Hollywood-stjarna í Borgríki II Freyr Bjarnason skrifar 10. september 2013 08:45 Leikarinn J.J. Feild og Zlatko Krickic i hlutverkum sínum í Borgríki II. Mynd/Hörður Ásbjörnsson J.J. Feild, sem lék í Hollywood-myndinni Captain America, var staddur hér á landi í gær til að leika í Borgríki II - Blóð hraustra manna, sem er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem kom út 2011. „Hann leikur mann sem heitir Marcus. Hann kemur frá erlendum glæpahring og er að fylgja eftir ákveðnu máli hér á landi í tengslum við einn af okkar aðalkarakterum, Sergej, “ segir framleiðandinn Kristín Andrea Þórðardóttir. Feild fer af landi brott í dag eftir að hafa lokið þessum eina tökudegi. Aðspurð segir hún Feild vera vin Ingvars E. Sigurðssonar, sem leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni. „Þeir hafa þekkst í tíu ár og hann langaði virkilega að koma til landsins og leika með okkur.“ Feild og Ingvar léku einmitt saman í myndinni K-19: The Widowmaker sem kom út 2002 með Harrison Ford í aðalhlutverki. Tökur á Borgríki II- Blóð hraustra manna hófust um miðjan júlí og lýkur 22. september. Þær hafa að mestu farið fram á höfuborgarsvæðinu. „Þetta er búið að ganga virkilega vel. Það hafa verið miklar áskoranir en einhvern veginn hefur þetta náð að ganga upp.“ Frumsýning er fyrirhuguð haustið 2014. Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
J.J. Feild, sem lék í Hollywood-myndinni Captain America, var staddur hér á landi í gær til að leika í Borgríki II - Blóð hraustra manna, sem er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem kom út 2011. „Hann leikur mann sem heitir Marcus. Hann kemur frá erlendum glæpahring og er að fylgja eftir ákveðnu máli hér á landi í tengslum við einn af okkar aðalkarakterum, Sergej, “ segir framleiðandinn Kristín Andrea Þórðardóttir. Feild fer af landi brott í dag eftir að hafa lokið þessum eina tökudegi. Aðspurð segir hún Feild vera vin Ingvars E. Sigurðssonar, sem leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni. „Þeir hafa þekkst í tíu ár og hann langaði virkilega að koma til landsins og leika með okkur.“ Feild og Ingvar léku einmitt saman í myndinni K-19: The Widowmaker sem kom út 2002 með Harrison Ford í aðalhlutverki. Tökur á Borgríki II- Blóð hraustra manna hófust um miðjan júlí og lýkur 22. september. Þær hafa að mestu farið fram á höfuborgarsvæðinu. „Þetta er búið að ganga virkilega vel. Það hafa verið miklar áskoranir en einhvern veginn hefur þetta náð að ganga upp.“ Frumsýning er fyrirhuguð haustið 2014.
Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira