Martröð hvers foreldris Sara McMahon skrifar 2. október 2013 21:00 Jake Gyllenhaal fer með hlutverk rannsóknarlögreglumannsins Loka í kvikmyndinni Prisoners. Terrence Howard og Viola Davis fara með hlutverk foreldra barns sem hefur verið rænt. Spennumyndin Prisoners skartar Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal í helstu hlutverkum. Myndin er í leikstjórn Denis Villeneuve og segir frá brottnámi tveggja telpna og eftirmálum þess. Myndin hefst á því að nágrannafjölskyldurnar Dover og Birch eyða saman þakkargjörðarhátíðinni. Sex ára gamlar dætur hjónanna, Anna Dover og Joy Birch, fara að matnum loknum út að leika sér. Þegar fullorðna fólkið fer að lengja eftir stúlkunum áttar það sig á því að þær eru á bak og burt. Lögreglan er kölluð til og fer rannsóknarlögreglumaðurinn Loki fyrir leitinni. Húsbíll finnst skammt frá og handtekur lögreglan eiganda bílsins, mann að nafni Alex Jones. Vegna skorts á sönnunargöngum er Jones sleppt úr haldi að yfirheyrslum loknum. Þetta kemur Keller Dover, föður Önnu, í mikið uppnám og hann ákveður að taka málin í eigin hendur, rænir Jones og heldur honum föngnum í von um að fá upplýsingar um líðan og staðsetningu stúlknanna. Með aðalhlutverk fara Hugh Jackman, Jake Gyllenhaal, Viola Davis, Maria Bello, Terrence Howard, Paul Dano og Melissa Leo. Sem áður segir er myndin í leikstjórn Denis Villeneuve, en kvikmynd hans frá árinu 2010, Incendies, var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin það árið. Prisoners hefur hlotið mikið lof og fékk 8,3 í einkunn á vefsíðunni Imdb og 80 prósent í einkunn á Rottentomatoes. Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Spennumyndin Prisoners skartar Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal í helstu hlutverkum. Myndin er í leikstjórn Denis Villeneuve og segir frá brottnámi tveggja telpna og eftirmálum þess. Myndin hefst á því að nágrannafjölskyldurnar Dover og Birch eyða saman þakkargjörðarhátíðinni. Sex ára gamlar dætur hjónanna, Anna Dover og Joy Birch, fara að matnum loknum út að leika sér. Þegar fullorðna fólkið fer að lengja eftir stúlkunum áttar það sig á því að þær eru á bak og burt. Lögreglan er kölluð til og fer rannsóknarlögreglumaðurinn Loki fyrir leitinni. Húsbíll finnst skammt frá og handtekur lögreglan eiganda bílsins, mann að nafni Alex Jones. Vegna skorts á sönnunargöngum er Jones sleppt úr haldi að yfirheyrslum loknum. Þetta kemur Keller Dover, föður Önnu, í mikið uppnám og hann ákveður að taka málin í eigin hendur, rænir Jones og heldur honum föngnum í von um að fá upplýsingar um líðan og staðsetningu stúlknanna. Með aðalhlutverk fara Hugh Jackman, Jake Gyllenhaal, Viola Davis, Maria Bello, Terrence Howard, Paul Dano og Melissa Leo. Sem áður segir er myndin í leikstjórn Denis Villeneuve, en kvikmynd hans frá árinu 2010, Incendies, var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin það árið. Prisoners hefur hlotið mikið lof og fékk 8,3 í einkunn á vefsíðunni Imdb og 80 prósent í einkunn á Rottentomatoes.
Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira