"Þetta er ferðalag inn í hið óvænta" Marín Manda skrifar 23. ágúst 2013 10:45 Sara Riel myndlistarkona. Myndlistarkonan Sara Riel er um þessar mundir með sýningu á Listasafni Íslands. Lífið ræddi við hana um æskuna, ástina, vegglistina og hvernig það er að lifa af listinni á Íslandi í dag. Sara Riel myndlistararkona stendur upp á lyftara fleiri fleiri metra hátt upp í lofti þegar blaðamaður Lífsins bar að garði. Hún er að mála risastóra fjöður með fuglum á hvítan veggi í Asparfelli í Breiðholtinu, íklædd lopapeysu og með rauðprjónaða húfu á hausnum. Sara er ekki lengi að bjóða blaðamanni að koma upp og njóta útsýnisins sem hún afþakkar pent vegna lofthræðslu. Sara Riel er sannkölluð listkona af lífi og sál og segist ekki hafa haft neina stórkostlega drauma um annað en myndlist þegar hun var að alast upp. Hún valdi ómeðvitað að fara á brautir listarinnar eins og móðir hennar sem einnig er myndlistarkona og kennari. Sara Riel sækir innblástur aðallega til maka síns og vina.Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst yngri?„Ég vildi verða myndlistarkona. Mamma var myndlistarkona og fór í MHÍ þegar ég var 6 ára. Sumir hafa kannski einhverja drauma um að verða hjúkka en hluti af mínu hversdagslega lífi var að fara með í módelteikningu á meðan ég var að bíða eftir mömmu í skólanum. Einnig var ég sett á barna myndlistarnámskeið.“ Hefur þú þá alltaf verið að teikna og mála? „Myndlist hefur verið viðloðandi líf mitt alla tíð og þar af leiðandi var það varla draumur eða ákvörðun heldur var búið að ala þetta upp í mér og mér fannst ekkert eðlilegra fyrir mig að fara gera þegar ég varð eldri. Uppeldið var allan tímann hálfgerð hvolpaþjálfun í myndlist.“Sara RielHvar ólstu upp og hvernig voru fjölskylduhagir þínir? „Ég fæddist í Kaupmannahöfn í Rødovre center en mamma var einstæð og ég er einkabarn svo við vorum alltaf einar. Við fluttum heim til Íslands þegar ég var 5 ára og þá fór ég í Lauganesskóla. Skólinn var fasti punkturinn minn því við vorum alltaf að flytja. Þegar ég var 10-12 ára þá var ég rifinn aðeins upp og sett inn í annan heim í 2 ár en þá fluttum við til Þýskalands svo að mamma gæti farið í áframhaldandi myndlistarnám. Þess vegna er ég bæði opin fyrir tungumálum og þessu ferðalagi sem krefst þess af þér að vera opin fyrir hinu óvænta. Ég ólst upp við að breyta sífellt um umhverfi í barnæsku og því er ég er með sterk „nomad“ gen í mér. Það er þessi sterka þörf í mér flytja mig um set því það er bara hluti af því að fara áfram, í breytingunni. Þar þarftu að kljást við sjálfa þig og þessar þrautir sem mæta þér á leiðinni.“"Geymt en ekki gleymt-Kanína" 2013 - Memento Mori: Nátturgripasafn, Listasafn ÍslandsHvar menntaðir þú þig? „Ég fór í FB á listabrautina en þegar ég var 21 árs var ég búin með eitt ár í Listaháskólanum og var orðin aðþrengd af Reykjavík og leið eins og ég þyrfti stærra umhverfi. Þá sótti ég um í Weissensee sem er Listaháskólinn í austur Berlín og bjó þar í 6 ár og kláraði masterinn. Ég hafði grunn í þýskunni frá því ég var krakki og lærði þýsku í menntaskóla. Í Berlín kynntist ég Street Art og flottum grafiti kjarna fyrir alvöru en það má segja að höfuðstöðvar fyrir writing eða skrift sé þar. Graffiti eða writing snýst allt um bókstafi eða nöfn og minna um eðli fólks. Þetta er mikið name fame. Ég aðhylltist street art en borgin hafði einnig mikil áhrif á það. Ég mæli hins vegar með því að eignast útlendan kærasta þegar maður býr erlendis því lykilinn af hugarfari innfæddra er tungumálið. Maður hefur enga tilfinningu fyrir Ich liebe dich ef maður skilur ekki tungumálið en með því að kljást í tungumálasamskiptum við maka koma tilfinningar og húmorinn fram.“ Sara Riel er töffari.Ertu einhvern tímann hrædd við að einhver eyðileggi verkin þín? „Þegar ég labba í burtu frá verki þá á ég það ekki lengur. Öll myndlist sem er úti á strætum borgarinnar sem sprettur frá einni manneskju og er ekki að reyna selja þér eitthvað, er Street Art. Töggin getur maður horft á sem gestabók. Þetta er krot en það er einhver manneskja á bakvið það sem að sagði; Hér var ég. Það er ekki bara fólk sem eyðleggur verkin, það getur lika verið veður eða byggingarframkvæmdir. Fegurð borgarlistar er einmitt hverfulleikinn.“ Hvernig myndir þú lýsa þínum persónulega myndlistar stíl? „Hann er einhvers konar sambland af klassískri listarsögu, teiknimyndahefð og grafískri hönnun. Street art frá 2002-2005 hafði mikil áhrif á mig. Sambland af nýju og gömlu og mín túlkun á samtímanum. Það er fín lína í verkunum milli þess að vera klassísk máluð eða stílfærð og yfir í grafíska einföldun. Mér finnst vanmetið að læra alla þá tækni sem þú mögulega kemst í, hvort um ræðir tækniteiknun, málunartækni, líma og klippa eða video. Ég nota allt þetta til fara inn og út um gluggann til að komast að einhverri niðurstöðu. Stíllinn þinn er eins og söngröddin þín. Þetta er ekki bara eitthvað sem ég bý til heldur er þetta eitthvað sem býr innra með þér, sem er bara hluti af mínu uppeldi og eðli og mínum gagnabanka. Það er það sem er erfiðast í myndlist, það er að finna sinn eigin stíl. Ég er búin að vera leita heillengi en er komin á þannig stað í dag að nú þekki ég mig.“ Hvað með einkalífið? Varstu ekki að gifta þig í helli í fyrra? „Jú ég gifti mig í helli í Bláfjöllum en ég var búin að lofa manninum mínum að tala ekki um brúðkaupið. Ég giftist besta vini mínum í þessum helli og það var gloríus og besta party í heimi. Toshiki Toma gifti okkur því ég er spiritual en ekki trúarbragaðasinnuð og hann var góður að sníða brúðkaupið að því. Bláfjöll á sumrin er ótrúlegur staður, eins og einhvers konar geimstöð.“ Nú ertu með sýningu á Listasafni Íslands, hvert er þema sýningarinnar? „Sýningin heitir Memento-Mori, náttúrugripasafn. Náttúrugripasafn er þemað og innan þess eru konungsríkin, plönturíkið, dýraríkið, fjölfrumingar, einfrumingar, svepparíki og svo steinaríkið sem ég tek inni sem náttúrufræðingar gera ekki. Memento mori þýðir; mundu að þú ert dauðlegur. Þegar sýningunni lokar er að sjálfsögðu hægt að kaupa verkin en síðasta sýningarhelgin er þessa helgi.“Hvað með þetta vegglistaverk sem þú ert að gera hér í Breiðholtinu? Hvernig kom það til? „Ég vann að sýningunni minni í Listasafni Íslands 3 ár og þetta verk sem ég er að mála hér í Breiðholtinu er sprottið þaðan. Þetta verk kom upp, þessi fjöður í samhengi við Asparfelli og Breiðholtið. Þessa fuglasýn, einhver ein heild. ein létt fjöður sem innbyrgðir fjölbreytileika tegundanna eins og blokkin er. "Fjöður" 2013 - Memento Mori: Nátturgripasafn, Listasafn Íslands.Hingað til hafa Litaland eða Slippfélagið stutt mig einna mest þegar ég hef verið að mála verk eins og þetta en ég hef verið að gera Street Art síðan árið 2002 og á ansi marga veggi í borginni. Ég valdi þennan vegg mjög hratt hér í Breiðholtinu og þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ almennileg laun fyrir það sem ég er að gera.“ Hvenær ertu mest skapandi og hvaðan færð þú hugmyndir fyrir næsta verkefni? „Allan ársins hring er opið fyrir gáttina og þú ert alltaf að skoða og stúdera og spá. Á veturna er ég mest einbeitt að grúska í rannsóknarvinnu og láta hlutina vinda upp á sig en á sumrin er ég alltaf úti að mála eða leiðsaga. Auðvitað fæ ég margar hugmyndir í rónni. Jafnvel í löngum göngum uppi á hálendinu eða í sundsprettum í lauginni en það er oft afleiðing þess að maður er búin að vera að berjast. Oft þegar eitthvað þagnar í huganum koma upp lausnir. Fyrsta stigið er að fá hugmyndina en einhverjar hugmyndir ásækja mann, þær vilja ekki fara. Annað stigið er að fara rannsaka. Ég geri aldrei það sem upphaflega var planað. Það væri bara leiðinlegt. Þetta er ferðalag inn í hið óvænta þar sem þú ert í rauninni bara að leysa vandamál til að fá dýpri skilning á viðfangsefninu. Mjög margt kemur tilbaka til mín þegar ég er að tala við fólk og brainstorma.“Orginall: Túlkun Söru á Gústafi Jarli Viðarsyni, ektamanninum og skógarhöggsmanninum sem er uppnefndur "Jack Lumber in the green"Hvaða fólk í bransanum sækir þú innblástur í eða lítur upp til? „Ég leita til vina minna eins og Gunna Tynes í Múm, hann er með breiða vísindalega þekkingu og abrstrakt hugsun. Davíð Örn og Silla. Ólöf og Kristín Anna. Það er bara tilfallandi hver það er sem maður leitar til. Gústi maðurinn minn er aðal. Hann er Skógfræðingar og skógarvörður í Heiðmörk. Við tengjumt rosalega góðum böndum. Fyrst vorum við vinir í 5 ár en svo kviknaði blossinn. Maður verður hálfgerður sérfræðingur í vinnu maka síns því það er svo gott að geta rætt málin og frætt hvort annað. Svo er myndhöggvarafélagið og þar er alls konar fólk. Þetta er stórt félag af fagfólki kaffistofan helgar sig að menningarlegum umræðum.“ Hvernig er að lifa listamannalífi á Íslandi? „Þetta er tricky leikur og mjög langt maraþon að vera listamaður. Þú getur orðið heppin en við erum bara 24 klukkutíma sólarhringsins að hugsa og reyna að finna eitthvað bitastætt. Hugmyndavinnan og útfærslumöguleikarnir eru mest vanmetin og þessi míta um drykkfelda kerfissjúgjandi listamenn eru fordómar að mestu leyti. Auðvitað erum við spes þjóðflokkur en ekkert síðri en kokkar. Ég trúi því að ástæðan fyrir þvi að það eru svona margir sem að detta út úr öllum listgreinunum er þetta fjárhagslega óöryggi því fólk stofnar fjölskyldur og þarf að hafa stöðugleika, þannig að það er áhætta sem að fylgir starfinu.Mynd af mæðgunum en móðir hennar heitir Ingibjörg Friðriksdóttir.Er hægt að lifa eingöngu af listinni á Íslandi? „Listamannalaunin eru stærsta lifibrauðið. Þau eru til að halda okkur í húsaskjóli, fæða og klæða. Maður lifir ekki stórkostlegu lúxuslífi en þetta heldur manni oft á floti. Maður grætur þegar maður fær listamannalaunin. Það er alltaf möguleiki á að markaðurinn bregðist við og að safnarar kaupi verkin þín. Við lendum árlega í því að það sé mikil reiði í þjóðfélaginu yfir því að það sé verið að borga undir okkur hobbý en skilningurinn fæst yfirleitt með því að prufa þetta. Margir halda að allir geti gert þetta. Æfingin skapar þó meistarann og ég vil gera þetta í 10 klukkutíma á dag því þannig næ ég árangri.“ Hefur þú hugsað þér að stefna á erlenda markaðimeð list þína? „Þar eru augljóslega lang mestu tekjumöguleikarnir. Ég hef ferðast einstaklega mikið um heiminn vegna Street Art. Meðal annars til Íran og Japan en heimurinn er stór og það eru margir um bitann. Ég kaus að koma heim til Reykjavíkur til að fá friðinn sem að Ísland gefur manni á veturna til að sjá hvert það myndi leiða mig. Myndlistin býður einnig upp á óvænt tilboð ef listin sjálf eða innihaldið er sterkt. Ég hef trú á verkinu sem sitt eigið sjálfstæða fyrirbæri.“ Tekurðu þátt í menningarnótt? „Já ég verð með leiðsögn á sýnungunni minni og segi fólki frá verkunum á laugardaginn kl. 17 og á sunnudaginn kl. 14. Mörgum finnst gaman að fá smá innsýn inn í ferlið og hugmyndafræðina og upplifa þar af leiðandi sýninguna sterkar.“ Hvernig lítur framtíðin út? „Fyrir mig skiptir langmestu máli að ég nái að framleiða mjög frambærileg listaverk sem eru samtímaleg, að innihaldið hefi eitthvað kjöt á beinunum og að framkvæmdin sé vandvirk og vel frágengin því það sem kemur eftir það, gerist bara. Listaverk, lag eða leikverk eiga til að heilla fólk og það spyrst út og þar af leiðandi koma tilboðin.“ Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Myndlistarkonan Sara Riel er um þessar mundir með sýningu á Listasafni Íslands. Lífið ræddi við hana um æskuna, ástina, vegglistina og hvernig það er að lifa af listinni á Íslandi í dag. Sara Riel myndlistararkona stendur upp á lyftara fleiri fleiri metra hátt upp í lofti þegar blaðamaður Lífsins bar að garði. Hún er að mála risastóra fjöður með fuglum á hvítan veggi í Asparfelli í Breiðholtinu, íklædd lopapeysu og með rauðprjónaða húfu á hausnum. Sara er ekki lengi að bjóða blaðamanni að koma upp og njóta útsýnisins sem hún afþakkar pent vegna lofthræðslu. Sara Riel er sannkölluð listkona af lífi og sál og segist ekki hafa haft neina stórkostlega drauma um annað en myndlist þegar hun var að alast upp. Hún valdi ómeðvitað að fara á brautir listarinnar eins og móðir hennar sem einnig er myndlistarkona og kennari. Sara Riel sækir innblástur aðallega til maka síns og vina.Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst yngri?„Ég vildi verða myndlistarkona. Mamma var myndlistarkona og fór í MHÍ þegar ég var 6 ára. Sumir hafa kannski einhverja drauma um að verða hjúkka en hluti af mínu hversdagslega lífi var að fara með í módelteikningu á meðan ég var að bíða eftir mömmu í skólanum. Einnig var ég sett á barna myndlistarnámskeið.“ Hefur þú þá alltaf verið að teikna og mála? „Myndlist hefur verið viðloðandi líf mitt alla tíð og þar af leiðandi var það varla draumur eða ákvörðun heldur var búið að ala þetta upp í mér og mér fannst ekkert eðlilegra fyrir mig að fara gera þegar ég varð eldri. Uppeldið var allan tímann hálfgerð hvolpaþjálfun í myndlist.“Sara RielHvar ólstu upp og hvernig voru fjölskylduhagir þínir? „Ég fæddist í Kaupmannahöfn í Rødovre center en mamma var einstæð og ég er einkabarn svo við vorum alltaf einar. Við fluttum heim til Íslands þegar ég var 5 ára og þá fór ég í Lauganesskóla. Skólinn var fasti punkturinn minn því við vorum alltaf að flytja. Þegar ég var 10-12 ára þá var ég rifinn aðeins upp og sett inn í annan heim í 2 ár en þá fluttum við til Þýskalands svo að mamma gæti farið í áframhaldandi myndlistarnám. Þess vegna er ég bæði opin fyrir tungumálum og þessu ferðalagi sem krefst þess af þér að vera opin fyrir hinu óvænta. Ég ólst upp við að breyta sífellt um umhverfi í barnæsku og því er ég er með sterk „nomad“ gen í mér. Það er þessi sterka þörf í mér flytja mig um set því það er bara hluti af því að fara áfram, í breytingunni. Þar þarftu að kljást við sjálfa þig og þessar þrautir sem mæta þér á leiðinni.“"Geymt en ekki gleymt-Kanína" 2013 - Memento Mori: Nátturgripasafn, Listasafn ÍslandsHvar menntaðir þú þig? „Ég fór í FB á listabrautina en þegar ég var 21 árs var ég búin með eitt ár í Listaháskólanum og var orðin aðþrengd af Reykjavík og leið eins og ég þyrfti stærra umhverfi. Þá sótti ég um í Weissensee sem er Listaháskólinn í austur Berlín og bjó þar í 6 ár og kláraði masterinn. Ég hafði grunn í þýskunni frá því ég var krakki og lærði þýsku í menntaskóla. Í Berlín kynntist ég Street Art og flottum grafiti kjarna fyrir alvöru en það má segja að höfuðstöðvar fyrir writing eða skrift sé þar. Graffiti eða writing snýst allt um bókstafi eða nöfn og minna um eðli fólks. Þetta er mikið name fame. Ég aðhylltist street art en borgin hafði einnig mikil áhrif á það. Ég mæli hins vegar með því að eignast útlendan kærasta þegar maður býr erlendis því lykilinn af hugarfari innfæddra er tungumálið. Maður hefur enga tilfinningu fyrir Ich liebe dich ef maður skilur ekki tungumálið en með því að kljást í tungumálasamskiptum við maka koma tilfinningar og húmorinn fram.“ Sara Riel er töffari.Ertu einhvern tímann hrædd við að einhver eyðileggi verkin þín? „Þegar ég labba í burtu frá verki þá á ég það ekki lengur. Öll myndlist sem er úti á strætum borgarinnar sem sprettur frá einni manneskju og er ekki að reyna selja þér eitthvað, er Street Art. Töggin getur maður horft á sem gestabók. Þetta er krot en það er einhver manneskja á bakvið það sem að sagði; Hér var ég. Það er ekki bara fólk sem eyðleggur verkin, það getur lika verið veður eða byggingarframkvæmdir. Fegurð borgarlistar er einmitt hverfulleikinn.“ Hvernig myndir þú lýsa þínum persónulega myndlistar stíl? „Hann er einhvers konar sambland af klassískri listarsögu, teiknimyndahefð og grafískri hönnun. Street art frá 2002-2005 hafði mikil áhrif á mig. Sambland af nýju og gömlu og mín túlkun á samtímanum. Það er fín lína í verkunum milli þess að vera klassísk máluð eða stílfærð og yfir í grafíska einföldun. Mér finnst vanmetið að læra alla þá tækni sem þú mögulega kemst í, hvort um ræðir tækniteiknun, málunartækni, líma og klippa eða video. Ég nota allt þetta til fara inn og út um gluggann til að komast að einhverri niðurstöðu. Stíllinn þinn er eins og söngröddin þín. Þetta er ekki bara eitthvað sem ég bý til heldur er þetta eitthvað sem býr innra með þér, sem er bara hluti af mínu uppeldi og eðli og mínum gagnabanka. Það er það sem er erfiðast í myndlist, það er að finna sinn eigin stíl. Ég er búin að vera leita heillengi en er komin á þannig stað í dag að nú þekki ég mig.“ Hvað með einkalífið? Varstu ekki að gifta þig í helli í fyrra? „Jú ég gifti mig í helli í Bláfjöllum en ég var búin að lofa manninum mínum að tala ekki um brúðkaupið. Ég giftist besta vini mínum í þessum helli og það var gloríus og besta party í heimi. Toshiki Toma gifti okkur því ég er spiritual en ekki trúarbragaðasinnuð og hann var góður að sníða brúðkaupið að því. Bláfjöll á sumrin er ótrúlegur staður, eins og einhvers konar geimstöð.“ Nú ertu með sýningu á Listasafni Íslands, hvert er þema sýningarinnar? „Sýningin heitir Memento-Mori, náttúrugripasafn. Náttúrugripasafn er þemað og innan þess eru konungsríkin, plönturíkið, dýraríkið, fjölfrumingar, einfrumingar, svepparíki og svo steinaríkið sem ég tek inni sem náttúrufræðingar gera ekki. Memento mori þýðir; mundu að þú ert dauðlegur. Þegar sýningunni lokar er að sjálfsögðu hægt að kaupa verkin en síðasta sýningarhelgin er þessa helgi.“Hvað með þetta vegglistaverk sem þú ert að gera hér í Breiðholtinu? Hvernig kom það til? „Ég vann að sýningunni minni í Listasafni Íslands 3 ár og þetta verk sem ég er að mála hér í Breiðholtinu er sprottið þaðan. Þetta verk kom upp, þessi fjöður í samhengi við Asparfelli og Breiðholtið. Þessa fuglasýn, einhver ein heild. ein létt fjöður sem innbyrgðir fjölbreytileika tegundanna eins og blokkin er. "Fjöður" 2013 - Memento Mori: Nátturgripasafn, Listasafn Íslands.Hingað til hafa Litaland eða Slippfélagið stutt mig einna mest þegar ég hef verið að mála verk eins og þetta en ég hef verið að gera Street Art síðan árið 2002 og á ansi marga veggi í borginni. Ég valdi þennan vegg mjög hratt hér í Breiðholtinu og þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ almennileg laun fyrir það sem ég er að gera.“ Hvenær ertu mest skapandi og hvaðan færð þú hugmyndir fyrir næsta verkefni? „Allan ársins hring er opið fyrir gáttina og þú ert alltaf að skoða og stúdera og spá. Á veturna er ég mest einbeitt að grúska í rannsóknarvinnu og láta hlutina vinda upp á sig en á sumrin er ég alltaf úti að mála eða leiðsaga. Auðvitað fæ ég margar hugmyndir í rónni. Jafnvel í löngum göngum uppi á hálendinu eða í sundsprettum í lauginni en það er oft afleiðing þess að maður er búin að vera að berjast. Oft þegar eitthvað þagnar í huganum koma upp lausnir. Fyrsta stigið er að fá hugmyndina en einhverjar hugmyndir ásækja mann, þær vilja ekki fara. Annað stigið er að fara rannsaka. Ég geri aldrei það sem upphaflega var planað. Það væri bara leiðinlegt. Þetta er ferðalag inn í hið óvænta þar sem þú ert í rauninni bara að leysa vandamál til að fá dýpri skilning á viðfangsefninu. Mjög margt kemur tilbaka til mín þegar ég er að tala við fólk og brainstorma.“Orginall: Túlkun Söru á Gústafi Jarli Viðarsyni, ektamanninum og skógarhöggsmanninum sem er uppnefndur "Jack Lumber in the green"Hvaða fólk í bransanum sækir þú innblástur í eða lítur upp til? „Ég leita til vina minna eins og Gunna Tynes í Múm, hann er með breiða vísindalega þekkingu og abrstrakt hugsun. Davíð Örn og Silla. Ólöf og Kristín Anna. Það er bara tilfallandi hver það er sem maður leitar til. Gústi maðurinn minn er aðal. Hann er Skógfræðingar og skógarvörður í Heiðmörk. Við tengjumt rosalega góðum böndum. Fyrst vorum við vinir í 5 ár en svo kviknaði blossinn. Maður verður hálfgerður sérfræðingur í vinnu maka síns því það er svo gott að geta rætt málin og frætt hvort annað. Svo er myndhöggvarafélagið og þar er alls konar fólk. Þetta er stórt félag af fagfólki kaffistofan helgar sig að menningarlegum umræðum.“ Hvernig er að lifa listamannalífi á Íslandi? „Þetta er tricky leikur og mjög langt maraþon að vera listamaður. Þú getur orðið heppin en við erum bara 24 klukkutíma sólarhringsins að hugsa og reyna að finna eitthvað bitastætt. Hugmyndavinnan og útfærslumöguleikarnir eru mest vanmetin og þessi míta um drykkfelda kerfissjúgjandi listamenn eru fordómar að mestu leyti. Auðvitað erum við spes þjóðflokkur en ekkert síðri en kokkar. Ég trúi því að ástæðan fyrir þvi að það eru svona margir sem að detta út úr öllum listgreinunum er þetta fjárhagslega óöryggi því fólk stofnar fjölskyldur og þarf að hafa stöðugleika, þannig að það er áhætta sem að fylgir starfinu.Mynd af mæðgunum en móðir hennar heitir Ingibjörg Friðriksdóttir.Er hægt að lifa eingöngu af listinni á Íslandi? „Listamannalaunin eru stærsta lifibrauðið. Þau eru til að halda okkur í húsaskjóli, fæða og klæða. Maður lifir ekki stórkostlegu lúxuslífi en þetta heldur manni oft á floti. Maður grætur þegar maður fær listamannalaunin. Það er alltaf möguleiki á að markaðurinn bregðist við og að safnarar kaupi verkin þín. Við lendum árlega í því að það sé mikil reiði í þjóðfélaginu yfir því að það sé verið að borga undir okkur hobbý en skilningurinn fæst yfirleitt með því að prufa þetta. Margir halda að allir geti gert þetta. Æfingin skapar þó meistarann og ég vil gera þetta í 10 klukkutíma á dag því þannig næ ég árangri.“ Hefur þú hugsað þér að stefna á erlenda markaðimeð list þína? „Þar eru augljóslega lang mestu tekjumöguleikarnir. Ég hef ferðast einstaklega mikið um heiminn vegna Street Art. Meðal annars til Íran og Japan en heimurinn er stór og það eru margir um bitann. Ég kaus að koma heim til Reykjavíkur til að fá friðinn sem að Ísland gefur manni á veturna til að sjá hvert það myndi leiða mig. Myndlistin býður einnig upp á óvænt tilboð ef listin sjálf eða innihaldið er sterkt. Ég hef trú á verkinu sem sitt eigið sjálfstæða fyrirbæri.“ Tekurðu þátt í menningarnótt? „Já ég verð með leiðsögn á sýnungunni minni og segi fólki frá verkunum á laugardaginn kl. 17 og á sunnudaginn kl. 14. Mörgum finnst gaman að fá smá innsýn inn í ferlið og hugmyndafræðina og upplifa þar af leiðandi sýninguna sterkar.“ Hvernig lítur framtíðin út? „Fyrir mig skiptir langmestu máli að ég nái að framleiða mjög frambærileg listaverk sem eru samtímaleg, að innihaldið hefi eitthvað kjöt á beinunum og að framkvæmdin sé vandvirk og vel frágengin því það sem kemur eftir það, gerist bara. Listaverk, lag eða leikverk eiga til að heilla fólk og það spyrst út og þar af leiðandi koma tilboðin.“
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira