Tókst hið ómögulega Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. september 2013 17:00 Atli Fannar Bjarkason tekur þátt í Meistaramánuði í annað sinn. Mynd/Gva Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar, tekur þátt í meistaramánuði nú í annað sinn. Hann segir auðveldara en margur heldur að breyta til en sjálfur náði hann markmiði sínu í réttstöðulyftu sem hann hafði talið ómögulegt, 180 kíló. Hann át einnig tvo kexpakka á þremur mínútum en það var þó ekki eitt af settum markmiðum. Markmiðin voru að borða ekkert nammi, engar kökur og ekkert kex þennan mánuð. Eins ætlaði ég að gera góðverk á hverjum degi, sem reyndist meira en að segja það. Svo vildi ég setja persónulegt met í réttstöðulyftu og lyfta 180 kílóum. Það tókst á þriðja degi, alveg óvart, sem var reyndar frekar fúlt. Það er samt gott að fá að koma þessu á framfæri hér því mér finnst mikilvægt að þjóðin viti hvað ég get „deddað“ miklu,“ segir Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar, en hann tók fyrst þátt í meistaramánuðinum á síðasta ári.Atli Fannar kom sjálfum sér á óvart þegar hann lyfti 180 kílóum á þriðja degi meistaramánaðar.MYND/ÚR EINKASAFNIEkki gekk allt jafn áreynslulaust og réttstöðulyftan og bugaðist Atli á elleftu stundu í óhollustubindindinu. „Ég var gjörsamlega aðframkominn þar sem ég sat á síðasta degi og beið eftir að klukkan slægi tólf. Klukkan tíu fór ég út í búð og keypti tvo kexpakka. Kláraði þá á þremur mínútum! Ég er svo mikið fyrir kex.“ Hann vill þó ekki viðurkenna að hafa þar með mistekist. „Nei, klukkan var orðin tólf einhvers staðar í heiminum. Mögulega á meginlandi Evrópu.“ En hvernig gekk að gera eitt góðverk á dag? „Ég held að það hafi náðst. Stundum gerði ég fleiri en eitt á dag svo það hlýtur að hafa jafnast út. Ég var til dæmis mjög duglegur að setja klink í söfnunarbauka og var fyrir vikið afar blankur þennan mánuð.“ Atli hélt utan um árangurinn með því að blogga daglega á atlifannar.wordpress.com. Til að byrja með voru færslurnar metnaðarfullar en fljótlega dró þó úr. „Þær urðu frekar leiðigjarnar. Það er nefnilega auðveldara en maður heldur að breyta til og færslurnar urðu því mjög einsleitar,“ segir hann. „Það var til dæmis mjög leiðinlegt að hafa náð réttstöðulyftunni strax. Ég ætlaði að hafa þetta svo táknrænt síðasta daginn. Þetta hefði átt að vera ómögulegt markmið. Ég var bara 72 kíló á þessum tíma. Ég er ekki einu sinni genetískt sterkur.“ Atli ætlar að vera með aftur þetta árið og bjóða kexpökkunum birginn á ný, borða hollt og skera niður fitu á markvissari hátt. Hann ætlar líka að sleppa því að drekka áfengi en hefur minnstar áhyggjur af því. „Það er ekkert mál, ég gæti gert það standandi á höndum.“ En hefur meistaramánuðurinn breytt lífsstíl Atla Fannars? „Mér finnst hann mjög góð áminning á hverju ári til þess að skerpa á hlutunum.“Atli Fannar mun blogga um árangurinn í ár eins og í fyrra. Færslurnar má lesahér Meistaramánuður Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Sjá meira
Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar, tekur þátt í meistaramánuði nú í annað sinn. Hann segir auðveldara en margur heldur að breyta til en sjálfur náði hann markmiði sínu í réttstöðulyftu sem hann hafði talið ómögulegt, 180 kíló. Hann át einnig tvo kexpakka á þremur mínútum en það var þó ekki eitt af settum markmiðum. Markmiðin voru að borða ekkert nammi, engar kökur og ekkert kex þennan mánuð. Eins ætlaði ég að gera góðverk á hverjum degi, sem reyndist meira en að segja það. Svo vildi ég setja persónulegt met í réttstöðulyftu og lyfta 180 kílóum. Það tókst á þriðja degi, alveg óvart, sem var reyndar frekar fúlt. Það er samt gott að fá að koma þessu á framfæri hér því mér finnst mikilvægt að þjóðin viti hvað ég get „deddað“ miklu,“ segir Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar, en hann tók fyrst þátt í meistaramánuðinum á síðasta ári.Atli Fannar kom sjálfum sér á óvart þegar hann lyfti 180 kílóum á þriðja degi meistaramánaðar.MYND/ÚR EINKASAFNIEkki gekk allt jafn áreynslulaust og réttstöðulyftan og bugaðist Atli á elleftu stundu í óhollustubindindinu. „Ég var gjörsamlega aðframkominn þar sem ég sat á síðasta degi og beið eftir að klukkan slægi tólf. Klukkan tíu fór ég út í búð og keypti tvo kexpakka. Kláraði þá á þremur mínútum! Ég er svo mikið fyrir kex.“ Hann vill þó ekki viðurkenna að hafa þar með mistekist. „Nei, klukkan var orðin tólf einhvers staðar í heiminum. Mögulega á meginlandi Evrópu.“ En hvernig gekk að gera eitt góðverk á dag? „Ég held að það hafi náðst. Stundum gerði ég fleiri en eitt á dag svo það hlýtur að hafa jafnast út. Ég var til dæmis mjög duglegur að setja klink í söfnunarbauka og var fyrir vikið afar blankur þennan mánuð.“ Atli hélt utan um árangurinn með því að blogga daglega á atlifannar.wordpress.com. Til að byrja með voru færslurnar metnaðarfullar en fljótlega dró þó úr. „Þær urðu frekar leiðigjarnar. Það er nefnilega auðveldara en maður heldur að breyta til og færslurnar urðu því mjög einsleitar,“ segir hann. „Það var til dæmis mjög leiðinlegt að hafa náð réttstöðulyftunni strax. Ég ætlaði að hafa þetta svo táknrænt síðasta daginn. Þetta hefði átt að vera ómögulegt markmið. Ég var bara 72 kíló á þessum tíma. Ég er ekki einu sinni genetískt sterkur.“ Atli ætlar að vera með aftur þetta árið og bjóða kexpökkunum birginn á ný, borða hollt og skera niður fitu á markvissari hátt. Hann ætlar líka að sleppa því að drekka áfengi en hefur minnstar áhyggjur af því. „Það er ekkert mál, ég gæti gert það standandi á höndum.“ En hefur meistaramánuðurinn breytt lífsstíl Atla Fannars? „Mér finnst hann mjög góð áminning á hverju ári til þess að skerpa á hlutunum.“Atli Fannar mun blogga um árangurinn í ár eins og í fyrra. Færslurnar má lesahér
Meistaramánuður Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Sjá meira