Bleika herraslaufan vinsæl Elín Albertsdóttir skrifar 10. október 2013 00:00 Daníel Ingvarsson og Theódór Ágúst Magnússon sitja við sauma. mynd/anton Bleiki dagurinn er á morgun en sá litur er baráttulitur októbermánaðar. Þeir sem vilja taka þátt í deginum geta til dæmis skreytt sig með bleikri slaufu. Framhaldsskólanemendurnir Theódór Ágúst Magnússon og Daníel Ingvarsson byrjuðu að sauma herraslaufur fyrir jólin í fyrra. Eftirspurnin varð þvílík að nú hafa þeir opnað vefverslun, 104.is, og í október bjóða þeir bleikar slaufur. Ágóðinn rennur til Krabbameinsfélagsins. Theódór segir að þar sem október sé tileinkaður árvekni gegn brjóstakrabbameini og bleikur litur sé tákn þess hafi þeir félagarnir tekið þessa ákvörðun og slaufunum hefur verið vel tekið. „Karlmenn eru alveg óhræddir við að bera bleika slaufu,“ segir hann. „Við höfum nýlega sett upp vefverslunina 104.is og þar má skoða bæði bleiku slaufurnar og aðrar sem við höfum framleitt. Við sérsaumum einnig fyrir þá sem vilja en þá er best að hafa samband við okkur á Facebook-síðunni 104 slaufur.“ Það er mikið í tísku um þessar mundir að ganga með slaufu í stað bindis. Þeim Theódór og Daníel fannst úrvalið ekki nægjanlegt í verslunum þegar þeir hófu að sauma slaufur í fyrra og þeir hafa sannarlega fundið fyrir því. Auk þess stilla þeir verðinu í hóf þannig að námsmenn hafi ráð á þeim. Þeir fengu strax viðbrögð og litla fyrirtækið hefur vaxið og dafnað á einu ári. „Við erum báðir í námi en sitjum við á kvöldin og fram eftir nóttu við saumaskapinn,“ útskýrir Theódór. „Í fyrstu ætluðum við einungis að sauma slaufur á vini okkar en þetta hefur heldur betur undið upp á sig.“ Strákarnir telja að slaufurnar, sem eru í margs konar litum og efnistegundum, höfði jafnt til yngri sem eldri herramanna. Þeim þykir starfið skemmtilegt og reyna að hafa slaufurnar með mismunandi mynstrum þannig að sem fæstar séu eins. „Við viljum að allir fái sína einstöku slaufu.“ Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Bleiki dagurinn er á morgun en sá litur er baráttulitur októbermánaðar. Þeir sem vilja taka þátt í deginum geta til dæmis skreytt sig með bleikri slaufu. Framhaldsskólanemendurnir Theódór Ágúst Magnússon og Daníel Ingvarsson byrjuðu að sauma herraslaufur fyrir jólin í fyrra. Eftirspurnin varð þvílík að nú hafa þeir opnað vefverslun, 104.is, og í október bjóða þeir bleikar slaufur. Ágóðinn rennur til Krabbameinsfélagsins. Theódór segir að þar sem október sé tileinkaður árvekni gegn brjóstakrabbameini og bleikur litur sé tákn þess hafi þeir félagarnir tekið þessa ákvörðun og slaufunum hefur verið vel tekið. „Karlmenn eru alveg óhræddir við að bera bleika slaufu,“ segir hann. „Við höfum nýlega sett upp vefverslunina 104.is og þar má skoða bæði bleiku slaufurnar og aðrar sem við höfum framleitt. Við sérsaumum einnig fyrir þá sem vilja en þá er best að hafa samband við okkur á Facebook-síðunni 104 slaufur.“ Það er mikið í tísku um þessar mundir að ganga með slaufu í stað bindis. Þeim Theódór og Daníel fannst úrvalið ekki nægjanlegt í verslunum þegar þeir hófu að sauma slaufur í fyrra og þeir hafa sannarlega fundið fyrir því. Auk þess stilla þeir verðinu í hóf þannig að námsmenn hafi ráð á þeim. Þeir fengu strax viðbrögð og litla fyrirtækið hefur vaxið og dafnað á einu ári. „Við erum báðir í námi en sitjum við á kvöldin og fram eftir nóttu við saumaskapinn,“ útskýrir Theódór. „Í fyrstu ætluðum við einungis að sauma slaufur á vini okkar en þetta hefur heldur betur undið upp á sig.“ Strákarnir telja að slaufurnar, sem eru í margs konar litum og efnistegundum, höfði jafnt til yngri sem eldri herramanna. Þeim þykir starfið skemmtilegt og reyna að hafa slaufurnar með mismunandi mynstrum þannig að sem fæstar séu eins. „Við viljum að allir fái sína einstöku slaufu.“
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira