Upplagt að nota Meistaramánuð til að hætta 30. september 2013 21:00 Teitur segir málið snúast um að taka ákvörðun og standa við hana. Til þess eru ýmis ráð. Fjórtán prósent Íslendinga reykja daglega samkvæmt nýlegri könnun Landlæknisembættisins. Teitur Guðmundsson læknir segir nákvæmlega ekkert jákvætt við það að reykja og finnst upplagt að reykingamenn noti meistaramánuð og önnur álíka tilefni til að hætta. „Ef horft er til sjúkdóma eru reykingar einn mesti skaðvaldur sem til er en auk þess hafa þær í för með sér ýmis önnur vandamál eins og vonda líkamslykt og andfýlu.“En hvernig á að bera sig að við að hætta?„Fyrst þarf að taka ákvörðun um að hætta. Sama hvernig fólk fer að þurfa allir að taka þessa ákvörðun og standa við hana. Oft verður eitthvað til þess að fólk ákveður allt í einu að nú sé komið nóg. Má þar nefna ef viðkomandi finnur fyrir einkennum sem hann rekur til reykinga eða ef einhver nákominn veikist af völdum reykinga,“ segir Teitur. Þegar ákvörðun hefur verið tekin þarf að ákveða tíma eða tímabil til að hætta. „Best er að fjarlægja allt sem minnir á reykingarnar úr umhverfinu. Eins er gott að gera aðstandendum og vinnufélögum viðvart og biðja þá um að styðja sig.“ Reykingar eru að sögn Teits að stórum hluta vani og þarf að skapa nýjar venjur. „Hreyfing gerir mikið gagn og eins gagnast mörgum að fá sér sítrusávexti, vatn eða tyggjó þegar reykingaþörfin gerir vart við sig. Þá þarf að gera ráðstafanir þegar kemur að aukaáreiti eins og skemmtunum og getur til að mynda verið ráð að draga úr áfengisdrykkju enda getur hún ýtt undir reykingaþörf.“ Mörgum hefur gagnast að nota lyf til að hætta að reykja. „Þetta eru annars vegar nikótínlyf eins og tyggjó, sprey og plástrar sem eru notuð þegar nikótínþörfin kemur upp og hins vegar lyf sem draga úr nikótínþörfinni. Zyban er gamalt geðlyf sem hefur verið notað í þessum tilgangi en það hefur þá aukaverkun að nikótínþörfin minnkar og fólk verður afhuga reykingum. Nýrra lyf er Chanpix. Það blokkerar nikótínviðtakana í heilanum en sá sem reykir býr til meira af nikótínviðtökum sem aftur leysa úr læðingi dópamín sem veldur hluta af þeirri vellíðan sem reykingamenn sækjast eftir. Lyfið sest á nikótínviðtakana sem gerir það að verkum að nikótínið kemst ekki að. Það framkallar engu að síður dópamín og menn finna því síður fyrir fráhvarfseinkennum. Teitur segir að hættan á að falla sé mest fyrstu sex mánuðina. „Haldi fólk það út eru ágætar líkur á að því takist alfarið að hætta.“ Meistaramánuður Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Fjórtán prósent Íslendinga reykja daglega samkvæmt nýlegri könnun Landlæknisembættisins. Teitur Guðmundsson læknir segir nákvæmlega ekkert jákvætt við það að reykja og finnst upplagt að reykingamenn noti meistaramánuð og önnur álíka tilefni til að hætta. „Ef horft er til sjúkdóma eru reykingar einn mesti skaðvaldur sem til er en auk þess hafa þær í för með sér ýmis önnur vandamál eins og vonda líkamslykt og andfýlu.“En hvernig á að bera sig að við að hætta?„Fyrst þarf að taka ákvörðun um að hætta. Sama hvernig fólk fer að þurfa allir að taka þessa ákvörðun og standa við hana. Oft verður eitthvað til þess að fólk ákveður allt í einu að nú sé komið nóg. Má þar nefna ef viðkomandi finnur fyrir einkennum sem hann rekur til reykinga eða ef einhver nákominn veikist af völdum reykinga,“ segir Teitur. Þegar ákvörðun hefur verið tekin þarf að ákveða tíma eða tímabil til að hætta. „Best er að fjarlægja allt sem minnir á reykingarnar úr umhverfinu. Eins er gott að gera aðstandendum og vinnufélögum viðvart og biðja þá um að styðja sig.“ Reykingar eru að sögn Teits að stórum hluta vani og þarf að skapa nýjar venjur. „Hreyfing gerir mikið gagn og eins gagnast mörgum að fá sér sítrusávexti, vatn eða tyggjó þegar reykingaþörfin gerir vart við sig. Þá þarf að gera ráðstafanir þegar kemur að aukaáreiti eins og skemmtunum og getur til að mynda verið ráð að draga úr áfengisdrykkju enda getur hún ýtt undir reykingaþörf.“ Mörgum hefur gagnast að nota lyf til að hætta að reykja. „Þetta eru annars vegar nikótínlyf eins og tyggjó, sprey og plástrar sem eru notuð þegar nikótínþörfin kemur upp og hins vegar lyf sem draga úr nikótínþörfinni. Zyban er gamalt geðlyf sem hefur verið notað í þessum tilgangi en það hefur þá aukaverkun að nikótínþörfin minnkar og fólk verður afhuga reykingum. Nýrra lyf er Chanpix. Það blokkerar nikótínviðtakana í heilanum en sá sem reykir býr til meira af nikótínviðtökum sem aftur leysa úr læðingi dópamín sem veldur hluta af þeirri vellíðan sem reykingamenn sækjast eftir. Lyfið sest á nikótínviðtakana sem gerir það að verkum að nikótínið kemst ekki að. Það framkallar engu að síður dópamín og menn finna því síður fyrir fráhvarfseinkennum. Teitur segir að hættan á að falla sé mest fyrstu sex mánuðina. „Haldi fólk það út eru ágætar líkur á að því takist alfarið að hætta.“
Meistaramánuður Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira