Gibson leist ekki á hestaklámið Hanna Ólafsdóttir skrifar 19. ágúst 2013 10:00 Benedikt Erlingsson og Mel Giibson bregða á leik en Mel var staddur hér á landi sumarið 2008. „Ég reyndi að fá Mel Gibson til að leika í myndinni en hann varð því miður af þessu frábæra tækifæri, “ segir Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri myndarinnar Hross í oss. Benedikt og Mel hittust þegar Benedikt var beðinn um að vera leiðsögumaður fyrir Mel sumarið 2008 þegar hann var staddur hér á landi ásamt tveimur sonum sínum. Að sögn Benedikts var Mel hér í sumarfríi en notaði einnig tímann til að fara á víkingaslóðir og skoða mögulega tökustaði fyrir kvikmynd sem hann var að vinna að. „Ég var rétt byrjaður að segja honum söguþráðinn þegar hann stoppaði mig af og sagði: „No Benni, this is horse porn,“ sem útleggst á íslensku sem nei Benni, þetta er hestaklám.“ Benedikt segir ekki hafa komið að sök að Hollywood- stjarnan hafi hafnað hlutverkinu enda hafi hann fengið frábæran mann í hlutverkið. „Það hefði kannski hjálpað upp á fjármögnum að gera að hafa Mel í myndinni en ég fékk frábæran mann að nafni Juan Camillo til að leika hlutverkið. Ég þurfti því ekki stjörnu heldur bjó ég til stjörnu í staðinn.“ Hross í oss verður frumsýnd þann 28. ágúst í Háskólabíó. „En Mel Gibson verður fjarri góður gamni, “ segir Benedikt. Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég reyndi að fá Mel Gibson til að leika í myndinni en hann varð því miður af þessu frábæra tækifæri, “ segir Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri myndarinnar Hross í oss. Benedikt og Mel hittust þegar Benedikt var beðinn um að vera leiðsögumaður fyrir Mel sumarið 2008 þegar hann var staddur hér á landi ásamt tveimur sonum sínum. Að sögn Benedikts var Mel hér í sumarfríi en notaði einnig tímann til að fara á víkingaslóðir og skoða mögulega tökustaði fyrir kvikmynd sem hann var að vinna að. „Ég var rétt byrjaður að segja honum söguþráðinn þegar hann stoppaði mig af og sagði: „No Benni, this is horse porn,“ sem útleggst á íslensku sem nei Benni, þetta er hestaklám.“ Benedikt segir ekki hafa komið að sök að Hollywood- stjarnan hafi hafnað hlutverkinu enda hafi hann fengið frábæran mann í hlutverkið. „Það hefði kannski hjálpað upp á fjármögnum að gera að hafa Mel í myndinni en ég fékk frábæran mann að nafni Juan Camillo til að leika hlutverkið. Ég þurfti því ekki stjörnu heldur bjó ég til stjörnu í staðinn.“ Hross í oss verður frumsýnd þann 28. ágúst í Háskólabíó. „En Mel Gibson verður fjarri góður gamni, “ segir Benedikt.
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira