Fótaóeirð eða fótapirringur Teitur Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2013 07:00 Hver kannast ekki við það að þurfa að rétta úr sér, ganga aðeins um og teygja, jafnvel skvetta fótunum aðeins til vegna óþæginda frá þeim, finna til náladofa eða verkja. Slíkt er í sjálfu sér afar algengt og alls ekki sjúklegt nema í sumum tilvikum, en þá getur það haft veruleg áhrif á einstaklinginn, rænt hann svefni, ýtt undir vanlíðan og valdið einbeitingarskorti. Í dag er talið að í Evrópu og Bandaríkjunum séu á bilinu 5-10% einstaklinga með það sem kallast Willis-Ekbom sjúkdómur eða Restless legs syndrome. Hér á landi tölum við yfirleitt um fótaóeirð eða fótapirring. Samkvæmt skilgreiningu þarf einstaklingur að finna reglulega fyrir verulegum óþægindum og mikilli hreyfiþörf í fótleggjum, lærum eða fótum og þá lýsa sumir einnig óþægindum í höndum og búk. Einkenni versna yfirleitt við hvíld, sérstaklega við að liggja eða sitja lengi, en skána við að hreyfa sig og algengast er að þau komi fram á kvöldin eða nóttunni. Sá sem þjáist af fótapirringi getur lýst margs konar einkennum fyrir utan verki. Þar má til dæmis nefna kláða eða brunatilfinningu, tog eða stingi, krampa og dofa – svo lýsingin getur verið fjölbreytt. Eitt eiga þó allir sammerkt, en það er að einkennin lagast við að hreyfa sig.Lyf geta ýtt undir einkenni Þrátt fyrir að þessi sjúkdómur sé talinn þetta algengur og geti í raun komið fram á hvaða aldri sem er, er meirihluti einstaklinga kominn yfir miðjan aldur og kvörtun sjúklinganna oftar en ekki bundin við svefntruflanir þegar þeir leita læknis í stað þess að lýsa óþægindum í fótunum. Konur eru helmingi líklegri til þess að vera með sjúkdóminn og ættgengi er talsvert. Þá er því lýst að allt að 25% kvenna á þriðja hluta meðgöngu fái fótapirring sem gengur yfirleitt til baka að lokinni meðgöngu. Orsökin er ekki almennilega þekkt en talið er að þetta sé miðtaugakerfissjúkdómur sem byggi á ójafnvægi í boðefnabúskap hans. Ýmsir aðrir þættir hafa líka áhrif, svo sem járnskortur, langt gengin sykursýki með úttaugasjúkdóm og langvinn nýrnabilun. Greiningin er fengin með sögu og skoðun, blóðprufur eru fyrst og fremst til að útiloka aðrar orsakir. Myndgreining, taugaleiðnipróf og í sumum tilvikum svefnrannsókn eru notuð á svipaðan hátt svo það er tiltölulega auðvelt að greina vandann. Það getur hins vegar reynst þrautinni þyngra að meðhöndla hann, sérstaklega ef einkenni eru svæsin. Ýmislegt getur svo haft áhrif á einkenni viðkomandi en vel þekkt er að koffínneysla, áfengi, reykingar og lélegar svefnvenjur virðast skipta máli. Ýmis lyf geta svo aftur á móti ýtt undir einkenni, algengust þeirra hérlendis eru sennilega þunglyndis-, geðrofs-, ofnæmis- og ógleðilyf svo eitthvað sé nefnt.Einskorðast ekki við gamalt fólk Markmið meðferðar byggir á því að forðast útleysandi atriði sem mest er mögulegt. Til dæmis er einstaklingum sem eru slæmir ráðlagt að stunda líkamsrækt, teygjur eða jafnvel jóga á kvöldin, víxlböð með heitu og köldu vatni, halda svefnvenjum góðum og reglubundnum, ferðast á dagtíma sé það mögulegt og haga lífi sínu að vissu leyti samkvæmt þessum útleysandi þáttum. Bætiefni eins og járn, B-vítamín og magnesíum geta gagnast og þarf að meta hverju sinni. Engin lækning er til við þessum sjúkdómi og meðferðin byggir fyrst og fremst á því að auka ákveðið taugaboðefni í heilanum sem kallast dópamín. Sú meðhöndlun er að vissu leyti lík þeirri sem við beitum gegn Parkinsonsjúkdómi. Engin tenging er þó við þann sjúkdóm svo vitað sé. Þá eru einnig notuð flogaveikilyf, svefn- og róandi lyf, auk þess sem sterkum verkjalyfjum er beitt í sumum tilvikum. Fjöldamargir kljást við fótapirring og einskorðast hann ekki við gamalt fólk. Meðferðin er bæði sértæk og almenn og því er mikilvægt að spyrja um einkenni fótaóeirðar hjá þeim sem lýsa svefnvanda. Finnir þú fyrir slíku og greining á vandanum liggur ekki fyrir er skynsamlegt að leita læknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Hver kannast ekki við það að þurfa að rétta úr sér, ganga aðeins um og teygja, jafnvel skvetta fótunum aðeins til vegna óþæginda frá þeim, finna til náladofa eða verkja. Slíkt er í sjálfu sér afar algengt og alls ekki sjúklegt nema í sumum tilvikum, en þá getur það haft veruleg áhrif á einstaklinginn, rænt hann svefni, ýtt undir vanlíðan og valdið einbeitingarskorti. Í dag er talið að í Evrópu og Bandaríkjunum séu á bilinu 5-10% einstaklinga með það sem kallast Willis-Ekbom sjúkdómur eða Restless legs syndrome. Hér á landi tölum við yfirleitt um fótaóeirð eða fótapirring. Samkvæmt skilgreiningu þarf einstaklingur að finna reglulega fyrir verulegum óþægindum og mikilli hreyfiþörf í fótleggjum, lærum eða fótum og þá lýsa sumir einnig óþægindum í höndum og búk. Einkenni versna yfirleitt við hvíld, sérstaklega við að liggja eða sitja lengi, en skána við að hreyfa sig og algengast er að þau komi fram á kvöldin eða nóttunni. Sá sem þjáist af fótapirringi getur lýst margs konar einkennum fyrir utan verki. Þar má til dæmis nefna kláða eða brunatilfinningu, tog eða stingi, krampa og dofa – svo lýsingin getur verið fjölbreytt. Eitt eiga þó allir sammerkt, en það er að einkennin lagast við að hreyfa sig.Lyf geta ýtt undir einkenni Þrátt fyrir að þessi sjúkdómur sé talinn þetta algengur og geti í raun komið fram á hvaða aldri sem er, er meirihluti einstaklinga kominn yfir miðjan aldur og kvörtun sjúklinganna oftar en ekki bundin við svefntruflanir þegar þeir leita læknis í stað þess að lýsa óþægindum í fótunum. Konur eru helmingi líklegri til þess að vera með sjúkdóminn og ættgengi er talsvert. Þá er því lýst að allt að 25% kvenna á þriðja hluta meðgöngu fái fótapirring sem gengur yfirleitt til baka að lokinni meðgöngu. Orsökin er ekki almennilega þekkt en talið er að þetta sé miðtaugakerfissjúkdómur sem byggi á ójafnvægi í boðefnabúskap hans. Ýmsir aðrir þættir hafa líka áhrif, svo sem járnskortur, langt gengin sykursýki með úttaugasjúkdóm og langvinn nýrnabilun. Greiningin er fengin með sögu og skoðun, blóðprufur eru fyrst og fremst til að útiloka aðrar orsakir. Myndgreining, taugaleiðnipróf og í sumum tilvikum svefnrannsókn eru notuð á svipaðan hátt svo það er tiltölulega auðvelt að greina vandann. Það getur hins vegar reynst þrautinni þyngra að meðhöndla hann, sérstaklega ef einkenni eru svæsin. Ýmislegt getur svo haft áhrif á einkenni viðkomandi en vel þekkt er að koffínneysla, áfengi, reykingar og lélegar svefnvenjur virðast skipta máli. Ýmis lyf geta svo aftur á móti ýtt undir einkenni, algengust þeirra hérlendis eru sennilega þunglyndis-, geðrofs-, ofnæmis- og ógleðilyf svo eitthvað sé nefnt.Einskorðast ekki við gamalt fólk Markmið meðferðar byggir á því að forðast útleysandi atriði sem mest er mögulegt. Til dæmis er einstaklingum sem eru slæmir ráðlagt að stunda líkamsrækt, teygjur eða jafnvel jóga á kvöldin, víxlböð með heitu og köldu vatni, halda svefnvenjum góðum og reglubundnum, ferðast á dagtíma sé það mögulegt og haga lífi sínu að vissu leyti samkvæmt þessum útleysandi þáttum. Bætiefni eins og járn, B-vítamín og magnesíum geta gagnast og þarf að meta hverju sinni. Engin lækning er til við þessum sjúkdómi og meðferðin byggir fyrst og fremst á því að auka ákveðið taugaboðefni í heilanum sem kallast dópamín. Sú meðhöndlun er að vissu leyti lík þeirri sem við beitum gegn Parkinsonsjúkdómi. Engin tenging er þó við þann sjúkdóm svo vitað sé. Þá eru einnig notuð flogaveikilyf, svefn- og róandi lyf, auk þess sem sterkum verkjalyfjum er beitt í sumum tilvikum. Fjöldamargir kljást við fótapirring og einskorðast hann ekki við gamalt fólk. Meðferðin er bæði sértæk og almenn og því er mikilvægt að spyrja um einkenni fótaóeirðar hjá þeim sem lýsa svefnvanda. Finnir þú fyrir slíku og greining á vandanum liggur ekki fyrir er skynsamlegt að leita læknis.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun