Hvað á barnið að heita? Álfrún Pálsdóttir skrifar 30. ágúst 2013 07:00 Nú þegar rúmur mánuður er liðinn af fæðingarorlofinu er ég loksins farin að venjast nýju hversdagslífi. Er svo gott sem hætt að muna hvaða vikudagur er og fer í matarbúðina með ellilífeyrisþegunum fyrir hádegi. Dásamlegt. Merkilegt samt hvað tíminn líður hratt þrátt fyrir að dagarnir fari ekki í mikið annað en brjóstagjöf, bleyjuskipti og göngutúra. Allt í einu sit ég hér með rúmlega mánaðargamlan peyja sem gengur ýmist undir nöfnunum „litli brósi“, „litli karl“ eða „langimann“ á heimilinu. Nöfn sem ég vil síður að festist á einkasyninum þegar fram í sækir. Auðvitað hefði ég, já eða við, enda drengurinn ekki eingetinn, átt að eyða meðgöngunni í að ákveða eitthvert tímamótanafn á soninn. Þá værum við ekki í þessari stöðu í dag, heltekin af valkvíða með vini og vandamenn á línunni að býsnast yfir nafnleysi drengsins. Það er mikið vald að gefa einstaklingi nafn sem hann þarf að bera alla ævi. Fyrir 30 árum kom víst til greina að skíra mig Tíbrá, Tíbrá Pálsdóttir. Já, og húsbóndinn á heimilinu átti fyrst að heita Brúnó Vestmann, hálfpartinn í höfuðið á sjálfum Vestmannaeyjum. Alveg dagsatt. Bæði nöfnin eru svo fjarstæðukennd fyrir mér að það er erfitt að ímynda sér þau Tíbrá og Brúnó sem par í dag. Já, valdi fylgir svo sannarlega ábyrgð. Útlit er fyrir að drengurinn litli verði nafnlaus enn um sinn á meðan foreldrarnir brjóta heilann. Einhver sagði mér einu sinni að maður ætti alltaf að skíra nafni sem hæfir forseta. Það er ágætis ráð og viðmið þegar flett er í gegnum nafnabækur og misjafnar samsetningar skoðaðar. Ætli þau Tíbrá og Brúnó hefðu orðið góðir húsráðendur á Bessastöðum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun
Nú þegar rúmur mánuður er liðinn af fæðingarorlofinu er ég loksins farin að venjast nýju hversdagslífi. Er svo gott sem hætt að muna hvaða vikudagur er og fer í matarbúðina með ellilífeyrisþegunum fyrir hádegi. Dásamlegt. Merkilegt samt hvað tíminn líður hratt þrátt fyrir að dagarnir fari ekki í mikið annað en brjóstagjöf, bleyjuskipti og göngutúra. Allt í einu sit ég hér með rúmlega mánaðargamlan peyja sem gengur ýmist undir nöfnunum „litli brósi“, „litli karl“ eða „langimann“ á heimilinu. Nöfn sem ég vil síður að festist á einkasyninum þegar fram í sækir. Auðvitað hefði ég, já eða við, enda drengurinn ekki eingetinn, átt að eyða meðgöngunni í að ákveða eitthvert tímamótanafn á soninn. Þá værum við ekki í þessari stöðu í dag, heltekin af valkvíða með vini og vandamenn á línunni að býsnast yfir nafnleysi drengsins. Það er mikið vald að gefa einstaklingi nafn sem hann þarf að bera alla ævi. Fyrir 30 árum kom víst til greina að skíra mig Tíbrá, Tíbrá Pálsdóttir. Já, og húsbóndinn á heimilinu átti fyrst að heita Brúnó Vestmann, hálfpartinn í höfuðið á sjálfum Vestmannaeyjum. Alveg dagsatt. Bæði nöfnin eru svo fjarstæðukennd fyrir mér að það er erfitt að ímynda sér þau Tíbrá og Brúnó sem par í dag. Já, valdi fylgir svo sannarlega ábyrgð. Útlit er fyrir að drengurinn litli verði nafnlaus enn um sinn á meðan foreldrarnir brjóta heilann. Einhver sagði mér einu sinni að maður ætti alltaf að skíra nafni sem hæfir forseta. Það er ágætis ráð og viðmið þegar flett er í gegnum nafnabækur og misjafnar samsetningar skoðaðar. Ætli þau Tíbrá og Brúnó hefðu orðið góðir húsráðendur á Bessastöðum?
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun