Á flótta undan flassblossum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 4. september 2013 00:01 Árvökulir vegfarendur og löghlýðnir birta stundum myndir á Facebook þegar þeim ofbýður yfirgangur annarra. Appelsínugulur jeppi komst til dæmis í fréttir eftir að það náðist mynd af jeppanum í tveimur stæðum. Eigandinn þekktist af skráningarnúmerinu, sem birt var með. Ég rek oft augun í svona myndir og satt að segja spekúlera ég ekki mikið í þeim, þannig. Það fer svo sem eftir því hvoru megin ég fór fram úr þann morguninn, ég viðurkenni það. Dagsformið er misjafnt og suma daga er vel hægt að láta svona hluti fara í taugarnar á sér. Svona rífleg bílastæðanotkun er enda hvimleið og tillitsleysi við næsta mann. Ég gat þó ekki annað en furðað mig á því hversu oft sá appelsínuguli náðist á mynd. Var þetta alltaf sami myndasmiðurinn? Vænisýkin náði tökum á mér og ég sá fyrir mér að flokkur fólks væri á ferðinni um bæinn, sem sjálfskipaðir löggæslumenn götunnar með myndavélarnar á lofti, eltandi uppi leppalúða sem höguðu sér eins og fífl. Fólk er fífl og ég líka. Ég hafði því varann á mér, dauðs lifandi fegin að vera ekki á bílnum þennan dag. Varla væri hægt að hanka mig á fæti. Kófsvitnaði þegar ég gleymdi mér svo og hljóp yfir götu án þess að þar lægi gangbraut. Skimaði í kringum mig eftir snjallsíma á lofti og flassblossa. Ég gat ekki vitað hvar hinir sjálfskipuðu drægju mörkin. Þetta var meira að segja í nánd við barnaskóla! Ég stytti mér hugsunarlaust leið yfir grasflöt þó að malbikaður göngustígur lægi við hliðina á mér og bætti þar með gráu ofan á svart. Ég þorði ekki að líta upp og gekk því í veg fyrir hjólreiðamann sem nauðhemlaði, var hann með myndavél? Ég hljóp við fót, rak mig utan í en gaf mér ekki tíma til að stoppa. Hélt áfram að hlaupa og dró hettuna upp fyrir haus. Ef hinir sjálfskipuðu næðu af mér mynd ætlaði ég ekki að þekkjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun
Árvökulir vegfarendur og löghlýðnir birta stundum myndir á Facebook þegar þeim ofbýður yfirgangur annarra. Appelsínugulur jeppi komst til dæmis í fréttir eftir að það náðist mynd af jeppanum í tveimur stæðum. Eigandinn þekktist af skráningarnúmerinu, sem birt var með. Ég rek oft augun í svona myndir og satt að segja spekúlera ég ekki mikið í þeim, þannig. Það fer svo sem eftir því hvoru megin ég fór fram úr þann morguninn, ég viðurkenni það. Dagsformið er misjafnt og suma daga er vel hægt að láta svona hluti fara í taugarnar á sér. Svona rífleg bílastæðanotkun er enda hvimleið og tillitsleysi við næsta mann. Ég gat þó ekki annað en furðað mig á því hversu oft sá appelsínuguli náðist á mynd. Var þetta alltaf sami myndasmiðurinn? Vænisýkin náði tökum á mér og ég sá fyrir mér að flokkur fólks væri á ferðinni um bæinn, sem sjálfskipaðir löggæslumenn götunnar með myndavélarnar á lofti, eltandi uppi leppalúða sem höguðu sér eins og fífl. Fólk er fífl og ég líka. Ég hafði því varann á mér, dauðs lifandi fegin að vera ekki á bílnum þennan dag. Varla væri hægt að hanka mig á fæti. Kófsvitnaði þegar ég gleymdi mér svo og hljóp yfir götu án þess að þar lægi gangbraut. Skimaði í kringum mig eftir snjallsíma á lofti og flassblossa. Ég gat ekki vitað hvar hinir sjálfskipuðu drægju mörkin. Þetta var meira að segja í nánd við barnaskóla! Ég stytti mér hugsunarlaust leið yfir grasflöt þó að malbikaður göngustígur lægi við hliðina á mér og bætti þar með gráu ofan á svart. Ég þorði ekki að líta upp og gekk því í veg fyrir hjólreiðamann sem nauðhemlaði, var hann með myndavél? Ég hljóp við fót, rak mig utan í en gaf mér ekki tíma til að stoppa. Hélt áfram að hlaupa og dró hettuna upp fyrir haus. Ef hinir sjálfskipuðu næðu af mér mynd ætlaði ég ekki að þekkjast.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun