Hanna þverslaufur í anda Kentucky-manna Sara McMahon skrifar 3. október 2013 07:00 Heiðdís Inga Hilmarsdóttir og Svandís Gunnarsdóttir hönnuðu bleika þverslaufu handa karlmönnum. Slaufurnar eru seldar til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. „Heiðdís kom með hugmyndina um að hanna bleika slaufu handa karlmönnum í sumar. Við vorum með ákveðna slaufu í huga, fyrirmyndin kallast „Kentucky bow tie“, og svo útfærðum við slaufuna í sameiningu,“ segir Svandís Gunnarsdóttir. Hún og vinkona hennar, Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, hönnuðu bleika þverslaufu til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Heiðdís Inga hefur áður lagt Krabbameinsfélaginu lið því hún hannaði herðatréð Herra Tré, til styrktar átakinu Mottumars sem fram fór fyrr á árinu. Herðatréð hannaði hún í minningu afa síns, Þóris Þórðarsonar, er lést fyrir ári síðan eftir erfið veikindi. „Hún seldi herðatré fyrir hálfa milljón og hana langaði að halda áfram að leggja málefninu lið. Það er gott að geta lagt sitt af mörkum því það eru margir sem hafa glímt við krabbamein,“ segir Svandís. Þverslaufurnar eru handsaumaðar af vinkonunum og bera nafnið Bóthildur. „Nafnið var mikill hausverkur. Við vildum fá sterkt, íslenskt kvenmannsnafn á slaufurnar og duttum niður á nafnið Bóthildur. Nafnið merkir „sú sem baráttuna bætir“ og var eitthvað svo ótrúlega viðeigandi.“ Svandís og Heiðdís hafa þekkst frá því þær voru börn að aldri og stunda báðar nám við Tækniskólann. „Ég er í fatahönnun og hún stundar nám á almennri hönnunarbraut. Við erum búnar að vera bestu vinkonur alla okkar skólagöngu, ef menntaskólaárin eru frátalin. Ég fór í Versló og hún í MH og vinskapurinn stóðst þá raun,“ segir Svandís og hlær.Jón Jónsson, söngvari og fótboltamaður, með slaufuna.Þverslaufurnar fást í verslununum Hrími og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar á Laugavegi og að auki á vefsíðunni Krabb.is. Slaufan kostar 3.000 krónur og rennur ágóði sölunnar til Krabbameinsfélagsins.Söngkonan Lára Rúnarsdóttir með slaufuna um hálsinn. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Heiðdís kom með hugmyndina um að hanna bleika slaufu handa karlmönnum í sumar. Við vorum með ákveðna slaufu í huga, fyrirmyndin kallast „Kentucky bow tie“, og svo útfærðum við slaufuna í sameiningu,“ segir Svandís Gunnarsdóttir. Hún og vinkona hennar, Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, hönnuðu bleika þverslaufu til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Heiðdís Inga hefur áður lagt Krabbameinsfélaginu lið því hún hannaði herðatréð Herra Tré, til styrktar átakinu Mottumars sem fram fór fyrr á árinu. Herðatréð hannaði hún í minningu afa síns, Þóris Þórðarsonar, er lést fyrir ári síðan eftir erfið veikindi. „Hún seldi herðatré fyrir hálfa milljón og hana langaði að halda áfram að leggja málefninu lið. Það er gott að geta lagt sitt af mörkum því það eru margir sem hafa glímt við krabbamein,“ segir Svandís. Þverslaufurnar eru handsaumaðar af vinkonunum og bera nafnið Bóthildur. „Nafnið var mikill hausverkur. Við vildum fá sterkt, íslenskt kvenmannsnafn á slaufurnar og duttum niður á nafnið Bóthildur. Nafnið merkir „sú sem baráttuna bætir“ og var eitthvað svo ótrúlega viðeigandi.“ Svandís og Heiðdís hafa þekkst frá því þær voru börn að aldri og stunda báðar nám við Tækniskólann. „Ég er í fatahönnun og hún stundar nám á almennri hönnunarbraut. Við erum búnar að vera bestu vinkonur alla okkar skólagöngu, ef menntaskólaárin eru frátalin. Ég fór í Versló og hún í MH og vinskapurinn stóðst þá raun,“ segir Svandís og hlær.Jón Jónsson, söngvari og fótboltamaður, með slaufuna.Þverslaufurnar fást í verslununum Hrími og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar á Laugavegi og að auki á vefsíðunni Krabb.is. Slaufan kostar 3.000 krónur og rennur ágóði sölunnar til Krabbameinsfélagsins.Söngkonan Lára Rúnarsdóttir með slaufuna um hálsinn.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira