Féll í miðri skvísupósu Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2013 13:00 Hér er Pattra í afslöppun heima við í toppi úr H&M og buxum frá Monki. Tískugyðjan Pattra Sriyanonge vekur bæði athygli og aðdáun með tískubloggi sínu á Trendnet. Hún drakk í sig tískuáhugann með móðurmjólkinni. - Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku? Já, alveg síðan ég fór að geta tjáð mig. Ein af mínum uppáhaldsbernskumyndum er af mér þriggja ára í hörjakkafötum með stærðarinnar myndavél um hálsinn. Móðir mín átti stóran þátt í tískuáhuga mínum og var dugleg að klæða mig upp á þegar ég var barn. Hún setti mig meðal annars í afklipptar Levi's-gallabuxur sem er í tísku enn í dag.– Hvað leggur þú áherslu á þegar þú bloggar? Ég skrifa um allt sem mér dettur í hug en bloggið er persónulegt og ég legg mikið upp úr því að vera ég sjálf. Tíska er vissulega í aðalhlutverki, í alls kyns formi. Annars hef ég mörg önnur áhugamál og hef til dæmis ótrúlega gaman af eldamennsku sem ég deili gjarnan á blogginu. – Hvaða hönnuðir eru í uppáhaldi? Um þessar mundir er Isabel Marant í algjöru uppáhaldi og ég bíð ofurspennt eftir því að fatalína hennar fyrir H&M komi í búðirnar. Einnig þykir mér Stella McCartney sérstaklega elegant og Marc Jacobs alltaf skemmtilegur, svo fáein séu nefnd. – Er einhver flík sem þú stenst ekki? Ég virðist ekki fá nóg af tvíeykinu fallegri yfirhöfn og vel sniðnum buxum. – Manstu skemmtilega tískuupplifun? Það var eftirminnilegt þegar klaufabárðurinn ég náði að detta með tilþrifum á Marc Jacobs/Coca-Cola-samkomu í Lundúnum síðasta vor. Agalega hressandi að hrasa í gólfið og rífa niður bakgrunnsskiltið í leiðinni þegar verið var að taka af mér skvísumynd. Að pósa getur reynst erfitt, greinilega. – Áttu þér uppáhaldsverslanir? Ég er fastagestur hjá Weekday, Wood Wood, Støy Munkholm og Samsøe & Samsøe, skandínavískar og flottar.– Eyðir þú miklu í fatakaup? Sennilega umfram þörf en ég reyni að taka skynsemina á þetta og hugsa mig vel og vandlega um áður en ég fjárfesti í flík, með misjöfnum árangri. Verandi búsett í Danmörku er þægilegt að geta skilað flíkum aftur í búðir og fengið endurgreitt fái maður bakþanka. Stundarbrjálæðiskaup geta þó komið fyrir besta fólk. – Hvort verslar þú meira á Íslandi eða í útlöndum? Fataverslanir á Íslandi eru margar hverjar glæsilegar þó svo ég heimsæki þær ekki oft. Hér á meginlandinu er samt algjörlega best að vera hvað fatakaup varðar; valmöguleikarnir og freistingarnar endalausar. Ég kaupi því nær allar mínar flíkur hér úti. Skoðaðu tískublogg Pöttru hér. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískugyðjan Pattra Sriyanonge vekur bæði athygli og aðdáun með tískubloggi sínu á Trendnet. Hún drakk í sig tískuáhugann með móðurmjólkinni. - Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku? Já, alveg síðan ég fór að geta tjáð mig. Ein af mínum uppáhaldsbernskumyndum er af mér þriggja ára í hörjakkafötum með stærðarinnar myndavél um hálsinn. Móðir mín átti stóran þátt í tískuáhuga mínum og var dugleg að klæða mig upp á þegar ég var barn. Hún setti mig meðal annars í afklipptar Levi's-gallabuxur sem er í tísku enn í dag.– Hvað leggur þú áherslu á þegar þú bloggar? Ég skrifa um allt sem mér dettur í hug en bloggið er persónulegt og ég legg mikið upp úr því að vera ég sjálf. Tíska er vissulega í aðalhlutverki, í alls kyns formi. Annars hef ég mörg önnur áhugamál og hef til dæmis ótrúlega gaman af eldamennsku sem ég deili gjarnan á blogginu. – Hvaða hönnuðir eru í uppáhaldi? Um þessar mundir er Isabel Marant í algjöru uppáhaldi og ég bíð ofurspennt eftir því að fatalína hennar fyrir H&M komi í búðirnar. Einnig þykir mér Stella McCartney sérstaklega elegant og Marc Jacobs alltaf skemmtilegur, svo fáein séu nefnd. – Er einhver flík sem þú stenst ekki? Ég virðist ekki fá nóg af tvíeykinu fallegri yfirhöfn og vel sniðnum buxum. – Manstu skemmtilega tískuupplifun? Það var eftirminnilegt þegar klaufabárðurinn ég náði að detta með tilþrifum á Marc Jacobs/Coca-Cola-samkomu í Lundúnum síðasta vor. Agalega hressandi að hrasa í gólfið og rífa niður bakgrunnsskiltið í leiðinni þegar verið var að taka af mér skvísumynd. Að pósa getur reynst erfitt, greinilega. – Áttu þér uppáhaldsverslanir? Ég er fastagestur hjá Weekday, Wood Wood, Støy Munkholm og Samsøe & Samsøe, skandínavískar og flottar.– Eyðir þú miklu í fatakaup? Sennilega umfram þörf en ég reyni að taka skynsemina á þetta og hugsa mig vel og vandlega um áður en ég fjárfesti í flík, með misjöfnum árangri. Verandi búsett í Danmörku er þægilegt að geta skilað flíkum aftur í búðir og fengið endurgreitt fái maður bakþanka. Stundarbrjálæðiskaup geta þó komið fyrir besta fólk. – Hvort verslar þú meira á Íslandi eða í útlöndum? Fataverslanir á Íslandi eru margar hverjar glæsilegar þó svo ég heimsæki þær ekki oft. Hér á meginlandinu er samt algjörlega best að vera hvað fatakaup varðar; valmöguleikarnir og freistingarnar endalausar. Ég kaupi því nær allar mínar flíkur hér úti. Skoðaðu tískublogg Pöttru hér.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira