Kalkbrenner kemur fram á Sónar Freyr Bjarnason skrifar 24. október 2013 08:00 Eitt stærsta nafnið í danstónlistarheiminum spilar á Sónar í Reykjavík á næsta ári. Tólf listamenn hafa bæst við Sónar-hátíðina sem verður haldin í annað sinn í Hörpu 13. til 15. febrúar. Tvö af stærstu nöfnum danstónlistarinnar, Paul Kalkbrenner og Bonobo, eru á meðal þeirra. Einnig hefur bæst við Bretinn James Holden, sem hefur unnið með Radiohead, Madonnu og Depeche Mode. Áður hafði Major Lazer verið tilkynntur á hátíðina. „Að staðfesta Paul Kalkbrenner og Major Lazer á Sónar Reykjavík er mikil viðurkenning fyrir okkur og þá umfjöllun sem hátíðin í febrúar síðastliðnum fékk,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk. „Að listamenn af þessari stærðargráðu spili á hátíð sem selur 3.500 miða er líklega einstakt og að sömu listamenn séu tilbúnir til að spila í 1.600 manna sal er fáheyrt. Þetta sýnir okkur að sú stefna að vera með litla hátíð með stórum nöfnum er sannarlega möguleg.“ Hljómsveitirnar Moses Hightower, Ojba Rasta, Vök og Haleluwah hafa einnig bæst í hópinn, ásamt Steve Sampling, Futuregrapher, Skurken, Muted og DJ Yamaho. Áður hefur verið tilkynnt um komu Hjaltalín, Kölsch, Daphni, Sykurs og Sometime. Enn á eftir að bæta við flytjendum og verða þeir samtals um sextíu talsins. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 er í fullum gangi á midi.is og harpa.is. Sónar Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tólf listamenn hafa bæst við Sónar-hátíðina sem verður haldin í annað sinn í Hörpu 13. til 15. febrúar. Tvö af stærstu nöfnum danstónlistarinnar, Paul Kalkbrenner og Bonobo, eru á meðal þeirra. Einnig hefur bæst við Bretinn James Holden, sem hefur unnið með Radiohead, Madonnu og Depeche Mode. Áður hafði Major Lazer verið tilkynntur á hátíðina. „Að staðfesta Paul Kalkbrenner og Major Lazer á Sónar Reykjavík er mikil viðurkenning fyrir okkur og þá umfjöllun sem hátíðin í febrúar síðastliðnum fékk,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk. „Að listamenn af þessari stærðargráðu spili á hátíð sem selur 3.500 miða er líklega einstakt og að sömu listamenn séu tilbúnir til að spila í 1.600 manna sal er fáheyrt. Þetta sýnir okkur að sú stefna að vera með litla hátíð með stórum nöfnum er sannarlega möguleg.“ Hljómsveitirnar Moses Hightower, Ojba Rasta, Vök og Haleluwah hafa einnig bæst í hópinn, ásamt Steve Sampling, Futuregrapher, Skurken, Muted og DJ Yamaho. Áður hefur verið tilkynnt um komu Hjaltalín, Kölsch, Daphni, Sykurs og Sometime. Enn á eftir að bæta við flytjendum og verða þeir samtals um sextíu talsins. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 er í fullum gangi á midi.is og harpa.is.
Sónar Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“