Nýtt Nýtt líf í tilefni 30 ára afmælis Sara McMahon skrifar 22. ágúst 2013 08:00 Ragnar Ísleifur Bragason og Þorsteinn Guðmundsson eru á meðal þeirra er munu talsetja gamanmyndina Nýtt líf upp á nýtt. Fréttablaðið/gva „Þetta er ein klassískasta og besta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi. Ég hafði ofsalega gaman af henni þegar ég var yngri og þótti karakterarnir skemmtilega asnalegir,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason leikari. Hann tekur þátt í sérstakri grínsýningu á Nýju lífi í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá frumsýningu myndarinnar. Sýningin er í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, og fer fram í Tjarnarbíói þann 27. september. Myndin verður talsett upp á nýtt á staðnum og með talsetningu fara meðal annars Ragnar sjálfur og Þorsteinn Guðmundsson leikari. „Myndin verður sem sagt sýnd á tjaldi, án hljóðs, og við sem að þessu komum munum búa til nýjan díalóg fyrir myndina. Einhver atriði verða alveg orðrétt upp úr myndinni en öðrum verður breytt,“ útskýrir Ragnar Ísleifur. Ragnar Ísleifur kann samtöl og senur kvikmyndarinnar utan að og hefur margsinnis þulið hana orðrétt upp á mannamótum. „Ég var eitt sinn staddur á Landsmóti félags framhaldsskólanema og hver skóli átti að vera með skemmtiatriði. Minn skóli hafði ekki undirbúið neitt og það var ákveðið að ég mundi fara með alla myndina – það yrði okkar atriði. Myndin er níutíu mínútur að lengd og sýningin var um hundrað mínútur því leiklýsingar fylgdu einnig. Ég hef síðan endurtekið leikinn við ýmis tækifæri síðan þá.“ Leikstjóri myndarinnar, Þráinn Bertelsson, verður viðstaddur sýninguna og kveðst Ragnar Ísleifur virkilega spenntur fyrir því. „Þráinn og Karl Ágúst [Úlfsson] verða á meðal áhorfenda, sem er mjög skemmtilegt. Ég veit að Þráinn er mjög spenntur fyrir sýningunni,“ segir hann að lokum. Hægt er að nálgast miða á sýninguna á vefsíðunni Riff.is. Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Þetta er ein klassískasta og besta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi. Ég hafði ofsalega gaman af henni þegar ég var yngri og þótti karakterarnir skemmtilega asnalegir,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason leikari. Hann tekur þátt í sérstakri grínsýningu á Nýju lífi í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá frumsýningu myndarinnar. Sýningin er í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, og fer fram í Tjarnarbíói þann 27. september. Myndin verður talsett upp á nýtt á staðnum og með talsetningu fara meðal annars Ragnar sjálfur og Þorsteinn Guðmundsson leikari. „Myndin verður sem sagt sýnd á tjaldi, án hljóðs, og við sem að þessu komum munum búa til nýjan díalóg fyrir myndina. Einhver atriði verða alveg orðrétt upp úr myndinni en öðrum verður breytt,“ útskýrir Ragnar Ísleifur. Ragnar Ísleifur kann samtöl og senur kvikmyndarinnar utan að og hefur margsinnis þulið hana orðrétt upp á mannamótum. „Ég var eitt sinn staddur á Landsmóti félags framhaldsskólanema og hver skóli átti að vera með skemmtiatriði. Minn skóli hafði ekki undirbúið neitt og það var ákveðið að ég mundi fara með alla myndina – það yrði okkar atriði. Myndin er níutíu mínútur að lengd og sýningin var um hundrað mínútur því leiklýsingar fylgdu einnig. Ég hef síðan endurtekið leikinn við ýmis tækifæri síðan þá.“ Leikstjóri myndarinnar, Þráinn Bertelsson, verður viðstaddur sýninguna og kveðst Ragnar Ísleifur virkilega spenntur fyrir því. „Þráinn og Karl Ágúst [Úlfsson] verða á meðal áhorfenda, sem er mjög skemmtilegt. Ég veit að Þráinn er mjög spenntur fyrir sýningunni,“ segir hann að lokum. Hægt er að nálgast miða á sýninguna á vefsíðunni Riff.is.
Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira