Bíður eftir að íslenskir leikstjórar hafi samband Sara McMahon skrifar 14. ágúst 2013 08:00 Atli Bollason fer með aðalhlutverkið í stuttmynd sem frumsýnd verður á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Fréttablaðið/Daníel „Myndin var tekin upp yfir frekar langan tíma. Við byrjuðum í Detroit fyrir einu og hálfu ári, svo var eitthvað skotið í Toronto, Berlín og í Frakklandi. En sagan sjálf gerist að mestu á ótilgreindum stað í Bandaríkjum Norður-Ameríku,“ segir Atli Bollason. Hann fer með aðalhlutverkið í kanadísku stuttmyndinni Numbers & Friends, sem valin var til sýningar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem fram fer í september. Leikstjóri myndarinnar er Kanadamaðurinn Alexander Carson, en honum og Atla er vel til vina. „Ég kynntist Alexander þegar ég bjó í Montreal, þar sem ég var við nám. Ég hef áður leikið í mynd eftir hann og það samstarf gekk mjög vel.“ Numbers & Friends segir frá ungum Evrópubúa sem flyst til Norður-Ameríku og reynir að fóta sig í nýju og framandi umhverfi. „Ég leik bara í myndinni, en mig grunar að Alexander hafi notað glefsur úr mínu lífi þegar hann skapaði persónuna,“ segir Atli og hlær.Game of Thrones mikill leiksigur Hann verður ekki viðstaddur frumsýningu myndarinnar í Toronto sökum tímaleysis, en segist vona að hann fái tækifæri til þess að fylgja henni á næstu hátíð. Atli er bókmenntafræðingur að mennt en hefur einnig látið til sín taka á sviði leiklistar. „Ég hef leikið í þessum tveimur myndum hans Alexanders og einnig á sviði í Montreal. Svo var ég aukaleikari í Game of Thrones, það var mikill leiksigur. Nú bíð ég bara eftir því að íslenskir leikstjórar taki við sér og fari að hafa samband,“ segir hann að lokum í gamansömum tón. Kvikmyndahátíðin í Toronto var stofnsett árið 1976. Hátíðin er ein sú stærsta í heimi og í fyrra sóttu um 400 þúsund manns hana. Game of Thrones Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Myndin var tekin upp yfir frekar langan tíma. Við byrjuðum í Detroit fyrir einu og hálfu ári, svo var eitthvað skotið í Toronto, Berlín og í Frakklandi. En sagan sjálf gerist að mestu á ótilgreindum stað í Bandaríkjum Norður-Ameríku,“ segir Atli Bollason. Hann fer með aðalhlutverkið í kanadísku stuttmyndinni Numbers & Friends, sem valin var til sýningar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem fram fer í september. Leikstjóri myndarinnar er Kanadamaðurinn Alexander Carson, en honum og Atla er vel til vina. „Ég kynntist Alexander þegar ég bjó í Montreal, þar sem ég var við nám. Ég hef áður leikið í mynd eftir hann og það samstarf gekk mjög vel.“ Numbers & Friends segir frá ungum Evrópubúa sem flyst til Norður-Ameríku og reynir að fóta sig í nýju og framandi umhverfi. „Ég leik bara í myndinni, en mig grunar að Alexander hafi notað glefsur úr mínu lífi þegar hann skapaði persónuna,“ segir Atli og hlær.Game of Thrones mikill leiksigur Hann verður ekki viðstaddur frumsýningu myndarinnar í Toronto sökum tímaleysis, en segist vona að hann fái tækifæri til þess að fylgja henni á næstu hátíð. Atli er bókmenntafræðingur að mennt en hefur einnig látið til sín taka á sviði leiklistar. „Ég hef leikið í þessum tveimur myndum hans Alexanders og einnig á sviði í Montreal. Svo var ég aukaleikari í Game of Thrones, það var mikill leiksigur. Nú bíð ég bara eftir því að íslenskir leikstjórar taki við sér og fari að hafa samband,“ segir hann að lokum í gamansömum tón. Kvikmyndahátíðin í Toronto var stofnsett árið 1976. Hátíðin er ein sú stærsta í heimi og í fyrra sóttu um 400 þúsund manns hana.
Game of Thrones Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira