodóru, Hárið, sló algjörlega í gegn hjá ungum stúlkum. fréttablaðið/arnþór „Það var alveg greinilegt að fólk þurfti á ráðleggingum að halda varðandi hárið,“ segir Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack, höfundur metsölubókarinnar Hárið, sem kom út fyrir jólin í fyrra. Bókin sló rækilega í gegn og hefur Theodóra nú lagt drög að næstu bók. „Ég er að vinna að barnabók fyrir stelpur á aldrinum 2-12 ára, þar sem ég ætla að kenna auðveldar greiðslur sem bæði mamma og pabbi geta hæglega gert áður en stelpurnar fara í skólann eða leikskólann.“ Hún segir ljóst að áhugi á bókum sem þessum hafi verið gríðarlegur. „Hárið sló alveg í gegn hjá yngri kynslóðinni og ég fór að bölva því að hafa ekki haft fleiri barnagreiðslur.“ Vinnsla bókarinnar er í fullum gangi enda er stefnt að því að gefa hana út fyrir jólin. „Við förum frekar seint af stað en það er allt í lagi, ég vinn miklu betur undir álagi. Bókin verður alveg ótrúlega spennandi en við viljum að hún sé aðeins meira en bara um hár og hárgreiðslu. Það á að vera skemmtilegt að skoða hana áður en maður fer að sofa,“ segir Theodóra. Hún leitar að hármódelum á aldrinum 2-12 ára og geta áhugasamir sent ljósmynd af barni sínu á netfangið harmodel@edda.is, með upplýsingum um nafn og aldur barnsins, nafn forráðamanns og símanúmer eða netfang. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Fleiri fréttir Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Það var alveg greinilegt að fólk þurfti á ráðleggingum að halda varðandi hárið,“ segir Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack, höfundur metsölubókarinnar Hárið, sem kom út fyrir jólin í fyrra. Bókin sló rækilega í gegn og hefur Theodóra nú lagt drög að næstu bók. „Ég er að vinna að barnabók fyrir stelpur á aldrinum 2-12 ára, þar sem ég ætla að kenna auðveldar greiðslur sem bæði mamma og pabbi geta hæglega gert áður en stelpurnar fara í skólann eða leikskólann.“ Hún segir ljóst að áhugi á bókum sem þessum hafi verið gríðarlegur. „Hárið sló alveg í gegn hjá yngri kynslóðinni og ég fór að bölva því að hafa ekki haft fleiri barnagreiðslur.“ Vinnsla bókarinnar er í fullum gangi enda er stefnt að því að gefa hana út fyrir jólin. „Við förum frekar seint af stað en það er allt í lagi, ég vinn miklu betur undir álagi. Bókin verður alveg ótrúlega spennandi en við viljum að hún sé aðeins meira en bara um hár og hárgreiðslu. Það á að vera skemmtilegt að skoða hana áður en maður fer að sofa,“ segir Theodóra. Hún leitar að hármódelum á aldrinum 2-12 ára og geta áhugasamir sent ljósmynd af barni sínu á netfangið harmodel@edda.is, með upplýsingum um nafn og aldur barnsins, nafn forráðamanns og símanúmer eða netfang.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Fleiri fréttir Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira