Yfirhöfn sem nota má á 112 mismunandi vegu Sara McMahon skrifar 12. október 2013 07:00 Hrefna Björk Sverrisdóttir, Ýr Þrastardóttir og Harpa Einarsdóttir stofnuðu hönnunarfyrirtækið YZ Creations. Fyrirtækið hannar flíkur sem má nota á ólíka vegu. Myndir/jónatan Grétarsson YZ Creation er nýtt hönnunarfyrirtæki í eigu Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur og hönnuðanna Ýrar Þrastardóttur og Hörpu Einarsdóttur. Fyrirtækið hyggst framleiða hágæða flíkur sem hægt er að breyta og nota á fleiri en eina vegu. „Ýr og Harpa voru búnar að ákveða að vinna saman og settu sig í samband við mig. Okkur langaði að gera eitthvað nýtt í hönnun, eitthvað sem ekki væri búið að gera áður, og datt í hug hvort hægt væri að framleiða hágæða flíkur sem nota mætti á marga vegu. Áskorunin var aftur á móti sú hvort hugmyndin væri framkvæmanleg; hvort flíkurnar mundu standast kröfur um gæði og hönnun,“ útskýrir Hrefna Björk. Úr varð yfirhöfn sem hægt er að nota á 112 mismunandi vegu með því að taka af eða bæta á ermum, krögum, hettum og öðrum fylgihlutum. Ætlunin er að framleiða nýja fylgihluti á tveggja mánaða fresti. Stefnt er á að fyrsta lína YZ Creation líti dagsins ljós árið 2015. „Þróunar- og framleiðsluferlið er langt og flókið og því kemur fyrsta línan ekki út fyrr en árið 2015. Allar flíkurnar í línunni eru hannaðar í þeim tilgangi að viðskiptavinurinn geti breytt þeim,“ útskýrir Hrefna Björk.Fashion, Yz creation yz creationKeppa í Creative Business Cup 2013 Stúlkurnar voru eitt af tíu nýsköpunarverkefnum sem tóku þátt í Startup Reykjavík í sumar og nýttu þann tíma til að fullmóta viðskiptaáætlun sína. Í september var þeim boðin þátttaka í Creative Business Cup 2013 sem fram fer í Kaupmannahöfn í lok nóvember. Þar keppa um 40 sprotafyrirtæki um heimsmeistaratitilinn í Entrepreneurship in Creatative Intustries, eða í frumkvöðlastarfi. „Við verðum með stanslausar kynningar í þrjá daga fyrir fjárfesta. Þetta er frábært tækifæri til að kynna okkur, sjá hvernig landið liggur og kynnast öðrum sprotafyrirtækjum,“ segir Hrefna Björk að lokum. Hér að neðan má sjá myndband frá YZ Creation. Video from Yr Thrastardottir on Vimeo. Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
YZ Creation er nýtt hönnunarfyrirtæki í eigu Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur og hönnuðanna Ýrar Þrastardóttur og Hörpu Einarsdóttur. Fyrirtækið hyggst framleiða hágæða flíkur sem hægt er að breyta og nota á fleiri en eina vegu. „Ýr og Harpa voru búnar að ákveða að vinna saman og settu sig í samband við mig. Okkur langaði að gera eitthvað nýtt í hönnun, eitthvað sem ekki væri búið að gera áður, og datt í hug hvort hægt væri að framleiða hágæða flíkur sem nota mætti á marga vegu. Áskorunin var aftur á móti sú hvort hugmyndin væri framkvæmanleg; hvort flíkurnar mundu standast kröfur um gæði og hönnun,“ útskýrir Hrefna Björk. Úr varð yfirhöfn sem hægt er að nota á 112 mismunandi vegu með því að taka af eða bæta á ermum, krögum, hettum og öðrum fylgihlutum. Ætlunin er að framleiða nýja fylgihluti á tveggja mánaða fresti. Stefnt er á að fyrsta lína YZ Creation líti dagsins ljós árið 2015. „Þróunar- og framleiðsluferlið er langt og flókið og því kemur fyrsta línan ekki út fyrr en árið 2015. Allar flíkurnar í línunni eru hannaðar í þeim tilgangi að viðskiptavinurinn geti breytt þeim,“ útskýrir Hrefna Björk.Fashion, Yz creation yz creationKeppa í Creative Business Cup 2013 Stúlkurnar voru eitt af tíu nýsköpunarverkefnum sem tóku þátt í Startup Reykjavík í sumar og nýttu þann tíma til að fullmóta viðskiptaáætlun sína. Í september var þeim boðin þátttaka í Creative Business Cup 2013 sem fram fer í Kaupmannahöfn í lok nóvember. Þar keppa um 40 sprotafyrirtæki um heimsmeistaratitilinn í Entrepreneurship in Creatative Intustries, eða í frumkvöðlastarfi. „Við verðum með stanslausar kynningar í þrjá daga fyrir fjárfesta. Þetta er frábært tækifæri til að kynna okkur, sjá hvernig landið liggur og kynnast öðrum sprotafyrirtækjum,“ segir Hrefna Björk að lokum. Hér að neðan má sjá myndband frá YZ Creation. Video from Yr Thrastardottir on Vimeo.
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira