Kenzo setti engar reglur Sara McMahon skrifar 3. september 2013 07:00 Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti var beðin um að gera myndaþátt fyrir Kenzo Paris. „Þetta er myndaþáttur sem verður birtur á heimasíðu Kenzo. Þau halda úti bloggi á heimasíðunni og myndirnar verða birtar þar. Ég sá um að stílisera og Fríða María Harðardóttir sá um hár og förðun,“ segir Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti. Hún hafði umsjón með stíliseringu fyrir myndaþátt sem tekinn var hér á landi fyrir tískuhúsið Kenzo Paris, en merkið gekk í endurnýjun lífdaga eftir að hönnuðirnir Carol Lim og Humberto Leon tóku við sem aðalhönnuðir þess í júlí 2011. Spurð út í verkefnið fyrir Kenzo segist Hulda Halldóra hafa fengið nokkuð frjálsar hendur við vinnuna. „Þetta er ný lína fyrir næsta vetur sem heitir Flying Tigers og í henni er hlébarðamynstur ríkjandi. Ég fékk flíkurnar sendar og átti svo að setja saman átta til tíu „look“. Mér voru engar reglur settar, þannig að þetta var mjög skemmtilegt og skapandi verkefni.“ Hulda Halldóra hefur starfað sem stílisti í rúm fjögur ár og vinnur meðal annars í búningadeild Latabæjar. „Ég hef aðallega unnið við auglýsingar en einnig kvikmyndir og svo ýmis önnur verkefni. Nýverið sá ég um búningana í myndinni Grafir og bein sem kemur út snemma á næsta ári. Stílistastarfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt; besta starf í heimi,“ segir hún glaðlega. Þegar hún er að lokum spurð út í framtíðaráform sín segist hún vera með ýmislegt á prjónunum. „Framtíðin er enn óráðin, ég ætla þó að byrja á því að fara í frí til Indónesíu um áramótin,“ segir hún að lokum. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Þetta er myndaþáttur sem verður birtur á heimasíðu Kenzo. Þau halda úti bloggi á heimasíðunni og myndirnar verða birtar þar. Ég sá um að stílisera og Fríða María Harðardóttir sá um hár og förðun,“ segir Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti. Hún hafði umsjón með stíliseringu fyrir myndaþátt sem tekinn var hér á landi fyrir tískuhúsið Kenzo Paris, en merkið gekk í endurnýjun lífdaga eftir að hönnuðirnir Carol Lim og Humberto Leon tóku við sem aðalhönnuðir þess í júlí 2011. Spurð út í verkefnið fyrir Kenzo segist Hulda Halldóra hafa fengið nokkuð frjálsar hendur við vinnuna. „Þetta er ný lína fyrir næsta vetur sem heitir Flying Tigers og í henni er hlébarðamynstur ríkjandi. Ég fékk flíkurnar sendar og átti svo að setja saman átta til tíu „look“. Mér voru engar reglur settar, þannig að þetta var mjög skemmtilegt og skapandi verkefni.“ Hulda Halldóra hefur starfað sem stílisti í rúm fjögur ár og vinnur meðal annars í búningadeild Latabæjar. „Ég hef aðallega unnið við auglýsingar en einnig kvikmyndir og svo ýmis önnur verkefni. Nýverið sá ég um búningana í myndinni Grafir og bein sem kemur út snemma á næsta ári. Stílistastarfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt; besta starf í heimi,“ segir hún glaðlega. Þegar hún er að lokum spurð út í framtíðaráform sín segist hún vera með ýmislegt á prjónunum. „Framtíðin er enn óráðin, ég ætla þó að byrja á því að fara í frí til Indónesíu um áramótin,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira