Nicolas Winding Refn: Velgengni er blekking Sara McMahon skrifar 3. ágúst 2013 09:00 Nýjasta mynd Nicolas Winding Refn, Only God Forgives, var frumsýnd hér fyrir stuttu. Nordicphotos/Getty „Viðbrögðin við myndunum mínum hafa alltaf verið svona, þetta var því ekkert nýtt fyrir mér. Ég tel það vera tákn um velgengni ef fólk elskar það sem aðrir hata, þá hefur maður gert eitthvað rétt í listsköpuninni,“ segir danski leikstjórinn Nicolas Winding Refn þegar blaðamaður Fréttablaðsins spyr hann út í viðbrögð áhorfenda við kvikmynd hans, Only God Forgives. Myndin, sem skartar Ryan Gosling í aðalhlutverki, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes nú í vor og hlaut bæði lof bíórýna og einnig mikla gagnrýni. Winding Refn er danskur og eru foreldrar hans báðir tengdir kvikmyndaiðnaðinum; faðir hans, Anders Refn er leikstjóri, og móðir hans, Vibeke Winding er kvikmyndatökukona.Sló í gegn með Pusher „Þegar maður hefur verið viðloðandi kvikmyndaiðnaðinn frá blautu barnsbeini, verður þetta manni nánast eðlislægt,“ segir leikstjórinn sem sló í gegn árið 1996 með sinni fyrstu kvikmynd, Pusher. Sjálfur segist hann þó lítið spá í eigin velgengni. „Velgengni er blekking. Ef maður hugsar of mikið um hana þá verða mistök óhjákvæmileg. Maður á þess í stað að taka af skarið og framkvæma, ef maður ofhugsar hlutina verður maður þræll eigin væntinga,“ segir Winding Refn og gerir hér hlé á máli sínu til þess að sinna börnum sínum sem dvelja með honum tímabundið í Los Angeles.Gott samstarf við Gosling Spurður út í samstarf sitt og leikarans Ryans Gosling segir leikstjórinn það gott, en þeir höfðu áður unnið saman að gerð kvikmyndarinnar Drive. „Við þekkjum hvor annan betur núna og samstarfið var því auðveldara. Hann er þó mjög mjög þægilegur í viðmóti og frábær leikari.“ Tónlist spilar veigamikið hlutverk í kvikmyndum Windings Refn og kveðst hann leggja mikla vinnu í lagavalið. „Ég er hrifinn af ólíkum tónlistarstefnum og valið ræðst af því. Við klipparinn vinnum þetta svo áfram í sameiningu.“ Leikstjórinn dvelur nú ásamt fjölskyldu sinni í Los Angeles þar sem hann undirbýr næsta verkefni, endurgerð kvikmyndarinnar Barbarellu. „Ég er að skrifa handritið um þessar mundir og sú vinna gengur vel. Svo sjáum við hvað gerist eftir það,“ segir Winding Refn að lokum. Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Viðbrögðin við myndunum mínum hafa alltaf verið svona, þetta var því ekkert nýtt fyrir mér. Ég tel það vera tákn um velgengni ef fólk elskar það sem aðrir hata, þá hefur maður gert eitthvað rétt í listsköpuninni,“ segir danski leikstjórinn Nicolas Winding Refn þegar blaðamaður Fréttablaðsins spyr hann út í viðbrögð áhorfenda við kvikmynd hans, Only God Forgives. Myndin, sem skartar Ryan Gosling í aðalhlutverki, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes nú í vor og hlaut bæði lof bíórýna og einnig mikla gagnrýni. Winding Refn er danskur og eru foreldrar hans báðir tengdir kvikmyndaiðnaðinum; faðir hans, Anders Refn er leikstjóri, og móðir hans, Vibeke Winding er kvikmyndatökukona.Sló í gegn með Pusher „Þegar maður hefur verið viðloðandi kvikmyndaiðnaðinn frá blautu barnsbeini, verður þetta manni nánast eðlislægt,“ segir leikstjórinn sem sló í gegn árið 1996 með sinni fyrstu kvikmynd, Pusher. Sjálfur segist hann þó lítið spá í eigin velgengni. „Velgengni er blekking. Ef maður hugsar of mikið um hana þá verða mistök óhjákvæmileg. Maður á þess í stað að taka af skarið og framkvæma, ef maður ofhugsar hlutina verður maður þræll eigin væntinga,“ segir Winding Refn og gerir hér hlé á máli sínu til þess að sinna börnum sínum sem dvelja með honum tímabundið í Los Angeles.Gott samstarf við Gosling Spurður út í samstarf sitt og leikarans Ryans Gosling segir leikstjórinn það gott, en þeir höfðu áður unnið saman að gerð kvikmyndarinnar Drive. „Við þekkjum hvor annan betur núna og samstarfið var því auðveldara. Hann er þó mjög mjög þægilegur í viðmóti og frábær leikari.“ Tónlist spilar veigamikið hlutverk í kvikmyndum Windings Refn og kveðst hann leggja mikla vinnu í lagavalið. „Ég er hrifinn af ólíkum tónlistarstefnum og valið ræðst af því. Við klipparinn vinnum þetta svo áfram í sameiningu.“ Leikstjórinn dvelur nú ásamt fjölskyldu sinni í Los Angeles þar sem hann undirbýr næsta verkefni, endurgerð kvikmyndarinnar Barbarellu. „Ég er að skrifa handritið um þessar mundir og sú vinna gengur vel. Svo sjáum við hvað gerist eftir það,“ segir Winding Refn að lokum.
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira