Þorgerður Katrín dæmir í Ísland Got Talent Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. september 2013 09:00 Hæfileikakeppnin Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 í desember. Þessi vinsæla keppni er hugarfóstur Simons Cowell og hefur náð útbreiðslu víða um heim. Nú kemur hún til Íslands í fyrsta sinn. Það er sprelligosinn Auðunn Blöndal sem stýrir þáttunum en dómarasætin fjögur verða skipuð ólíku fólki úr öllum áttum. Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir eru fulltrúar yngri kynslóðarinnar í dómnefndinni en söngvaskáldið Bubbi Morthens og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, þeirrar eldri. „Ég held að þetta verði skemmtilegt,“ segir Þorgerður, sem starfar nú sem forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er góður hópur og þótt fyrirmyndin sé erlend held ég að íslenskt ívaf verði mjög einkennandi.“ Þorgerður segir Íslendinga mjög hæfileikaríka og er sannfærð um að þættirnir muni sýna breiddina og dýptina í íslensku samfélagi. „Þótt misjafnar skoðanir séu á svona þáttum er það svo gaman að sjá hvernig fólk stígur fram og leyfir öðrum að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða.“ Á næstunni munu fulltrúar þáttarins fara hringinn í kringum landið í leit að hæfileikafólki og munu þeir byrja á Selfossi 30. september. Eins og í erlendu þáttunum verða atriðin af ýmsum toga. Söngur, dans, uppistand, áhættuatriði og „hvað sem virkar“, eins og segir auglýsingu fyrir þáttinn. Þá er til mikils að vinna, en 10 milljónir verða veittar fyrir siguratriðið, og mega bæði einstaklingar og hópar taka þátt. Þátttakendur yngri en 18 ára munu þó þurfa að framvísa undirskrift forráðamanns. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir að reynt hafi verið að hafa dómarahópinn sem fjölbreyttastan. „Bubbi er auðvitað klassískur og svo er það sérstaklega mikill heiður að fá Þorgerði Katrínu með okkur í þetta,“ segir Freyr. Ísland Got Talent Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Hæfileikakeppnin Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 í desember. Þessi vinsæla keppni er hugarfóstur Simons Cowell og hefur náð útbreiðslu víða um heim. Nú kemur hún til Íslands í fyrsta sinn. Það er sprelligosinn Auðunn Blöndal sem stýrir þáttunum en dómarasætin fjögur verða skipuð ólíku fólki úr öllum áttum. Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir eru fulltrúar yngri kynslóðarinnar í dómnefndinni en söngvaskáldið Bubbi Morthens og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, þeirrar eldri. „Ég held að þetta verði skemmtilegt,“ segir Þorgerður, sem starfar nú sem forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er góður hópur og þótt fyrirmyndin sé erlend held ég að íslenskt ívaf verði mjög einkennandi.“ Þorgerður segir Íslendinga mjög hæfileikaríka og er sannfærð um að þættirnir muni sýna breiddina og dýptina í íslensku samfélagi. „Þótt misjafnar skoðanir séu á svona þáttum er það svo gaman að sjá hvernig fólk stígur fram og leyfir öðrum að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða.“ Á næstunni munu fulltrúar þáttarins fara hringinn í kringum landið í leit að hæfileikafólki og munu þeir byrja á Selfossi 30. september. Eins og í erlendu þáttunum verða atriðin af ýmsum toga. Söngur, dans, uppistand, áhættuatriði og „hvað sem virkar“, eins og segir auglýsingu fyrir þáttinn. Þá er til mikils að vinna, en 10 milljónir verða veittar fyrir siguratriðið, og mega bæði einstaklingar og hópar taka þátt. Þátttakendur yngri en 18 ára munu þó þurfa að framvísa undirskrift forráðamanns. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir að reynt hafi verið að hafa dómarahópinn sem fjölbreyttastan. „Bubbi er auðvitað klassískur og svo er það sérstaklega mikill heiður að fá Þorgerði Katrínu með okkur í þetta,“ segir Freyr.
Ísland Got Talent Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira