Forynja hannar á börn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 24. október 2013 09:00 Sara María Forynja og Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona hafa hannað silkikjóla sem þær sýna í Kirsuberjatrénu í dag. Mynd/Gva Ný barnafatalína og heimilislína eru væntanlegar frá Söru Maríu Forynju á næstu dögum. Í dag opnar Sara María einnig sýningu á silkikjólum í Kirsuberjatrénu. Ég tók mér frí í eitt og hálft ár og notaði þann tíma til að gera ýmislegt skemmtilegt,“ segir Sara María, fatahönnuður Forynju, en ný barnafatalína er væntanleg frá henni á næstu dögum undir merkjum Forynju.Barnafatalínan inniheldur buxur og peysur, boli, pils, kjóla og samfestinga, í afgerandi hressilegum litum og með áþrykktu munstri sem einkennir hönnun Söru Maríu. Barnafötin höfðu lengi verið á dagskrá en aldrei unnist tími til að sinna þeim segir Sara. „Gegnum árin hafði ég gert eina og eina barnaflík og langaði alltaf til að gera meira. Í fríinu gat ég spólað til baka, laus við stressið sem fylgdi því að framleiða einungis það sem bráðvantaði í búðina, og gert það sem mig langaði til að gera,“ segir Sara. „Þá fór ég að gera barnafötin. Ég er að vinna í línunni á fullu þessa dagana. Peysurnar eru komnar í sölu og svo fer þetta allt í gang eftir helgina.“ Sara nýtti fríið til fleiri hluta en hönnun barnafatalínunnar. Hún sendir einnig frá sér heimilislínu undir merkjum Forynju sem inniheldur meðal annars, flauelspúða, viskustykki og borðtuskur með áprentuðum myndum sem Sara hefur tekið sjálf.Þá hefur Sara María einnig bæst í hóp hönnuðanna í Kirsuberjatrénu og í dag klukkan 17 verður opnuð samsýning hennar og Kolbrúnar Ýrar fatahönnuðar, þar sem Sara sýnir glænýja silkikjóla. „Við Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona höfum verið að vinna saman silkikjóla með áprentuðum myndum sem Elva hefur tekið sjálf. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á hafinu og myndirnar eru af ígulkerum og fleiru sem tengist sjónum. Kolbrún sýnir nýjustu hálsmenalínu sína, Elsk. Það eru því margir skemmtilegir hlutir í gangi núna sem er æðislegt. Ég er mjög spennt.“ Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Ný barnafatalína og heimilislína eru væntanlegar frá Söru Maríu Forynju á næstu dögum. Í dag opnar Sara María einnig sýningu á silkikjólum í Kirsuberjatrénu. Ég tók mér frí í eitt og hálft ár og notaði þann tíma til að gera ýmislegt skemmtilegt,“ segir Sara María, fatahönnuður Forynju, en ný barnafatalína er væntanleg frá henni á næstu dögum undir merkjum Forynju.Barnafatalínan inniheldur buxur og peysur, boli, pils, kjóla og samfestinga, í afgerandi hressilegum litum og með áþrykktu munstri sem einkennir hönnun Söru Maríu. Barnafötin höfðu lengi verið á dagskrá en aldrei unnist tími til að sinna þeim segir Sara. „Gegnum árin hafði ég gert eina og eina barnaflík og langaði alltaf til að gera meira. Í fríinu gat ég spólað til baka, laus við stressið sem fylgdi því að framleiða einungis það sem bráðvantaði í búðina, og gert það sem mig langaði til að gera,“ segir Sara. „Þá fór ég að gera barnafötin. Ég er að vinna í línunni á fullu þessa dagana. Peysurnar eru komnar í sölu og svo fer þetta allt í gang eftir helgina.“ Sara nýtti fríið til fleiri hluta en hönnun barnafatalínunnar. Hún sendir einnig frá sér heimilislínu undir merkjum Forynju sem inniheldur meðal annars, flauelspúða, viskustykki og borðtuskur með áprentuðum myndum sem Sara hefur tekið sjálf.Þá hefur Sara María einnig bæst í hóp hönnuðanna í Kirsuberjatrénu og í dag klukkan 17 verður opnuð samsýning hennar og Kolbrúnar Ýrar fatahönnuðar, þar sem Sara sýnir glænýja silkikjóla. „Við Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona höfum verið að vinna saman silkikjóla með áprentuðum myndum sem Elva hefur tekið sjálf. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á hafinu og myndirnar eru af ígulkerum og fleiru sem tengist sjónum. Kolbrún sýnir nýjustu hálsmenalínu sína, Elsk. Það eru því margir skemmtilegir hlutir í gangi núna sem er æðislegt. Ég er mjög spennt.“
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira