Góðir gestir og enn betri þýðingar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. september 2013 12:00 Ewa Lipska Margir góðir gestir sækja Bókmenntahátíð í Reykjavík heim í ár. Auk þeirrar ánægju sem fylgir því að fá skemmtilega gesti þýða heimsóknir höfundanna erlendu að mikill kippur hefur hlaupið í íslenskar þýðingar á athyglisverðum bókmenntaverkum. Hér er stutt yfirlit yfir bækur gesta hátíðarinnar sem eru að koma út í íslenskum þýðingum þessa dagana. Ewa Lipska pólskt ljóðskáld Fædd árið 1945 í Kraká, er á meðal virtustu ljóðskálda Póllands og hefur unnið til alls kyns bókmenntaverðlauna. Ljóð hennar hafa verið þýdd á fjölda tungumála og birtust nokkur þeirra á íslensku í þýðingu Geirlaugs Magnússonar árið 1993. Í tilefni Bókmenntahátíðar koma út ljóð eftir Ewu í íslenskri þýðingu Óskars Árna Óskarssonar, Braga Ólafssonar og Magnúsar Sigurðssonar. Ljóðin eru úr ljóðabókinni Kæra frú Schubert… sem kom út árið 2012. Útgáfan er hluti af verkefninu ORT sem hefur það að markmiði að kynna íslenska ljóðlist í Póllandi og pólska ljóðlist á Íslandi. Rachel Joyce breskur skáldsagnahöfundur og leikskáld Hefur samið meira en 20 útvarpsleikrit fyrir BBC og hlotið verðlaun fyrir. Jafnframt hefur hún skrifað bæði leikgerðir og þætti fyrir sjónvarp. Fyrsta skáldsaga hennar, Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry, kom út í fyrra og sló hressilega í gegn, bæði hérlendis og víða heim. Önnur skáldsaga hennar, Árið sem tvær sekúndur bættust við tímann, kom út hjá Bjarti í tilefni af komu Joyce á Bókmenntahátíðina. Það er Ingunn Snædal sem þýðir og væntanlega óhætt að lofa lesendum góðri skemmtun við lesturinn. Georgi Gospodinov búlgarskt ljóðskáld, rithöfundur og leikritaskáld Fæddur árið 1968. Hann þykir einhver merkasti höfundur Búlgara og er sá búlgarski höfundur sem er hvað mest þýddur á erlend tungumál eftir árið 1989. Fyrsta skáldsaga Gospodinovs var Estestven roman frá árinu 1999 og er hún hans best þekkta verk. Hún hefur komið út á 22 tungumálum og verið prentuð átta sinnum í Búlgaríu. Bókin inniheldur fjöldann allan af styttri frásögnum og hugleiðingum. Meginstefið er frásögn manns hvers hjónaband er í molum. Bókin er nú komin út á íslensku hjá Dimmu í þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar og ber heitið Náttúruleg skáldsaga. Mazen Maarouf palestínskt ljóðskáld, rithöfundur og blaðamaður Fæddur í Beirút í Líbanon árið 1978. Maarouf er með háskólapróf í efnafræði og starfaði áður sem blaðamaður. Hann gaf út fyrstu ljóðabók sína árið 2000 og fjórum árum síðar fylgdi önnur bók í kjölfarið. Þriðja ljóðabókin, An Angel on Clothesline, kom út árið 2012 og komið er út hjá Dimmu úrval ljóða úr þeirri bók í tvímála útgáfu: á íslensku og arabísku. Bókin nefnist Ekkert nema strokleður og þýðendur eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Kári Tulinius og Sjón. Kiran Desai indverskur/bandarískur skáldsagnahöfundur Fædd á Indlandi árið 1971 en býr í Bandaríkjunum. Fyrsta bók hennar, Hullaballoo in the Guava Orchard, kom út árið 1998 og hlaut góðar viðtökur. Frægasta verk Desai er bókin The Inheritance of Loss frá árinu 2006, en fyrir hana hlaut Desai mikið lof gagnrýnenda og lesenda og margvísleg verðlaun, til dæmis Man Booker-verðlaunin það sama ár. Bókin er komin út á íslensku hjá Múltíkúltí í þýðingu Kjartans Jónssonar og nefnist Horfin arfleifð. Sagan fjallar um indverskt samfélag, átökin á milli kynslóða, tveggja heima sýn, stöðu innflytjenda, hvað tapast og hvað varðveitist þegar flutt er á milli heimshluta. Madeline Miller bandarískur skáldsagnahöfundur Madeline er fædd í Bandaríkjunum árið 1978. Hún er klassískt menntuð og kennir grísku og latínu. Fyrsta og eina skáldsaga hennar er verðlauna- og metsölubókin The Song of Achilles sem kom út í september 2011. Fyrir hana hlaut Miller Orange-verðlaunin árið 2012, en þau eru veitt fyrir framúrskarandi skáldsögur kvenna af öllum þjóðernum. Bókin er nú komin út á íslensku hjá bókaforlaginu Sölku í þýðingu Þórunnar Hjartardóttur og nefnist Söngur Akkillesar. Sagan er byggð á Ilíonskviðu Hómers og segir frá ástarsambandi Akkillesar og Patróklosar en þeir voru kappar sem börðust í Trójustríðinu í liði Grikkja. Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Emiliana Torrini einhleyp Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Margir góðir gestir sækja Bókmenntahátíð í Reykjavík heim í ár. Auk þeirrar ánægju sem fylgir því að fá skemmtilega gesti þýða heimsóknir höfundanna erlendu að mikill kippur hefur hlaupið í íslenskar þýðingar á athyglisverðum bókmenntaverkum. Hér er stutt yfirlit yfir bækur gesta hátíðarinnar sem eru að koma út í íslenskum þýðingum þessa dagana. Ewa Lipska pólskt ljóðskáld Fædd árið 1945 í Kraká, er á meðal virtustu ljóðskálda Póllands og hefur unnið til alls kyns bókmenntaverðlauna. Ljóð hennar hafa verið þýdd á fjölda tungumála og birtust nokkur þeirra á íslensku í þýðingu Geirlaugs Magnússonar árið 1993. Í tilefni Bókmenntahátíðar koma út ljóð eftir Ewu í íslenskri þýðingu Óskars Árna Óskarssonar, Braga Ólafssonar og Magnúsar Sigurðssonar. Ljóðin eru úr ljóðabókinni Kæra frú Schubert… sem kom út árið 2012. Útgáfan er hluti af verkefninu ORT sem hefur það að markmiði að kynna íslenska ljóðlist í Póllandi og pólska ljóðlist á Íslandi. Rachel Joyce breskur skáldsagnahöfundur og leikskáld Hefur samið meira en 20 útvarpsleikrit fyrir BBC og hlotið verðlaun fyrir. Jafnframt hefur hún skrifað bæði leikgerðir og þætti fyrir sjónvarp. Fyrsta skáldsaga hennar, Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry, kom út í fyrra og sló hressilega í gegn, bæði hérlendis og víða heim. Önnur skáldsaga hennar, Árið sem tvær sekúndur bættust við tímann, kom út hjá Bjarti í tilefni af komu Joyce á Bókmenntahátíðina. Það er Ingunn Snædal sem þýðir og væntanlega óhætt að lofa lesendum góðri skemmtun við lesturinn. Georgi Gospodinov búlgarskt ljóðskáld, rithöfundur og leikritaskáld Fæddur árið 1968. Hann þykir einhver merkasti höfundur Búlgara og er sá búlgarski höfundur sem er hvað mest þýddur á erlend tungumál eftir árið 1989. Fyrsta skáldsaga Gospodinovs var Estestven roman frá árinu 1999 og er hún hans best þekkta verk. Hún hefur komið út á 22 tungumálum og verið prentuð átta sinnum í Búlgaríu. Bókin inniheldur fjöldann allan af styttri frásögnum og hugleiðingum. Meginstefið er frásögn manns hvers hjónaband er í molum. Bókin er nú komin út á íslensku hjá Dimmu í þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar og ber heitið Náttúruleg skáldsaga. Mazen Maarouf palestínskt ljóðskáld, rithöfundur og blaðamaður Fæddur í Beirút í Líbanon árið 1978. Maarouf er með háskólapróf í efnafræði og starfaði áður sem blaðamaður. Hann gaf út fyrstu ljóðabók sína árið 2000 og fjórum árum síðar fylgdi önnur bók í kjölfarið. Þriðja ljóðabókin, An Angel on Clothesline, kom út árið 2012 og komið er út hjá Dimmu úrval ljóða úr þeirri bók í tvímála útgáfu: á íslensku og arabísku. Bókin nefnist Ekkert nema strokleður og þýðendur eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Kári Tulinius og Sjón. Kiran Desai indverskur/bandarískur skáldsagnahöfundur Fædd á Indlandi árið 1971 en býr í Bandaríkjunum. Fyrsta bók hennar, Hullaballoo in the Guava Orchard, kom út árið 1998 og hlaut góðar viðtökur. Frægasta verk Desai er bókin The Inheritance of Loss frá árinu 2006, en fyrir hana hlaut Desai mikið lof gagnrýnenda og lesenda og margvísleg verðlaun, til dæmis Man Booker-verðlaunin það sama ár. Bókin er komin út á íslensku hjá Múltíkúltí í þýðingu Kjartans Jónssonar og nefnist Horfin arfleifð. Sagan fjallar um indverskt samfélag, átökin á milli kynslóða, tveggja heima sýn, stöðu innflytjenda, hvað tapast og hvað varðveitist þegar flutt er á milli heimshluta. Madeline Miller bandarískur skáldsagnahöfundur Madeline er fædd í Bandaríkjunum árið 1978. Hún er klassískt menntuð og kennir grísku og latínu. Fyrsta og eina skáldsaga hennar er verðlauna- og metsölubókin The Song of Achilles sem kom út í september 2011. Fyrir hana hlaut Miller Orange-verðlaunin árið 2012, en þau eru veitt fyrir framúrskarandi skáldsögur kvenna af öllum þjóðernum. Bókin er nú komin út á íslensku hjá bókaforlaginu Sölku í þýðingu Þórunnar Hjartardóttur og nefnist Söngur Akkillesar. Sagan er byggð á Ilíonskviðu Hómers og segir frá ástarsambandi Akkillesar og Patróklosar en þeir voru kappar sem börðust í Trójustríðinu í liði Grikkja.
Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Emiliana Torrini einhleyp Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira