Framleiðir fyrir Cate Blanchett Freyr Bjarnason skrifar 9. október 2013 09:00 Eva Maria Daniels framleiðir fyrstu kvikmyndina sem Cate Blanchett leikstýrir. nordicphotos/getty Eva Maria Daniels verður annar af framleiðendum fyrstu kvikmyndarinnar sem leikkonan Cate Blanchett ætlar að leikstýra. Kvikmyndin er sálfræðitryllir og fjallar um hversu langt foreldrar geta gengið til að vernda börnin sín. Hún verður byggð á skáldsögu Hermans Kock, The Dinner. Handritshöfundur verður Oren Moverman, sem skrifaði handritið að The Messenger. Ekki er víst hvort Blanchett mun einnig leika í myndinni. Margir telja að hún fái tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í nýjustu mynd Woody Allen, Blue Jasmine. Síðustu fimm ár hefur hún starfað, samhliða kvikmyndaleik sínum, sem einn af listrænum stjórnendum Sydney Theatre Company í Ástralíu. Blanchett vann Óskarinn fyrir aukahlutverk sitt í The Aviator og hefur þvívegis til viðbótar verið tilnefnd til verðlaunanna eftirsóttu. Eva Maria Daniels hefur framleitt þrjár aðrar kvikmyndir síðustu fjögur árin, eða The Romantics með Katie Holmes í aðahlutverki, Goats með David Duchovny í aðalhlutverki og What Maisie Knnew þar sem Julianna Moore og Alexander Skarsgård fóru með aðalhlutverkin. Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Eva Maria Daniels verður annar af framleiðendum fyrstu kvikmyndarinnar sem leikkonan Cate Blanchett ætlar að leikstýra. Kvikmyndin er sálfræðitryllir og fjallar um hversu langt foreldrar geta gengið til að vernda börnin sín. Hún verður byggð á skáldsögu Hermans Kock, The Dinner. Handritshöfundur verður Oren Moverman, sem skrifaði handritið að The Messenger. Ekki er víst hvort Blanchett mun einnig leika í myndinni. Margir telja að hún fái tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í nýjustu mynd Woody Allen, Blue Jasmine. Síðustu fimm ár hefur hún starfað, samhliða kvikmyndaleik sínum, sem einn af listrænum stjórnendum Sydney Theatre Company í Ástralíu. Blanchett vann Óskarinn fyrir aukahlutverk sitt í The Aviator og hefur þvívegis til viðbótar verið tilnefnd til verðlaunanna eftirsóttu. Eva Maria Daniels hefur framleitt þrjár aðrar kvikmyndir síðustu fjögur árin, eða The Romantics með Katie Holmes í aðahlutverki, Goats með David Duchovny í aðalhlutverki og What Maisie Knnew þar sem Julianna Moore og Alexander Skarsgård fóru með aðalhlutverkin.
Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira