Gamaldags stofudrama snúið á haus Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. september 2013 12:00 Höfundurinn og aðalleikarinn skiptast á skoðunum. .Fréttablaðið/Vilhelm Maður að mínu skapi er nýtt leikrit eftir Braga Ólafsson og eins og í fyrri sviðsverkum Braga er það Eggert Þorleifsson sem leikur aðalhlutverkið. Samstarf þeirra hófst í Útvarpsleikhúsinu árið 2001. Það er augljóst um leið og samtalið hefst að þeir Eggert og Bragi eru vanir að vinna saman og henda hugmyndum sín á milli. Þeir grípa fram í hver fyrir öðrum, stríða góðlátlega, bæta við útleggingar hvers annars og minna helst á gömul hjón sem þekkjast út og inn. Samstarf þeirra, og Stefáns Jónssonar leikstjóra, hefur enda borið ríkulegan ávöxt og skapað tvær ógleymanlegar leiksýningar, Belgíska Kongó árið 2004 og Hænuungana árið 2010.En hver er hugmyndin að baki þessu nýja verki?„Eftir að Hænuungarnir voru sýndir birti maður á bloggsíðu sinni setningu úr leikritinu og virtist túlka hana svolítið á skjön við það hvernig ég hafði hugsað hana. Kannski var ég að misskilja en það virtist sem hann sneri merkingunni sér og sínum skoðanabræðrum í hag,“ segir Bragi, og vill meina að þetta hafi verið fyrsti neistinn að tilurð nýja leikritsins. „Hvernig var setningin aftur?“ grípur Eggert fram í. „Þjóð sem lætur völdin í hendurnar á þjófum og glæpamönnum hlýtur að gera ráð fyrir að einhverju verði stolið frá henni“, var það ekki?“ „Jú,“ segir Bragi. „Og ég var í sjálfu sér ánægður með að hægt væri að túlka þessa setningu á ólíka vegu. En síðar dúkkaði hún upp í stórri bók sem annar maður tók saman, 1.000 blaðsíðna bók með fleygum orðum, og fljótlega eftir það kviknaði sú hugmynd að búa til leikrit í kringum mann sem er að taka saman svona tilvitnanabók. Þannig bók gefur mikla möguleika á að fjalla um í skáldverki. Hún er á við heilt vopnabúr. Og sá sem safnar allri viskunni saman hlýtur að vera frekar áhugaverð persóna.“Leikrit eins og Bragi vill sjá Er þetta þjóðfélagsádeila? „Í þessu leikriti er ég kannski að velta fyrir mér hver heldur á hvaða vopni hverju sinni,“ segir Bragi. „En hvort það er ádeila veit ég ekki. Leikritið gengur reyndar dálítið út á banalítet í ýmsum skilningi, bæði í persónum og atburðarás. Ég kalla þetta stofuleik, leikrit sem gerist í einni stofu en auðvitað með vísunum út fyrir stofuna, og í rauninni er söguþráðurinn og aðferðin dálítið gamaldags.“Ert þú sammála því, Eggert?„Jaaá, svo sem. En þetta er óneitanlega svolítið sérstakt leikrit og gengur ekki alveg í takt við tíðarandann í listaheiminum. Mér finnst þetta verk hverfa aftur í gömlu stofuleikritin þar sem persónurnar setjast inn í stofu, fá sér kaffibolla og takast á um sín mál. Leikhúsið hefur undanfarið verið svo úthverft, endalausar aksjónsýningar, og að því leyti til er þetta verk í jákvæðri merkingu gamaldags. Að vísu með nútímalegum snúningi. Því er eiginlega snúið á haus. Er það ekki rétt, Bragi?“ „Jú, og í þessari gamaldags aðferð felst líka ákveðin sýn á leikhúsbókmenntir. Ég hef sterka þörf fyrir strangt form en líka fyrir að snúa upp á það. En ég er ekki þjálfaður leikhúsmaður, hef lengst af bara verið áhorfandi. Það sem ég skrifa fyrir leikhús má segja að sé sú tegund af leikriti sem ég vil helst sjá sjálfur.“Maður að mínu skapi – Þjóðleikhúsið 2013. Guðgeir Vagn.Gaman af sérviskulegu fólkiHvernig hófst ykkar samstarf? „Ég lék fyrst í útvarpsleikriti eftir Braga,“ segir Eggert. „Augnrannsóknin hét það og var tekið upp 2001. Við könnuðumst auðvitað hvor við annan, eins og allir, og féll afskaplega vel að vinna saman. Ég hef leikið í öllum þremur sviðsleikritum hans og sér ekki fyrir endann á þeirri samvinnu.“Eruð þið sem sagt búnir að plana næsta verk?„Við plönum aldrei neitt,“ segir Eggert og glottir. „Þetta gerist bara af sjálfu sér, við rötum hvor til annars.“ Flestir líta á þig fyrst og fremst sem gamanleikara. Er Maður að mínu skapi gamanleikrit?„Já, er það?“ segir Eggert og snýr upp á sig. „Nei, ég myndi ekki kalla þetta verk gamanleikrit. En þegar hlutirnir fara úr böndunum, hvort sem það er í drama eða kómedíu, þá verða þeir oft ansi kátlegir. Ekkert verka Braga hefur hins vegar verið kallað gamanleikur. Ég held að Belgíska Kongó sé það allra hlægilegasta verk sem ég hef tekið þátt í en þar var ekki sagður einn einasti brandari. Bragi skrifar bara svo óskaplega skemmtilegar persónur, hann hefur svo gaman af sérviskulegu fólki.“ Eruð þið í einhverju sambandi á meðan þú ert að skrifa verkin, Bragi? Hefur Eggert eitthvað um það að segja hvernig persónan þróast?„Nei, ekki á meðan ég er að skrifa. En eftir að æfingaferlið hefst kemur mikið af athugasemdum frá öllum sem að sýningunni koma, sérstaklega með þetta leikrit. Ég er mjög þakklátur fyrir það samstarf. Maður að mínu skapi er aðeins flóknara leikrit í uppsetningu en hin tvö og þess vegna höfum við rætt það meira á æfingatímanum. Þótt mér finnist stundum að samstarfsfólkið sé að skipta sér óþarflega mikið af textanum,“ segir Bragi og brosir, „þá græða allir á því þegar upp er staðið. Sumir höfundar hvika aldrei frá upprunalegum texta og ég held að það hljóti stundum að leiða til vandræða.“ „Það eru nú líka ófáar uppsetningar sem hafa lent í miklum vandræðum með að vera að hvika frá texta höfundar,“ skýtur Eggert inn í. „Það er allur gangur á þessu.“Belgíska Kongó. LR 2004. Rósalind 89 ára gömul.Enginn annar gæti leikið þettaHvers vegna viltu alltaf láta Eggert leika aðalpersónuna í verkum þínum, Bragi?„Það virðist bara smella svo vel saman hvernig ég skrifa og hvernig Eggert setur það fram. Og það má ekki gleyma þætti Stefáns, hann er svo flinkur að hræra okkur saman.“ Þekktir þú, Eggert, verk Braga áður en þú fórst að leika persónurnar hans? „Já, ég hafði lesið Hvíldardaga og haft mjög gaman af. Það er rauður þráður í öllum verkum Braga hvað fólki getur þótt óskaplega erfitt að vera til í hversdeginum og mér finnst það dásamlega hlægilegt. Þannig að alveg frá fyrstu tíð hef ég haft voða miklar mætur á verkum Braga.“ En þú, Bragi? Hvaða álit hafðir þú á Eggerti áður en samstarf ykkar hófst?„Ég hef alltaf farið að hlæja þegar ég sé Eggert leika. Og hef ekki bara gaman af honum sem gamanleikara heldur hefur hann í sumum hlutverkum látið mann skjálfa úr hræðslu. Ég vona að þetta tvennt komi saman í Maður að mínu skapi. En eftir á að hyggja finnst mér að enginn annar hefði getað leikið þessar persónur mínar.“ „Það er bara eitthvað sem þú heldur því þú hefur aldrei prófað neitt annað,“ grípur Eggert fram í. „Ég hef séð Hænuungana leiklesna á Norðurlöndunum,“ heldur Bragi áfram, „og þar gerði ég mér grein fyrir að persóna Eggerts þar, Sigurhans, er óbeint skrifuð af Eggerti líka. Guðgeir Vagn, persóna hans í Maður að mínu skapi, er hins vegar afar ólík fígúra. Rétt eins og hin 89 ára gamla Rósalind í Belgíska Kongó er ólík þeim báðum.“Hænuungarnir - Þjóðleikhúsið 2010. Sigurhans.Lélegir tónlistarmennAllir vita að Bragi var einu sinni tónlistarmaður en færri vita að Eggert var það líka, meðal annars með hljómsveitinni Þokkabót. Höfðaði sá bransi ekki til þín, Eggert? „Jú, jú, ég var bara ekki nógu góður,“ segir Eggert. „Við eigum það sameiginlegt,“ segir Bragi. „Við vorum ekki nógu góðir tónlistarmenn þannig að við neyddumst til að fara í leikhúsið.“ „Það er eini staðurinn þar sem hægt er að nota mann,“ bætir Eggert við . Snúum okkur aftur að Manni að mínu skapi, á hverju eiga áhorfendur von þann 14. september? „Vonandi skammlausri sýningu,“ segir Eggert snöggur upp á lagið. „Þótt þetta sé ekki beinlínis pólitískt leikrit,“ segir Bragi, „er meginstefið hugsanlega ásökun og afneitun, fólk er að ásaka hvert annað og afneita gjörðum sínum. Hljómar það ekki kunnuglega? En það fjallar líka um leikarann í einhverjum skilningi, leikarann sem getur ekki horfst í augu við raunveruleikann.“ „Vonandi fer fólk allavega ekki út með þá tilfinningu að það vilji taka undir með Vestmannaeyingnum sem vill leggja niður alla menningu,“ bætir Eggert við. „Það er einlæg von okkar að þessi sýning verði ekki til þess að ríða íslenskri menningu að fullu.“ Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Maður að mínu skapi er nýtt leikrit eftir Braga Ólafsson og eins og í fyrri sviðsverkum Braga er það Eggert Þorleifsson sem leikur aðalhlutverkið. Samstarf þeirra hófst í Útvarpsleikhúsinu árið 2001. Það er augljóst um leið og samtalið hefst að þeir Eggert og Bragi eru vanir að vinna saman og henda hugmyndum sín á milli. Þeir grípa fram í hver fyrir öðrum, stríða góðlátlega, bæta við útleggingar hvers annars og minna helst á gömul hjón sem þekkjast út og inn. Samstarf þeirra, og Stefáns Jónssonar leikstjóra, hefur enda borið ríkulegan ávöxt og skapað tvær ógleymanlegar leiksýningar, Belgíska Kongó árið 2004 og Hænuungana árið 2010.En hver er hugmyndin að baki þessu nýja verki?„Eftir að Hænuungarnir voru sýndir birti maður á bloggsíðu sinni setningu úr leikritinu og virtist túlka hana svolítið á skjön við það hvernig ég hafði hugsað hana. Kannski var ég að misskilja en það virtist sem hann sneri merkingunni sér og sínum skoðanabræðrum í hag,“ segir Bragi, og vill meina að þetta hafi verið fyrsti neistinn að tilurð nýja leikritsins. „Hvernig var setningin aftur?“ grípur Eggert fram í. „Þjóð sem lætur völdin í hendurnar á þjófum og glæpamönnum hlýtur að gera ráð fyrir að einhverju verði stolið frá henni“, var það ekki?“ „Jú,“ segir Bragi. „Og ég var í sjálfu sér ánægður með að hægt væri að túlka þessa setningu á ólíka vegu. En síðar dúkkaði hún upp í stórri bók sem annar maður tók saman, 1.000 blaðsíðna bók með fleygum orðum, og fljótlega eftir það kviknaði sú hugmynd að búa til leikrit í kringum mann sem er að taka saman svona tilvitnanabók. Þannig bók gefur mikla möguleika á að fjalla um í skáldverki. Hún er á við heilt vopnabúr. Og sá sem safnar allri viskunni saman hlýtur að vera frekar áhugaverð persóna.“Leikrit eins og Bragi vill sjá Er þetta þjóðfélagsádeila? „Í þessu leikriti er ég kannski að velta fyrir mér hver heldur á hvaða vopni hverju sinni,“ segir Bragi. „En hvort það er ádeila veit ég ekki. Leikritið gengur reyndar dálítið út á banalítet í ýmsum skilningi, bæði í persónum og atburðarás. Ég kalla þetta stofuleik, leikrit sem gerist í einni stofu en auðvitað með vísunum út fyrir stofuna, og í rauninni er söguþráðurinn og aðferðin dálítið gamaldags.“Ert þú sammála því, Eggert?„Jaaá, svo sem. En þetta er óneitanlega svolítið sérstakt leikrit og gengur ekki alveg í takt við tíðarandann í listaheiminum. Mér finnst þetta verk hverfa aftur í gömlu stofuleikritin þar sem persónurnar setjast inn í stofu, fá sér kaffibolla og takast á um sín mál. Leikhúsið hefur undanfarið verið svo úthverft, endalausar aksjónsýningar, og að því leyti til er þetta verk í jákvæðri merkingu gamaldags. Að vísu með nútímalegum snúningi. Því er eiginlega snúið á haus. Er það ekki rétt, Bragi?“ „Jú, og í þessari gamaldags aðferð felst líka ákveðin sýn á leikhúsbókmenntir. Ég hef sterka þörf fyrir strangt form en líka fyrir að snúa upp á það. En ég er ekki þjálfaður leikhúsmaður, hef lengst af bara verið áhorfandi. Það sem ég skrifa fyrir leikhús má segja að sé sú tegund af leikriti sem ég vil helst sjá sjálfur.“Maður að mínu skapi – Þjóðleikhúsið 2013. Guðgeir Vagn.Gaman af sérviskulegu fólkiHvernig hófst ykkar samstarf? „Ég lék fyrst í útvarpsleikriti eftir Braga,“ segir Eggert. „Augnrannsóknin hét það og var tekið upp 2001. Við könnuðumst auðvitað hvor við annan, eins og allir, og féll afskaplega vel að vinna saman. Ég hef leikið í öllum þremur sviðsleikritum hans og sér ekki fyrir endann á þeirri samvinnu.“Eruð þið sem sagt búnir að plana næsta verk?„Við plönum aldrei neitt,“ segir Eggert og glottir. „Þetta gerist bara af sjálfu sér, við rötum hvor til annars.“ Flestir líta á þig fyrst og fremst sem gamanleikara. Er Maður að mínu skapi gamanleikrit?„Já, er það?“ segir Eggert og snýr upp á sig. „Nei, ég myndi ekki kalla þetta verk gamanleikrit. En þegar hlutirnir fara úr böndunum, hvort sem það er í drama eða kómedíu, þá verða þeir oft ansi kátlegir. Ekkert verka Braga hefur hins vegar verið kallað gamanleikur. Ég held að Belgíska Kongó sé það allra hlægilegasta verk sem ég hef tekið þátt í en þar var ekki sagður einn einasti brandari. Bragi skrifar bara svo óskaplega skemmtilegar persónur, hann hefur svo gaman af sérviskulegu fólki.“ Eruð þið í einhverju sambandi á meðan þú ert að skrifa verkin, Bragi? Hefur Eggert eitthvað um það að segja hvernig persónan þróast?„Nei, ekki á meðan ég er að skrifa. En eftir að æfingaferlið hefst kemur mikið af athugasemdum frá öllum sem að sýningunni koma, sérstaklega með þetta leikrit. Ég er mjög þakklátur fyrir það samstarf. Maður að mínu skapi er aðeins flóknara leikrit í uppsetningu en hin tvö og þess vegna höfum við rætt það meira á æfingatímanum. Þótt mér finnist stundum að samstarfsfólkið sé að skipta sér óþarflega mikið af textanum,“ segir Bragi og brosir, „þá græða allir á því þegar upp er staðið. Sumir höfundar hvika aldrei frá upprunalegum texta og ég held að það hljóti stundum að leiða til vandræða.“ „Það eru nú líka ófáar uppsetningar sem hafa lent í miklum vandræðum með að vera að hvika frá texta höfundar,“ skýtur Eggert inn í. „Það er allur gangur á þessu.“Belgíska Kongó. LR 2004. Rósalind 89 ára gömul.Enginn annar gæti leikið þettaHvers vegna viltu alltaf láta Eggert leika aðalpersónuna í verkum þínum, Bragi?„Það virðist bara smella svo vel saman hvernig ég skrifa og hvernig Eggert setur það fram. Og það má ekki gleyma þætti Stefáns, hann er svo flinkur að hræra okkur saman.“ Þekktir þú, Eggert, verk Braga áður en þú fórst að leika persónurnar hans? „Já, ég hafði lesið Hvíldardaga og haft mjög gaman af. Það er rauður þráður í öllum verkum Braga hvað fólki getur þótt óskaplega erfitt að vera til í hversdeginum og mér finnst það dásamlega hlægilegt. Þannig að alveg frá fyrstu tíð hef ég haft voða miklar mætur á verkum Braga.“ En þú, Bragi? Hvaða álit hafðir þú á Eggerti áður en samstarf ykkar hófst?„Ég hef alltaf farið að hlæja þegar ég sé Eggert leika. Og hef ekki bara gaman af honum sem gamanleikara heldur hefur hann í sumum hlutverkum látið mann skjálfa úr hræðslu. Ég vona að þetta tvennt komi saman í Maður að mínu skapi. En eftir á að hyggja finnst mér að enginn annar hefði getað leikið þessar persónur mínar.“ „Það er bara eitthvað sem þú heldur því þú hefur aldrei prófað neitt annað,“ grípur Eggert fram í. „Ég hef séð Hænuungana leiklesna á Norðurlöndunum,“ heldur Bragi áfram, „og þar gerði ég mér grein fyrir að persóna Eggerts þar, Sigurhans, er óbeint skrifuð af Eggerti líka. Guðgeir Vagn, persóna hans í Maður að mínu skapi, er hins vegar afar ólík fígúra. Rétt eins og hin 89 ára gamla Rósalind í Belgíska Kongó er ólík þeim báðum.“Hænuungarnir - Þjóðleikhúsið 2010. Sigurhans.Lélegir tónlistarmennAllir vita að Bragi var einu sinni tónlistarmaður en færri vita að Eggert var það líka, meðal annars með hljómsveitinni Þokkabót. Höfðaði sá bransi ekki til þín, Eggert? „Jú, jú, ég var bara ekki nógu góður,“ segir Eggert. „Við eigum það sameiginlegt,“ segir Bragi. „Við vorum ekki nógu góðir tónlistarmenn þannig að við neyddumst til að fara í leikhúsið.“ „Það er eini staðurinn þar sem hægt er að nota mann,“ bætir Eggert við . Snúum okkur aftur að Manni að mínu skapi, á hverju eiga áhorfendur von þann 14. september? „Vonandi skammlausri sýningu,“ segir Eggert snöggur upp á lagið. „Þótt þetta sé ekki beinlínis pólitískt leikrit,“ segir Bragi, „er meginstefið hugsanlega ásökun og afneitun, fólk er að ásaka hvert annað og afneita gjörðum sínum. Hljómar það ekki kunnuglega? En það fjallar líka um leikarann í einhverjum skilningi, leikarann sem getur ekki horfst í augu við raunveruleikann.“ „Vonandi fer fólk allavega ekki út með þá tilfinningu að það vilji taka undir með Vestmannaeyingnum sem vill leggja niður alla menningu,“ bætir Eggert við. „Það er einlæg von okkar að þessi sýning verði ekki til þess að ríða íslenskri menningu að fullu.“
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira