1001 galdur fyrir alla fjölskylduna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. október 2013 09:00 Sagan af Aladdín er ekki ný af nálinni en hér er á ferð útgáfa sem er trú frumsögunni og því töluvert ólík Disney-útgáfunni sem flestir þekkja. Brúðusýningin Aladdín eftir Bernd Ogrodnik var frumsýnd á Brúðulofti Þjóðleikhússins um síðustu helgi. Ágústa Skúladóttir leikstjóri segir sýninguna höfða til áhorfenda á öllum aldri enda sé hún mikið sjónarspil. „Brúðuloftið er nýtt leikhús sem Bernd Ogrodnik hefur fengið til umráða inni í Þjóðleikhúsinu,“ útskýrir Ágústa Skúladóttir leikstjóri spurð hvað Brúðuloftið sé. Þar var um síðustu helgi frumsýnd brúðusýning Bernds, Aladdín, sem Ágústa leikstýrir. „Aladdín er formleg opnunarsýning Brúðuloftsins. Bernd semur handritið og tónlistina og hannar og smíðar leikmyndina, auk þess að búa til brúðurnar, stjórna þeim og vera sögumaður.“ Karl Ágúst Úlfsson á líka bæði þýtt og frumsamið efni í sýningunni og átta eðalleikarar ljá brúðunum raddir sínar. Sagan fylgir sögunni úr 1001 nótt, án alls Disney-flúrs, að sögn Ágústu. „Við erum trú upprunalegu sögunni,“ segir Ágústa. „Aladdín á til dæmis móður í þessari útgáfu en ekki apa. Andinn er einnig kvenkyns hjá okkur, þannig að við höfum aðeins rétt hallann á kvenhlutverkunum.“Ágústa SkúladóttirÞað eru tólf persónur í verkinu en til þess að koma þeim til skila í mismunandi aðstæðum þarf hátt í fimmtíu brúður. „Hver karakter þarf að vera til í ýmsum stærðum og gerðum í mismunandi búningum því brúðurnar geta ekki hlaupið í hraðskiptingu og birst skömmu síðar í nýju dressi.“ Sýningin er sögð höfða til aldurshópsins milli fjögurra og hundrað ára og Ágústa segir fullorðna fólkið skemmta sér alveg jafn vel og börnin. „Fólk kemur út alveg í skýjunum eftir að hafa lifað sig inn í þetta ótrúlega ævintýri,“ segir hún. Sýningar verða tvisvar á hverjum laugardegi fram eftir nóvember. Ágústa vill leggja áherslu á að sýningarfjöldinn sé takmarkaður og því ekki eftir neinu að bíða með að drífa sig að upplifa ævintýrið. Menning Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Brúðusýningin Aladdín eftir Bernd Ogrodnik var frumsýnd á Brúðulofti Þjóðleikhússins um síðustu helgi. Ágústa Skúladóttir leikstjóri segir sýninguna höfða til áhorfenda á öllum aldri enda sé hún mikið sjónarspil. „Brúðuloftið er nýtt leikhús sem Bernd Ogrodnik hefur fengið til umráða inni í Þjóðleikhúsinu,“ útskýrir Ágústa Skúladóttir leikstjóri spurð hvað Brúðuloftið sé. Þar var um síðustu helgi frumsýnd brúðusýning Bernds, Aladdín, sem Ágústa leikstýrir. „Aladdín er formleg opnunarsýning Brúðuloftsins. Bernd semur handritið og tónlistina og hannar og smíðar leikmyndina, auk þess að búa til brúðurnar, stjórna þeim og vera sögumaður.“ Karl Ágúst Úlfsson á líka bæði þýtt og frumsamið efni í sýningunni og átta eðalleikarar ljá brúðunum raddir sínar. Sagan fylgir sögunni úr 1001 nótt, án alls Disney-flúrs, að sögn Ágústu. „Við erum trú upprunalegu sögunni,“ segir Ágústa. „Aladdín á til dæmis móður í þessari útgáfu en ekki apa. Andinn er einnig kvenkyns hjá okkur, þannig að við höfum aðeins rétt hallann á kvenhlutverkunum.“Ágústa SkúladóttirÞað eru tólf persónur í verkinu en til þess að koma þeim til skila í mismunandi aðstæðum þarf hátt í fimmtíu brúður. „Hver karakter þarf að vera til í ýmsum stærðum og gerðum í mismunandi búningum því brúðurnar geta ekki hlaupið í hraðskiptingu og birst skömmu síðar í nýju dressi.“ Sýningin er sögð höfða til aldurshópsins milli fjögurra og hundrað ára og Ágústa segir fullorðna fólkið skemmta sér alveg jafn vel og börnin. „Fólk kemur út alveg í skýjunum eftir að hafa lifað sig inn í þetta ótrúlega ævintýri,“ segir hún. Sýningar verða tvisvar á hverjum laugardegi fram eftir nóvember. Ágústa vill leggja áherslu á að sýningarfjöldinn sé takmarkaður og því ekki eftir neinu að bíða með að drífa sig að upplifa ævintýrið.
Menning Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira