Flugnafælan Stígur Helgason skrifar 2. ágúst 2013 07:00 Ótti er órökrétt tilfinning. Fólk óttast ólíka hluti, sumir óttast margt, aðrir fátt. Ég óttast til dæmis eftirtalið: hæð (en þó ekki of mikla – mér líður illa á svölum fimm hæða fjölbýlishúss en ágætlega á þverhníptri, 200 metra hárri klettabrún), hafið (það er einhvern veginn endalaust á alla kanta, dimmt og djúpt og hýsir allskyns hættu – en samt hef ég snorklað innan um risaskötur þar sem ekki sér til botns og líkað vel), sársauka (sem er síðan aldrei svo slæmur þegar á reynir) og síðast en ekki síst, það órökréttasta af öllu: skordýr. Ég óttast ekki öll skordýr jafnt, en einkanlega þau sem eru með langar lappir. Því loðnari sem þau eru þeim mun ólíklegri eru þau líka til að vekja með mér viðbjóð. Mér er svo sem ekki sérlega gefið um tarantúlur, en ég gæti miklu heldur umborið þær en sléttrakaðar frænkur þeirra. Ég kann ekki að skýra þetta – kannski hárprýðin geri þær svona hvolpslegar. Og þó. Fátt óttast ég því meira en eina meinlausustu skepnu þessarar jarðar, hrossafluguna. Fljúgandi köngulóna, kalla ég hana. Hræðsla við þá aulalegu óværu hefur ásótt mig frá því að ég var pínulítill. Mig hefur oft dreymt martraðir um að hrossafluga fljúgi óvart upp í munninn á mér og vaknað kófsveittur með andfælum. Þess vegna voru það mér engin sérstök gleðitíðindi þegar svokölluð folafluga nam hér land fyrir nokkrum árum. Hún er alveg eins og hrossafluga, bara stærri, og þessa dagana fer ég varla fram úr rúminu án þess að þurfa að myrða eina slíka í sturtuhenginu inni á baði, aðra á kornflexpökkunum í eldhúsinu og þá þriðju við loftljósið í svefnherberginu. Svo stórar eru þær að ég finn þær streitast á móti og heyri þær nánast emja þegar ég krem þær og óttast svo að þær stífli klósettið þegar ég reyni að sturta þeim niður. Og ekki get ég farið rólegur að sofa fyrr en einhvern tíma í september. Ótti er órökrétt tilfinning. Það óttast til dæmis ekki margir verslunarmannahelgina, sem slíka, og er hún þó miklu hættulegri en nokkur leggjalöng fluga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun
Ótti er órökrétt tilfinning. Fólk óttast ólíka hluti, sumir óttast margt, aðrir fátt. Ég óttast til dæmis eftirtalið: hæð (en þó ekki of mikla – mér líður illa á svölum fimm hæða fjölbýlishúss en ágætlega á þverhníptri, 200 metra hárri klettabrún), hafið (það er einhvern veginn endalaust á alla kanta, dimmt og djúpt og hýsir allskyns hættu – en samt hef ég snorklað innan um risaskötur þar sem ekki sér til botns og líkað vel), sársauka (sem er síðan aldrei svo slæmur þegar á reynir) og síðast en ekki síst, það órökréttasta af öllu: skordýr. Ég óttast ekki öll skordýr jafnt, en einkanlega þau sem eru með langar lappir. Því loðnari sem þau eru þeim mun ólíklegri eru þau líka til að vekja með mér viðbjóð. Mér er svo sem ekki sérlega gefið um tarantúlur, en ég gæti miklu heldur umborið þær en sléttrakaðar frænkur þeirra. Ég kann ekki að skýra þetta – kannski hárprýðin geri þær svona hvolpslegar. Og þó. Fátt óttast ég því meira en eina meinlausustu skepnu þessarar jarðar, hrossafluguna. Fljúgandi köngulóna, kalla ég hana. Hræðsla við þá aulalegu óværu hefur ásótt mig frá því að ég var pínulítill. Mig hefur oft dreymt martraðir um að hrossafluga fljúgi óvart upp í munninn á mér og vaknað kófsveittur með andfælum. Þess vegna voru það mér engin sérstök gleðitíðindi þegar svokölluð folafluga nam hér land fyrir nokkrum árum. Hún er alveg eins og hrossafluga, bara stærri, og þessa dagana fer ég varla fram úr rúminu án þess að þurfa að myrða eina slíka í sturtuhenginu inni á baði, aðra á kornflexpökkunum í eldhúsinu og þá þriðju við loftljósið í svefnherberginu. Svo stórar eru þær að ég finn þær streitast á móti og heyri þær nánast emja þegar ég krem þær og óttast svo að þær stífli klósettið þegar ég reyni að sturta þeim niður. Og ekki get ég farið rólegur að sofa fyrr en einhvern tíma í september. Ótti er órökrétt tilfinning. Það óttast til dæmis ekki margir verslunarmannahelgina, sem slíka, og er hún þó miklu hættulegri en nokkur leggjalöng fluga.