Dýr grunnskóli Mikael Torfason skrifar 19. október 2013 06:00 Síðustu áratugi höfum við lagt talsvert fjármagn og orku í forsendur þess að þjónusta í grunnskólum landsins megi verða sem best. Að því er virðist með sáralitlum árangri. Kennaranámið er nú fimm ára háskólanám og lýkur með meistaragráðu. Fyrir fimmtán árum þurfti þriggja ára nám til að öðlast kennararéttindi og allstór hluti starfandi kennara var án réttinda. Í dag heyrir þetta til undantekninga og þótt nemendum í grunnskóla hafi fækkað lítillega (um 45 sé miðað við árið í fyrra) hefur kennurum fjölgað um tuttugu prósent. Fyrir fimmtán árum voru grunnskólakennarar á Íslandi 3.726 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Samkvæmt nýjustu talningu Hagstofunnar eru kennarar orðnir 4.492. Sem merkir að fyrir fimmtán árum voru 11,4 nemendur á hvern kennara en þeir eru í dag 9,5. Þetta kemur ekki á óvart þegar rýnt er í kostnað við grunnskólana en okkar grunnskóli er einn sá dýrasti í heimi, samkvæmt mælingum OECD. Samt hljótum við öll að vera sammála um að kennarar eru ekki ofaldir á launum sínum og í raun kæmi engu okkar á óvart þótt hér myndi fljótlega allt loga í kjaradeilum og verkföllum kennara – það vofir yfir. Hvar stendur hnífurinn í kúnni? Krakkarnir okkar standast illa samanburð við jafnaldra þeirra í löndum sem við viljum helst bera okkur saman við. Brottfall framhaldsskólanema hér á landi er með því hæsta sem þekkist í hinum vestræna heimi. Það tekur íslenska krakka fjórtán ár að komast í háskóla en í öllum þeim löndum sem við viljum miða okkur við tekur það tólf og þrettán ár. Jón Gnarr borgarstjóri sagði á dögunum í sjónvarpsþættinum Stóru málunum að honum þætti þessi málaflokkur margslunginn og erfiður. Hann er æðsti yfirmaður skólamála í stærsta sveitarfélagi landsins. Hann sagðist hafa einbeitt sér að eineltismálum fremur en því að skólakerfið í heild væri að þróast til góðs. Auðvitað er mikilvægt að einbeita sér að eineltismálum en spurning hvort það sé forgangsatriði þegar litið er til þess að góðu heilli hefur náðst ágætur árangur í þeirri baráttu á undanförnum árum. Þökk sé aukinni umræðu, framtaki manna á borði við Stefán Karl Stefánsson leikara og þátttöku skólanna sjálfra í að móta aðgerðir gegn einelti. Jón Gnarr er ekki brautryðjandi í þeim efnum. Það blasir við að huga þarf að grundvallaratriðum. Ótækt er að við séum með of marga kennara á alltof lágum launum í einum dýrasta grunnskóla í heimi. Hér hlýtur að þurfa kjark. Jón Gnarr upplýsti í áðurnefndum þætti að hann væri brenndur af sársaukafullum og erfiðum sameiningum í skólakerfinu sem skiluðu litlu. Jón hefur líklega í þessu hitt naglann á höfuðið. Meinið á rót sína í því að fólk – kennarar og foreldrar – á erfitt með breytingar. Sem dæmi má nefna að alltaf þegar sá möguleiki hefur verið nefndur að skólaárið sé lengt, enda miðast það við horfna hætti; þá að sveitir landsins þurfi á ungviðinu að halda í réttir og sauðburð – þá hafa slíkar hugmyndir strandað á því að kennarar hafa tekið þeim afar illa og bent á að langt sumarfrí sé liður í kjarasamningum þeirra. Vel má vera að svo sé en fyrir liggur að erfiðir og krefjandi tímar eru fram undan hjá þeim stjórnmálamönnum sem hafa dug og þor til að laga einn dýrasta og óskilvirkasta grunnskóla í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Síðustu áratugi höfum við lagt talsvert fjármagn og orku í forsendur þess að þjónusta í grunnskólum landsins megi verða sem best. Að því er virðist með sáralitlum árangri. Kennaranámið er nú fimm ára háskólanám og lýkur með meistaragráðu. Fyrir fimmtán árum þurfti þriggja ára nám til að öðlast kennararéttindi og allstór hluti starfandi kennara var án réttinda. Í dag heyrir þetta til undantekninga og þótt nemendum í grunnskóla hafi fækkað lítillega (um 45 sé miðað við árið í fyrra) hefur kennurum fjölgað um tuttugu prósent. Fyrir fimmtán árum voru grunnskólakennarar á Íslandi 3.726 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Samkvæmt nýjustu talningu Hagstofunnar eru kennarar orðnir 4.492. Sem merkir að fyrir fimmtán árum voru 11,4 nemendur á hvern kennara en þeir eru í dag 9,5. Þetta kemur ekki á óvart þegar rýnt er í kostnað við grunnskólana en okkar grunnskóli er einn sá dýrasti í heimi, samkvæmt mælingum OECD. Samt hljótum við öll að vera sammála um að kennarar eru ekki ofaldir á launum sínum og í raun kæmi engu okkar á óvart þótt hér myndi fljótlega allt loga í kjaradeilum og verkföllum kennara – það vofir yfir. Hvar stendur hnífurinn í kúnni? Krakkarnir okkar standast illa samanburð við jafnaldra þeirra í löndum sem við viljum helst bera okkur saman við. Brottfall framhaldsskólanema hér á landi er með því hæsta sem þekkist í hinum vestræna heimi. Það tekur íslenska krakka fjórtán ár að komast í háskóla en í öllum þeim löndum sem við viljum miða okkur við tekur það tólf og þrettán ár. Jón Gnarr borgarstjóri sagði á dögunum í sjónvarpsþættinum Stóru málunum að honum þætti þessi málaflokkur margslunginn og erfiður. Hann er æðsti yfirmaður skólamála í stærsta sveitarfélagi landsins. Hann sagðist hafa einbeitt sér að eineltismálum fremur en því að skólakerfið í heild væri að þróast til góðs. Auðvitað er mikilvægt að einbeita sér að eineltismálum en spurning hvort það sé forgangsatriði þegar litið er til þess að góðu heilli hefur náðst ágætur árangur í þeirri baráttu á undanförnum árum. Þökk sé aukinni umræðu, framtaki manna á borði við Stefán Karl Stefánsson leikara og þátttöku skólanna sjálfra í að móta aðgerðir gegn einelti. Jón Gnarr er ekki brautryðjandi í þeim efnum. Það blasir við að huga þarf að grundvallaratriðum. Ótækt er að við séum með of marga kennara á alltof lágum launum í einum dýrasta grunnskóla í heimi. Hér hlýtur að þurfa kjark. Jón Gnarr upplýsti í áðurnefndum þætti að hann væri brenndur af sársaukafullum og erfiðum sameiningum í skólakerfinu sem skiluðu litlu. Jón hefur líklega í þessu hitt naglann á höfuðið. Meinið á rót sína í því að fólk – kennarar og foreldrar – á erfitt með breytingar. Sem dæmi má nefna að alltaf þegar sá möguleiki hefur verið nefndur að skólaárið sé lengt, enda miðast það við horfna hætti; þá að sveitir landsins þurfi á ungviðinu að halda í réttir og sauðburð – þá hafa slíkar hugmyndir strandað á því að kennarar hafa tekið þeim afar illa og bent á að langt sumarfrí sé liður í kjarasamningum þeirra. Vel má vera að svo sé en fyrir liggur að erfiðir og krefjandi tímar eru fram undan hjá þeim stjórnmálamönnum sem hafa dug og þor til að laga einn dýrasta og óskilvirkasta grunnskóla í heimi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun