Leikstýrir sinni fyrstu heimildarmynd Ása Ottesen skrifar 23. september 2013 13:15 Dóra Hrund Gísladóttir leikstýrir sinni fyrstu heimildarmynd sem fjallar um listahátíðir úti á landi. fréttablaðið/gva „Það var mjög fyndið þegar við vorum að taka upp á Eistnaflugi í Neskaupstað. Þá skárum við okkur algjörlega úr þar sem við vorum samankomnar fjórar vinkonur í hópi eiturharðra rokkara,“ segir myndlistarkonan Dóra Hrund Gísladóttir sem lauk nýverið við vinnslu sinnar fyrstu heimildarmyndar sem fjallar um listahátíðir úti á landi. Heimildarmyndin heitir Vertíð fjallar um listahátíðir sem fóru fram úti á landi sumarið 2012. Vinkonurnar Dóra Hrund, Rakel Sif Haraldsdóttir, Alexandra Baldursdóttir og Borghildur Tumadóttir lögðu af stað með kvikmyndgræjur sem þær fengu að láni á Lunga á Seyðisfirði og fóru á Eistnaflug í Neskaupstað, Jónsviku á Húsavík og Æring á Rifi. „Það voru svo margar flottar listahátíðir síðasta sumar og okkur langaði til að fanga stemninguna. Það er ekki víst að þessar hátíðir verði haldnar eftir nokkur ár og okkur fannst mikilvægt að búa til heimildarmynd um þær,“ segir Dóra Hrund sem leikstýrði jafnframt myndinni. Spurð út í aðdraganda myndarinnar segir Dóra að hana hafi ekki langað til þess að vinna hefðbundna sumarvinnu eftir að hún lauk námi í myndlist við Listaháskóla Íslands. „Ég fór að pæla í hvað ég gæti gert annað og datt þá í hug að fá vinkonur mínar með mér í lið að gera heimildarmyndina. Þær eru að læra mannfræði, hljóð- og myndlist. Við byrjuðum á að sækja um styrki en fengum enga. Það stoppaði okkur þó ekki og við náðum að ljúka við myndina með greiðum hér og þar,“ segir hún. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís miðvikudaginn 25. september kl. 18.00. „Það kostar ekkert inn en við ætlum að selja dvd-disk með myndinni sem fer í það að greiða fyrir leiguna á bíósalnum,“ segir athafnakonan Dóra Hrund að lokum. Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Það var mjög fyndið þegar við vorum að taka upp á Eistnaflugi í Neskaupstað. Þá skárum við okkur algjörlega úr þar sem við vorum samankomnar fjórar vinkonur í hópi eiturharðra rokkara,“ segir myndlistarkonan Dóra Hrund Gísladóttir sem lauk nýverið við vinnslu sinnar fyrstu heimildarmyndar sem fjallar um listahátíðir úti á landi. Heimildarmyndin heitir Vertíð fjallar um listahátíðir sem fóru fram úti á landi sumarið 2012. Vinkonurnar Dóra Hrund, Rakel Sif Haraldsdóttir, Alexandra Baldursdóttir og Borghildur Tumadóttir lögðu af stað með kvikmyndgræjur sem þær fengu að láni á Lunga á Seyðisfirði og fóru á Eistnaflug í Neskaupstað, Jónsviku á Húsavík og Æring á Rifi. „Það voru svo margar flottar listahátíðir síðasta sumar og okkur langaði til að fanga stemninguna. Það er ekki víst að þessar hátíðir verði haldnar eftir nokkur ár og okkur fannst mikilvægt að búa til heimildarmynd um þær,“ segir Dóra Hrund sem leikstýrði jafnframt myndinni. Spurð út í aðdraganda myndarinnar segir Dóra að hana hafi ekki langað til þess að vinna hefðbundna sumarvinnu eftir að hún lauk námi í myndlist við Listaháskóla Íslands. „Ég fór að pæla í hvað ég gæti gert annað og datt þá í hug að fá vinkonur mínar með mér í lið að gera heimildarmyndina. Þær eru að læra mannfræði, hljóð- og myndlist. Við byrjuðum á að sækja um styrki en fengum enga. Það stoppaði okkur þó ekki og við náðum að ljúka við myndina með greiðum hér og þar,“ segir hún. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís miðvikudaginn 25. september kl. 18.00. „Það kostar ekkert inn en við ætlum að selja dvd-disk með myndinni sem fer í það að greiða fyrir leiguna á bíósalnum,“ segir athafnakonan Dóra Hrund að lokum.
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira