Vann fyrir tískumerkið bebe Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 27. september 2013 11:00 Edda Skúladóttir framleiðir kvenfatnað úr bómull, silki og íslenskri ull undir merkinu Fluga design. Mynd/Pjetur Ég öðlaðist góða reynslu úti í Los Angeles. Þegar ég flutti heim fór ég svo að fikta mig áfram með mitt eigið. Byrjaði smátt en nú hefur þetta undið upp á sig,“ segir Edda Skúladóttir klæðskeri en hún framleiðir kvenfatnað undir merkinu Fluga design. Edda bjó í níu ár í Los Angeles og vann við sniðagerð fyrir fataframleiðendur, meðal annars fyrir merkið bebe. Hún flutti heim árið 2005 og kom Fluga design á koppinn fyrir þremur árum. Hún vinnur meðal annars úr íslenskri ull, silki og bómull. „Mér finnst mjög gaman að vinna með ullina en ég byrjaði á því fyrir rúmu ári. Prjónastofan Glófi prjónar fyrir mig voðir sem ég vinn úr stórar peysur og slár. Ég er að gera nýjar peysur þessa dagana og er í fullum gangi að undirbúa sýningu með Handverki og hönnun í Ráðhúsinu í nóvember,“ segir Edda. „Ég sauma bæði sparikjóla og bómullarkjóla til að nota hversdags, leggings og peysur og geri líka klúta og slaufur. Ég geri einnig mikið af því að breyta peysum, nota nýjar peysur sem ég fæ, lita, klippi til og bæti inn í þær silki. Þannig öðlast þær nýtt líf.“ Edda vinnur allt sjálf á vinnustofu sinni í Hamraborg 1 í Kópavogi og er hægt að heimsækja hana þangað. Einnig fást flíkurnar hennar í Kraumi og í Húsi handanna á Egilsstöðum. Edda heldur úti heimasíðunni www.fluga.is og eins er hægt að fylgjast með Fluga design á Facebook. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Ég öðlaðist góða reynslu úti í Los Angeles. Þegar ég flutti heim fór ég svo að fikta mig áfram með mitt eigið. Byrjaði smátt en nú hefur þetta undið upp á sig,“ segir Edda Skúladóttir klæðskeri en hún framleiðir kvenfatnað undir merkinu Fluga design. Edda bjó í níu ár í Los Angeles og vann við sniðagerð fyrir fataframleiðendur, meðal annars fyrir merkið bebe. Hún flutti heim árið 2005 og kom Fluga design á koppinn fyrir þremur árum. Hún vinnur meðal annars úr íslenskri ull, silki og bómull. „Mér finnst mjög gaman að vinna með ullina en ég byrjaði á því fyrir rúmu ári. Prjónastofan Glófi prjónar fyrir mig voðir sem ég vinn úr stórar peysur og slár. Ég er að gera nýjar peysur þessa dagana og er í fullum gangi að undirbúa sýningu með Handverki og hönnun í Ráðhúsinu í nóvember,“ segir Edda. „Ég sauma bæði sparikjóla og bómullarkjóla til að nota hversdags, leggings og peysur og geri líka klúta og slaufur. Ég geri einnig mikið af því að breyta peysum, nota nýjar peysur sem ég fæ, lita, klippi til og bæti inn í þær silki. Þannig öðlast þær nýtt líf.“ Edda vinnur allt sjálf á vinnustofu sinni í Hamraborg 1 í Kópavogi og er hægt að heimsækja hana þangað. Einnig fást flíkurnar hennar í Kraumi og í Húsi handanna á Egilsstöðum. Edda heldur úti heimasíðunni www.fluga.is og eins er hægt að fylgjast með Fluga design á Facebook.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira