Við steypum í kvöld Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 14. ágúst 2013 07:00 Tilbúið til samsetningar, leiðbeiningar fylgja. Þetta hljómaði hreint ekki svo illa, við færum létt með þetta. Svona handlagin bæði! Ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég sá hýsið síðan auglýst á afslætti í ofanálag, nú skyldi byggður garðskúr. Sendibíllinn kom og fór og smá skjálfti fór um mig þegar ég horfði á efnisbunkann sem hann skildi eftir. Örlitli áhaldaskúrinn sem virkaði svo viðráðanlegur í bæklingnum þakti nú stóran hluta bakgarðsins, í formi spýtna í mörgum, misjöfnum lengdum, ólíkum að lögun líka, og óteljandi skrúfum og nöglum í sekkjum. Þarna mátti sjá festingar fyrir hin ýmsu samskeyti sem erfitt var að átta sig á við fyrstu sýn, lamir og lista og lítinn glugga. En veðrið var mjög gott þennan dag svo ég þreif leiðbeiningarnar og fletti. Þetta yrði lítið mál, skúrinn yrði risinn fyrir kvöldið. Við hófumst handa um leið. Röðuðum gólfbitum og negldum niður botn, hallamældum og réttum af. Fjalirnar féllu hver að annarri og fljótlega gátum við flett á næstu síðu. Nú eru tvær vikur síðan sendibílstjórinn skellti aftur skottinu og veifaði okkur glottandi. Þaklaus blaktir skúrinn til í bakgarðinum, enda lítið hald þegar líka vantar framhlið og undirstöðurnar engar. Við buguðumst á annarri síðu. Hvorugt okkar hefur nú nefnt skúrinn um hríð. Hversdagslegt amstur tekið við og lausar stundir nýttar í annað en smíðar. Haustvindarnir eru samt farnir að belgja sig og blása svo hriktir í hróinu í bakgarðinum. Það hvín og brakar svo lítið verður um svefn, enda ólíklegt að íslenskt veðurfar hafi verið tekið með í reikninginn við hönnun skúrsins. Hvað þá íslensk vetrartíð. „Á morgun,“ hugsum við bæði, í hljóði samt og snúum okkur á hina. Skúrinn liggur á mér eins og mara en ég tek ekki af skarið. Veit að útfæra þarf undirstöður og þýða orð úr leiðbeiningabæklingnum en ég bíð eins og það gerist af sjálfu sér. Og svo gerðist það. Síminn hringdi í hádeginu svo ég hrökk við og frá hinum enda línunnar heyrðist: „Við steypum í kvöld!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun
Tilbúið til samsetningar, leiðbeiningar fylgja. Þetta hljómaði hreint ekki svo illa, við færum létt með þetta. Svona handlagin bæði! Ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég sá hýsið síðan auglýst á afslætti í ofanálag, nú skyldi byggður garðskúr. Sendibíllinn kom og fór og smá skjálfti fór um mig þegar ég horfði á efnisbunkann sem hann skildi eftir. Örlitli áhaldaskúrinn sem virkaði svo viðráðanlegur í bæklingnum þakti nú stóran hluta bakgarðsins, í formi spýtna í mörgum, misjöfnum lengdum, ólíkum að lögun líka, og óteljandi skrúfum og nöglum í sekkjum. Þarna mátti sjá festingar fyrir hin ýmsu samskeyti sem erfitt var að átta sig á við fyrstu sýn, lamir og lista og lítinn glugga. En veðrið var mjög gott þennan dag svo ég þreif leiðbeiningarnar og fletti. Þetta yrði lítið mál, skúrinn yrði risinn fyrir kvöldið. Við hófumst handa um leið. Röðuðum gólfbitum og negldum niður botn, hallamældum og réttum af. Fjalirnar féllu hver að annarri og fljótlega gátum við flett á næstu síðu. Nú eru tvær vikur síðan sendibílstjórinn skellti aftur skottinu og veifaði okkur glottandi. Þaklaus blaktir skúrinn til í bakgarðinum, enda lítið hald þegar líka vantar framhlið og undirstöðurnar engar. Við buguðumst á annarri síðu. Hvorugt okkar hefur nú nefnt skúrinn um hríð. Hversdagslegt amstur tekið við og lausar stundir nýttar í annað en smíðar. Haustvindarnir eru samt farnir að belgja sig og blása svo hriktir í hróinu í bakgarðinum. Það hvín og brakar svo lítið verður um svefn, enda ólíklegt að íslenskt veðurfar hafi verið tekið með í reikninginn við hönnun skúrsins. Hvað þá íslensk vetrartíð. „Á morgun,“ hugsum við bæði, í hljóði samt og snúum okkur á hina. Skúrinn liggur á mér eins og mara en ég tek ekki af skarið. Veit að útfæra þarf undirstöður og þýða orð úr leiðbeiningabæklingnum en ég bíð eins og það gerist af sjálfu sér. Og svo gerðist það. Síminn hringdi í hádeginu svo ég hrökk við og frá hinum enda línunnar heyrðist: „Við steypum í kvöld!“
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun